Kobe Bryant kvöld á Stöð 2 Sport 2: Ný heimildarmynd og síðasti leikurinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. janúar 2021 13:00 Kobe Bryant lék allan feril sinn með liði Los Angeles Lakers en hann spilaði tuttugu tímabil með félaginu. Getty/Christian Petersen Í dag er eitt ár liðið síðan að heimurinn fékk þær hræðilegu fréttir að Kobe Bryant hefði farist í þyrluslysi ásamt Gigi dóttur sinni og sjö öðrum. 26. janúar 2020 lést Kobe í þyrluslysi í Kaliforníu þegar hann var á leið með dóttur sinni og vinafólki í körfuboltaleik. Kobe var 41 árs gamall. Kobe Bryant er einn vinsælasti körfuboltamaður sögunnar og Gigi dóttir hans þótti ein sú efnilegast körfuboltakonan í boltanum. Stöð 2 Sport 2 ætlar að minnast Kobe Bryant í dag með sérstöku Kobe kvöldi. It s been a year and it still doesn t feel real. Rest in paradise Kobe, Gigi, and all the lives lost in the tragic accident. #MambaForever pic.twitter.com/Yp3PqOnMiB— Complex Sports (@ComplexSports) January 26, 2021 Stöðin mun sína sýna nýju heimildarmyndina „Kobe Bryant í áranna rás“. Í henni er litið yfir glæstan feril Kobe og myndefni sýnt sem hefur ekki fyrr birst opinberlega. Rætt er við marga af fyrrum liðsfélögum og þjálfurum Kobe Bryant. Strax á eftir heimildarmyndinni verður síðan sýndur síðasti leikur Kobe Bryant á 20 ára NBA-ferli. Kobe Bryant skoraði þá sextíu stig í sigri Lakers á Utah Jazz. Heimildarmyndin er sýnd klukkan 20.00 og leikur Los Angeles Lakers verður sýndur klukkan 20.45. A year ago today, 9 people were killed in the Calabasas Helicopter crash, including Kobe Bryant and his 13-year-old daughter Gianna We will forever remember you, Black Mamba #RIPKobeBryant pic.twitter.com/q40asJzDPi— GiveMeSport (@GiveMeSport) January 26, 2021 Kobe Bryant varð fimm sinnum NBA-meistari með Los Angeles Lakers, fyrst þrjú ár í röð með Shaquille O'Neal frá 2000 til 2002 en svo tvö ár í röð frá 2009 til 2010. Bryant var kosinn mikilvægasti leikmaður NBA deildarinnar 2008 og var stigahæsti leikmaður deildarinnar í tvígang eða 2006 og 2007. Kobe var ellefu sinnum kosinn í úrvalslið deildarinnar og var síðan fjórum sinnum í viðbót valinn í annað og þriðja liðið. Kobe Bryant skoraði 33.643 stig á NBA ferlinum eð 25,0 að meðaltali í leik. Hann var einnig með 5,2 fráköst og 4,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Kobe vann einnig tvö Ólympíugull með bandaríska landsliðinu eða á ÓL 2008 og ÓL 2012. VIDEO: In Los Angeles, murals are painted in tribute to basketball legend Kobe Bryant, who died a year ago with his daughter, Gianna Bryant, in a helicopter crash in California pic.twitter.com/8XyTc3byCO— AFP News Agency (@AFP) January 25, 2021 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Í beinni: Valur - Fram | Bikarinn á loft á Hlíðarenda? Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira
26. janúar 2020 lést Kobe í þyrluslysi í Kaliforníu þegar hann var á leið með dóttur sinni og vinafólki í körfuboltaleik. Kobe var 41 árs gamall. Kobe Bryant er einn vinsælasti körfuboltamaður sögunnar og Gigi dóttir hans þótti ein sú efnilegast körfuboltakonan í boltanum. Stöð 2 Sport 2 ætlar að minnast Kobe Bryant í dag með sérstöku Kobe kvöldi. It s been a year and it still doesn t feel real. Rest in paradise Kobe, Gigi, and all the lives lost in the tragic accident. #MambaForever pic.twitter.com/Yp3PqOnMiB— Complex Sports (@ComplexSports) January 26, 2021 Stöðin mun sína sýna nýju heimildarmyndina „Kobe Bryant í áranna rás“. Í henni er litið yfir glæstan feril Kobe og myndefni sýnt sem hefur ekki fyrr birst opinberlega. Rætt er við marga af fyrrum liðsfélögum og þjálfurum Kobe Bryant. Strax á eftir heimildarmyndinni verður síðan sýndur síðasti leikur Kobe Bryant á 20 ára NBA-ferli. Kobe Bryant skoraði þá sextíu stig í sigri Lakers á Utah Jazz. Heimildarmyndin er sýnd klukkan 20.00 og leikur Los Angeles Lakers verður sýndur klukkan 20.45. A year ago today, 9 people were killed in the Calabasas Helicopter crash, including Kobe Bryant and his 13-year-old daughter Gianna We will forever remember you, Black Mamba #RIPKobeBryant pic.twitter.com/q40asJzDPi— GiveMeSport (@GiveMeSport) January 26, 2021 Kobe Bryant varð fimm sinnum NBA-meistari með Los Angeles Lakers, fyrst þrjú ár í röð með Shaquille O'Neal frá 2000 til 2002 en svo tvö ár í röð frá 2009 til 2010. Bryant var kosinn mikilvægasti leikmaður NBA deildarinnar 2008 og var stigahæsti leikmaður deildarinnar í tvígang eða 2006 og 2007. Kobe var ellefu sinnum kosinn í úrvalslið deildarinnar og var síðan fjórum sinnum í viðbót valinn í annað og þriðja liðið. Kobe Bryant skoraði 33.643 stig á NBA ferlinum eð 25,0 að meðaltali í leik. Hann var einnig með 5,2 fráköst og 4,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Kobe vann einnig tvö Ólympíugull með bandaríska landsliðinu eða á ÓL 2008 og ÓL 2012. VIDEO: In Los Angeles, murals are painted in tribute to basketball legend Kobe Bryant, who died a year ago with his daughter, Gianna Bryant, in a helicopter crash in California pic.twitter.com/8XyTc3byCO— AFP News Agency (@AFP) January 25, 2021 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Í beinni: Valur - Fram | Bikarinn á loft á Hlíðarenda? Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira