Íris Björk: „Kemur ástin ekki bara þegar hún á að koma?“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 27. janúar 2021 20:34 Frumkvöðullinn og athafnakonan Írs Björk Tanya Jónsdóttir talar um stefnumótaheiminn og segir hvað henni finnast vera heillandi og óheillandi eiginleikar í viðtalsliðnum Boneorðin 10. „Ég hef ekki fundið neitt fyrir því að það sé eitthvað erfiðara eða léttara að deita á þessum tímum því ég er búin að vera meira og minna í aðgerðum frá því heimsfaraldurinn hófst og alls ekki verið með hugann við stefnumót. En ég kem sterk inn með vorinu og vinn þetta upp á mettíma, djók!“ Þetta segir Íris Björk Tanya Jónsdóttir í viðtali við Makamál. „Kemur ástin ekki bara þegar hún á að koma, á hárréttum tíma? Það hefði verið ömurlegt fyrir einhvern að deita mig í fyrra þar sem ég var varla göngufær og öll í henglum.“ Íris segist vera í hálfgerðum slipp þessa dagana en hún er að jafna sig eftir tvær aðgerðir sem hún fór í á síðasta ári. Íris segist meira og minna búin að vera í yfirhalningu síðan í janúar í fyrra og hafi bæði farið í aðgerð á baki og öxl á síðasta ári. „Framundan er að halda áfram í slipp og ná fullum líkamlegum styrk svo ég geti farið að ganga fjöll aftur eða fell að minnsta kosti. Ég verð orðin klár þegar krár landsins opna aftur í vor,“ segir Íris full bjartsýni og orku. Íris hefur komið víða við á vinnumarkaðinum og látið til sín taka í ýmsum geirum viðskiptalífsins. Hún hefur meðal annars átt og rekið byggingafyrirtæki, tískuvöruverslunina GK Reykjavík, fatahreinsun og starfað við blaðamennsku. Og í dag á ég skartgripaheildsöluna Veru Design. Já, þetta eru allt mjög ólík störf þegar þetta er talið svona upp. En ég er allavega ekki löt og kann ýmislegt. Íris segist bjartsýn fyrir nýju ári og stefnir hún á ferð til Balí með dætrum sínum í sumar ef faraldurinn leyfir. „Ef ekki þá bara frestum við smá, þetta er ekkert meitlað í stein. Við stefnum á það að dvelja á Balí í sex vikur ef góðar vættir lofa. Þar ætlum við að stunda jóga, skoða apa og fíla og synda í fallegum ám umhverfis mögnuðum fossum. Við ætlum líka að nýta tímann í að skapa og fá innblástur fyrir nýtt vörumerki tvíburastelpnanna minna sem heitir Limited Reykjavík. Þær eru að hanna skartgripi sem eru smíðaðir úr stáli og brassi og kemur hver gripur í takmörkuðu upplagi eins og nafnið gefur til kynna. Ég mun líka nota ferðina til þess að stækka merkið Veru Design en ég er í viðræðum við frábæra gullsmiði á Balí.“ Draumórakona og orkubolti. Það er fátt sem Íris hefur ekki prófað á skemmtilega fjölbreyttum starfsferli sínum en í dag á hún skartgripamerkið Vera Design. Íris segist ekki hafa fundið fyrir miklum breytingum á stefnumótaheiminum eftir tilkomu heimsfaraldursins enda sé hún búin að vera frá vegna aðgerða. Hún segist sjálf ekki vera mikið fyrir stefnumótaforrit og sé í raun frekar feimin þegar kemur að þeim málum. „Við fórum nokkrir vinir á Tinder í sirka korter og ég bara gat þetta ekki. Ég á hinsvegar vini sem hafa fundið hina einu sönnu ást þar og allt í blóma, en þetta er bara ekki fyrir mig.“ Ég er í raun drullufeimin þegar kemur að svona málum en ég er alls ekki að dæma þá sem kjósa að nota svona forrit. Ég dáist að því fólki sem hefur kjark í þetta og finnur ástina sama hvernig það fer að því. Ég verð kannski bara alltaf ein því ég þori ekki, haha! Þegar kemur að stefnumótum og ástinni segist Íris í raun vera feimin en hún er ekki á neinum stefnumótaforritum. Hér fyrir neðan deilir Íris því sem henni finnast bæði vera heillandi og óheillandi eiginleikar í viðtalsliðnum Boneorðin 10. ON: Jákvæðni - Maður sem sér það jákvæða í nánast öllum kringumstæðum er maður sem ég heillast af. Húmoristi - Ég bara verð að fá að vera með minn kolsvarta húmor án þess að ég sé skotin niður fyrir það. Fyndinn maður er frábær maður svo lengi sem hann gerir ekki of mikið grín að öðrum. Tókstu eftir að ég sagði "of mikið”? Smá er í góðu lagi. Metnaður - Metnaður er sexí. Sama við hvað manneskjan starfar þá er metnaður lykilatriði í lífinu. Ekki sætta þig við neitt undir meðallagi. Sjálfsöryggi, það að vera öruggur í eigin skinni án hroka finnst mér heillandi. Hávaxinn - Sorrí þetta er grunnt hjá mér en ég heillast frekar af háum karlmönnum því ég er sjálf 181cm á hæð. En svo er það annað, lágvaxnir karlmenn með góða sjálfsmynd verða hærri fyrir vikið í mínum augum. Góðmennska - Það er bara ekkert meira töff en að vera góðmenni. Manneskja sem lætur sig varða ef önnur lifandi vera þarf aðstoð eða umhyggju, er góðmenni. Gott er gott! OFF: Hroki - Ég bara þoli ekki hroka og yfirgang í hvaða mynd sem er. Vertu kurteis án þess að láta vaða yfir þig. Það er töff! Leti - Geri þetta á morgun eða hinn eða hinn. Vá hvað ég á erfitt með leti. Manneskjan þarf ekki að virka eins og hún sé á rítalíni til þess að ganga í augun á mér. En nennum við ekki að vera með fjörutíu slög á mínútu og blóðþrýsting undir hættumörkum. Virkni, almenn virkni, virkar á mig. Fórnarlamb - Þegar þú getur ekki tekið ábyrgð á lífi þínu án þess að setja alltaf þriðja aðila inn í slæmu tímabilin, þá er eitthvað að. Stundum gerir maður mistök og hvað með það. Við gerum það öll á einhverjum tímapunkti og það þarf ekki að vera neinum að kenna nema aðstæðum og vali manns sjálfs á þeim tíma. Ekkert breytist ef ekkert breytist. Sull og bull - Menn sem þurfa að hella í sig til þess að geta opnað sig eru bara núll flottir fyrir mér. Hangandi á barnum dúddinn allar helgar að tjá sig á mismunandi „tungu-máli“ við mismunandi manneskjur gerir bara núll fyrir mig. Little man syndrome - Svona gaur sem setur út á allt og alla til þess að upphefja sjálfan sig er svo mikið turn off. Bara þoli það ekki. Fyrir þá sem hafa áhuga á því að fylgjast með Írisi er hægt að nálgast Instagram prófílinn hennar hér. Bone-orðin 10 Ástin og lífið Tengdar fréttir Ást er: „Að taka endalausar myndir af konunni þinni fyrir Instagramið“ „Það er alltaf eitthvað sem gerist við áramót, eins og maður vakni með algjörlega hreint borð. Ný tækifæri sem bíða og maður er uppfullur af nýjum krafti til að takast á við erfið verkefni,“ segir Erna Hrund Hermannsdóttir í viðtali við Makamál. 26. janúar 2021 20:01 Einhleypan: Tinder birtingarmynd siðrofs og allsherjar hnignunar samfélagsins „Mér finnst titlar vera full niðurnjörvandi og nett tilgerðarlegir. Þegar ég neyðist til þess að titla mig þá fer það eftir hattinum sem ég ber í það og það skiptið. Dagsdaglega er ég þó ávarpaður sem pabbi og finnst það vera fínn titill,“ segir Ari Klængur Jónsson, Einhleypa vikunnar. 25. janúar 2021 20:38 Flestir vilja deila áhugamálum með makanum Stundum er sagt að andstæður heilli og að fólk velji sér maka sem vegi sig eða bæti sig upp að einhverju leyti. Nokkurs konar Yin og yang. En hversu mikilvægt er að þú og maki þinn eigið sömu eða svipuð áhugamál? 24. janúar 2021 21:00 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál „Maður rekst ekki jafn mikið á sæta stráka“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Spurning vikunnar: Hvað er það fyrsta sem heillar þig við manneskju? Makamál Þvílík gredda í loftinu og skilnaðarhrina framundan Makamál „Er almennt frekar nægjusöm týpa“ Makamál Meirihluti segir maka sína nota fýlustjórnun í samskiptum Makamál Gamaldags þegar kemur að stefnumótum og trúir á ást við fyrstu sýn Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
