NBA dagsins: Mömmumaturinn fór vel í LeBron sem setti 46 stig á gamla liðið sitt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. janúar 2021 14:31 LeBron James átti stórleik gegn gamla liðinu sínu, Cleveland Cavaliers. getty/Jason Miller LeBron James sýndi gamla liðinu sínu, Cleveland Cavaliers, enga miskunn þegar Los Angeles Lakers mætti til Ohio í gær. Hann skoraði 46 stig í 108-115 sigri Lakers. LeBron er frá Ohio og lék með Cleveland 2003-10 og 2014-18. Hann leiddi Cleveland Cavaliers til NBA-meistaratitils 2016. Fyrir fyrsta leik sinn í Cleveland í tvö ár heimsótti LeBron ættingja sína og fór í mat til mömmu sinnar. „Það var gott að koma aftur í athvarfið sitt og vera heima,“ sagði LeBron eftir leikinn. Mömmumaturinn virðist fara farið vel í LeBron sem átti stórleik í nótt. Hann var sérstaklega góður í 4. leikhluta þar sem hann skoraði 21 stig, fleiri en allt Cleveland-liðið. LeBron hitti úr níu af tíu skotum sínum í 4. leikhluta og setti meðal annars niður þrist nánast frá miðju vallarins. LeBron hefur aldrei skorað meira gegn Cleveland á ferlinum þótt honum hafi jafnað gengið vel í leikjum gegn liðinu sem valdi hann númer eitt í nýliðavalinu 2003. LeBron hefur unnið fimmtán af sextán leikjum sínum gegn Cleveland á ferlinum. Auk þess að skora 46 stig tók LeBron átta fráköst, gaf sex stoðsendingar, stal boltanum tvisvar og varði tvö skot. Hann hitti úr nítján af 26 skotum sínum, þar af sjö af ellefu fyrir utan þriggja stiga línuna. LeBron hefur aldrei hitt betur úr þriggja stiga skotum á ferlinum og á þessu tímabili, eða 41,2 prósent. Lakers hefur unnið alla tíu útileiki sína á tímabilinu og er á toppi Vesturdeildarinnar. Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá brot úr leik Lakers og Cleveland. Þar má einnig sjá brot úr leikjum Dallas Mavericks og Denver Nuggets og Chicago Bulls og Boston Celtics og tíu flottustu tilþrif næturinnar. Klippa: NBA dagsins 26. janúar NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Tengdar fréttir LeBron stórkostlegur á gamla heimavellinum LeBron James fór á kostum á sínum gamla heimavelli og skoraði 46 stig þegar Los Angeles Lakers sigraði Cleveland Cavaliers, 108-115, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. 26. janúar 2021 07:31 Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Fleiri fréttir „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Sjá meira
LeBron er frá Ohio og lék með Cleveland 2003-10 og 2014-18. Hann leiddi Cleveland Cavaliers til NBA-meistaratitils 2016. Fyrir fyrsta leik sinn í Cleveland í tvö ár heimsótti LeBron ættingja sína og fór í mat til mömmu sinnar. „Það var gott að koma aftur í athvarfið sitt og vera heima,“ sagði LeBron eftir leikinn. Mömmumaturinn virðist fara farið vel í LeBron sem átti stórleik í nótt. Hann var sérstaklega góður í 4. leikhluta þar sem hann skoraði 21 stig, fleiri en allt Cleveland-liðið. LeBron hitti úr níu af tíu skotum sínum í 4. leikhluta og setti meðal annars niður þrist nánast frá miðju vallarins. LeBron hefur aldrei skorað meira gegn Cleveland á ferlinum þótt honum hafi jafnað gengið vel í leikjum gegn liðinu sem valdi hann númer eitt í nýliðavalinu 2003. LeBron hefur unnið fimmtán af sextán leikjum sínum gegn Cleveland á ferlinum. Auk þess að skora 46 stig tók LeBron átta fráköst, gaf sex stoðsendingar, stal boltanum tvisvar og varði tvö skot. Hann hitti úr nítján af 26 skotum sínum, þar af sjö af ellefu fyrir utan þriggja stiga línuna. LeBron hefur aldrei hitt betur úr þriggja stiga skotum á ferlinum og á þessu tímabili, eða 41,2 prósent. Lakers hefur unnið alla tíu útileiki sína á tímabilinu og er á toppi Vesturdeildarinnar. Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá brot úr leik Lakers og Cleveland. Þar má einnig sjá brot úr leikjum Dallas Mavericks og Denver Nuggets og Chicago Bulls og Boston Celtics og tíu flottustu tilþrif næturinnar. Klippa: NBA dagsins 26. janúar NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Tengdar fréttir LeBron stórkostlegur á gamla heimavellinum LeBron James fór á kostum á sínum gamla heimavelli og skoraði 46 stig þegar Los Angeles Lakers sigraði Cleveland Cavaliers, 108-115, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. 26. janúar 2021 07:31 Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Fleiri fréttir „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Sjá meira
LeBron stórkostlegur á gamla heimavellinum LeBron James fór á kostum á sínum gamla heimavelli og skoraði 46 stig þegar Los Angeles Lakers sigraði Cleveland Cavaliers, 108-115, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. 26. janúar 2021 07:31