„Kemur ástin ekki bara þegar hún á að koma, á hárréttum tíma? Það hefði verið ömurlegt fyrir einhvern að deita mig í fyrra þar sem ég var varla göngufær og öll í henglum.“ Íris segist vera í hálfgerðum slipp þessa dagana en hún er að jafna sig eftir tvær aðgerðir sem hún fór í á síðasta ári. Íris segist meira og minna búin að vera í yfirhalningu síðan í janúar í fyrra og hafi bæði farið í aðgerð á baki og öxl á síðasta ári. „Framundan er að halda áfram í slipp og ná fullum líkamlegum styrk svo ég geti farið að ganga fjöll aftur eða fell að minnsta kosti. Ég verð orðin klár þegar krár landsins opna aftur í vor,“ segir Íris full bjartsýni og orku. Íris hefur komið víða við á vinnumarkaðinum og látið til sín taka í ýmsum geirum viðskiptalífsins. Hún hefur meðal annars átt og rekið byggingafyrirtæki, tískuvöruverslunina GK Reykjavík, fatahreinsun og starfað við blaðamennsku. Og í dag á ég skartgripaheildsöluna Veru Design. Já, þetta eru allt mjög ólík störf þegar þetta er talið svona upp. En ég er allavega ekki löt og kann ýmislegt. Íris segist bjartsýn fyrir nýju ári og stefnir hún á ferð til Balí með dætrum sínum í sumar ef faraldurinn leyfir. „Ef ekki þá bara frestum við smá, þetta er ekkert meitlað í stein. Við stefnum á það að dvelja á Balí í sex vikur ef góðar vættir lofa. Þar ætlum við að stunda jóga, skoða apa og fíla og synda í fallegum ám umhverfis mögnuðum fossum. Við ætlum líka að nýta tímann í að skapa og fá innblástur fyrir nýtt vörumerki tvíburastelpnanna minna sem heitir Limited Reykjavík. Þær eru að hanna skartgripi sem eru smíðaðir úr stáli og brassi og kemur hver gripur í takmörkuðu upplagi eins og nafnið gefur til kynna. Ég mun líka nota ferðina til þess að stækka merkið Veru Design en ég er í viðræðum við frábæra gullsmiði á Balí.“ Draumórakona og orkubolti. Það er fátt sem Íris hefur ekki prófað á skemmtilega fjölbreyttum starfsferli sínum en í dag á hún skartgripamerkið Vera Design. Íris segist ekki hafa fundið fyrir miklum breytingum á stefnumótaheiminum eftir tilkomu heimsfaraldursins enda sé hún búin að vera frá vegna aðgerða. Hún segist sjálf ekki vera mikið fyrir stefnumótaforrit og sé í raun frekar feimin þegar kemur að þeim málum. „Við fórum nokkrir vinir á Tinder í sirka korter og ég bara gat þetta ekki. Ég á hinsvegar vini sem hafa fundið hina einu sönnu ást þar og allt í blóma, en þetta er bara ekki fyrir mig.“ Ég er í raun drullufeimin þegar kemur að svona málum en ég er alls ekki að dæma þá sem kjósa að nota svona forrit. Ég dáist að því fólki sem hefur kjark í þetta og finnur ástina sama hvernig það fer að því. Ég verð kannski bara alltaf ein því ég þori ekki, haha! Þegar kemur að stefnumótum og ástinni segist Íris í raun vera feimin en hún er ekki á neinum stefnumótaforritum. Hér fyrir neðan deilir Íris því sem henni finnast bæði vera heillandi og óheillandi eiginleikar í viðtalsliðnum Boneorðin 10. ON: Jákvæðni - Maður sem sér það jákvæða í nánast öllum kringumstæðum er maður sem ég heillast af. Húmoristi - Ég bara verð að fá að vera með minn kolsvarta húmor án þess að ég sé skotin niður fyrir það. Fyndinn maður er frábær maður svo lengi sem hann gerir ekki of mikið grín að öðrum. Tókstu eftir að ég sagði "of mikið”? Smá er í góðu lagi. Metnaður - Metnaður er sexí. Sama við hvað manneskjan starfar þá er metnaður lykilatriði í lífinu. Ekki sætta þig við neitt undir meðallagi. Sjálfsöryggi, það að vera öruggur í eigin skinni án hroka finnst mér heillandi. Hávaxinn - Sorrí þetta er grunnt hjá mér en ég heillast frekar af háum karlmönnum því ég er sjálf 181cm á hæð. En svo er það annað, lágvaxnir karlmenn með góða sjálfsmynd verða hærri fyrir vikið í mínum augum. Góðmennska - Það er bara ekkert meira töff en að vera góðmenni. Manneskja sem lætur sig varða ef önnur lifandi vera þarf aðstoð eða umhyggju, er góðmenni. Gott er gott! OFF: Hroki - Ég bara þoli ekki hroka og yfirgang í hvaða mynd sem er. Vertu kurteis án þess að láta vaða yfir þig. Það er töff! Leti - Geri þetta á morgun eða hinn eða hinn. Vá hvað ég á erfitt með leti. Manneskjan þarf ekki að virka eins og hún sé á rítalíni til þess að ganga í augun á mér. En nennum við ekki að vera með fjörutíu slög á mínútu og blóðþrýsting undir hættumörkum. Virkni, almenn virkni, virkar á mig. Fórnarlamb - Þegar þú getur ekki tekið ábyrgð á lífi þínu án þess að setja alltaf þriðja aðila inn í slæmu tímabilin, þá er eitthvað að. Stundum gerir maður mistök og hvað með það. Við gerum það öll á einhverjum tímapunkti og það þarf ekki að vera neinum að kenna nema aðstæðum og vali manns sjálfs á þeim tíma. Ekkert breytist ef ekkert breytist. Sull og bull - Menn sem þurfa að hella í sig til þess að geta opnað sig eru bara núll flottir fyrir mér. Hangandi á barnum dúddinn allar helgar að tjá sig á mismunandi „tungu-máli“ við mismunandi manneskjur gerir bara núll fyrir mig. Little man syndrome - Svona gaur sem setur út á allt og alla til þess að upphefja sjálfan sig er svo mikið turn off. Bara þoli það ekki. Fyrir þá sem hafa áhuga á því að fylgjast með Írisi er hægt að nálgast Instagram prófílinn hennar hér.
Bone-orðin 10 Ástin og lífið Tengdar fréttir Ást er: „Að taka endalausar myndir af konunni þinni fyrir Instagramið“ „Það er alltaf eitthvað sem gerist við áramót, eins og maður vakni með algjörlega hreint borð. Ný tækifæri sem bíða og maður er uppfullur af nýjum krafti til að takast á við erfið verkefni,“ segir Erna Hrund Hermannsdóttir í viðtali við Makamál. 26. janúar 2021 20:01 Einhleypan: Tinder birtingarmynd siðrofs og allsherjar hnignunar samfélagsins „Mér finnst titlar vera full niðurnjörvandi og nett tilgerðarlegir. Þegar ég neyðist til þess að titla mig þá fer það eftir hattinum sem ég ber í það og það skiptið. Dagsdaglega er ég þó ávarpaður sem pabbi og finnst það vera fínn titill,“ segir Ari Klængur Jónsson, Einhleypa vikunnar. 25. janúar 2021 20:38 Flestir vilja deila áhugamálum með makanum Stundum er sagt að andstæður heilli og að fólk velji sér maka sem vegi sig eða bæti sig upp að einhverju leyti. Nokkurs konar Yin og yang. En hversu mikilvægt er að þú og maki þinn eigið sömu eða svipuð áhugamál? 24. janúar 2021 21:00 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál „Maður rekst ekki jafn mikið á sæta stráka“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Spurning vikunnar: Hvað er það fyrsta sem heillar þig við manneskju? Makamál Þvílík gredda í loftinu og skilnaðarhrina framundan Makamál „Er almennt frekar nægjusöm týpa“ Makamál Meirihluti segir maka sína nota fýlustjórnun í samskiptum Makamál Gamaldags þegar kemur að stefnumótum og trúir á ást við fyrstu sýn Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Ást er: „Að taka endalausar myndir af konunni þinni fyrir Instagramið“ „Það er alltaf eitthvað sem gerist við áramót, eins og maður vakni með algjörlega hreint borð. Ný tækifæri sem bíða og maður er uppfullur af nýjum krafti til að takast á við erfið verkefni,“ segir Erna Hrund Hermannsdóttir í viðtali við Makamál. 26. janúar 2021 20:01
Einhleypan: Tinder birtingarmynd siðrofs og allsherjar hnignunar samfélagsins „Mér finnst titlar vera full niðurnjörvandi og nett tilgerðarlegir. Þegar ég neyðist til þess að titla mig þá fer það eftir hattinum sem ég ber í það og það skiptið. Dagsdaglega er ég þó ávarpaður sem pabbi og finnst það vera fínn titill,“ segir Ari Klængur Jónsson, Einhleypa vikunnar. 25. janúar 2021 20:38
Flestir vilja deila áhugamálum með makanum Stundum er sagt að andstæður heilli og að fólk velji sér maka sem vegi sig eða bæti sig upp að einhverju leyti. Nokkurs konar Yin og yang. En hversu mikilvægt er að þú og maki þinn eigið sömu eða svipuð áhugamál? 24. janúar 2021 21:00