Barcelona skuldar Liverpool ennþá meira en sex milljarða Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. janúar 2021 09:30 Philippe Coutinho varð að stórstjörnu hjá Liverpool en hann hefur ekki náð sömu hæðum hjá Barcelona. Getty/ Andrew Powell Brasilíumaðurinn Philippe Coutinho er fyrir löngu kominn í hóp verstu kaupa fótboltasögunnar. Hann hefur lítið hjálpað Börsungum inn á vellinum og félagið er enn langt frá því að hafa gert upp við hans gömlu eigendur. Nýjasti ársreikningur stórliðsins Barcelona sýnir það svart á hvítu hversu alvarlega staðan er hjá spænska félaginu. Barcelona skuldar 1,2 milljarða evra eða 189 milljarða íslenskra króna sem er engin smá upphæð. Kórónuveiran hefur auðvitað haft mikil á rekstur Barcelona og þar hefur félagið orðið af miklu tekjum. Barcelona's latest financial reports show just how much debt they are in and how much money they owe to other clubs. £35 million to Liverpool alone! The Catalan giants are in trouble https://t.co/P1LMMPyXmU— SPORTbible (@sportbible) January 26, 2021 Barcelona er með mjög háan launakostnað og þá skulda þeir mikið fyrir leikmenn sem félagið hefur keypt á undanförnum árum. Barcelona er nefnilega í skuld við alls nítján mismunandi félög vegna leikmannakaupa og skuldar enn meira en 174 milljónir punda fyrir leikmenn sem Barcelona hefur þegar keypt. Liverpool er þar efst á blaði en Börsungar eiga enn eftir að borga Liverpool 40 milljónir evra eða meira en sex milljarða króna. Þetta snýst um kaupin á Philippe Coutinho sem Barcelona var tilbúið að borga Liverpool 142 milljónir punda fyrir. Barcelona borgaði 105 milljónir punda strax en fékk síðan að borga afganginn í afborgunum. Coutinho náði sér aldrei á strik hjá Barcelona, félagið lánaði hann til Bayern München, en hann kom aftur til Barcelona fyrir núverandi tímabil. Það breytir ekki því að Barcelona er enn að borga fyrir hann og er langt frá því að geta gert upp við Liverpool. Barcelona owe Liverpool a staggering £35.5m in outstanding transfer payments for Philippe Coutinho, according to their official accounts. #awlfc [mirror] pic.twitter.com/KTg35HTI0E— Anfield Watch (@AnfieldWatch) January 25, 2021 Barcelona skuldar líka Ajax fyrir kaupin á Frenkie de Jong og þurfa að borga sextán milljónir evra, 2,5 milljarða króna, í næstu afborgun. Barca þarf líka að borga franska félaginu Bordeaux tíu milljónir evra fyrir Malcom fyrir lok júní. Staðan er svo slæm að Barcelona þarf að leita á náðir bankanna til að fá að fresta gjalddögum sínum til þess hreinlega að koma í veg fyrir gjaldþrot. Barcelona hefur látið leikmenn fara eins og Nelson Semedo, Arthur, Ivan Rakitic og Luis Suarez, sem hefur lækkað launkostnaðinn. Félagið er hins vegar enn að borga Lionel Messi sín ofurlaun. Það hefði því ekki verið vitlaust fyrir félagið að selja Lionel Messi síðasta sumar til að fá bæði pening inn sem og að sleppa því að borga launin hans. Augu margra verða á rekstri Barcelona á þessu ári þar sem félagið mun róa lífróður til að bjarga því frá gjaldþroti. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport „Við erum brothættir“ Fótbolti Fleiri fréttir Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Sjá meira
Nýjasti ársreikningur stórliðsins Barcelona sýnir það svart á hvítu hversu alvarlega staðan er hjá spænska félaginu. Barcelona skuldar 1,2 milljarða evra eða 189 milljarða íslenskra króna sem er engin smá upphæð. Kórónuveiran hefur auðvitað haft mikil á rekstur Barcelona og þar hefur félagið orðið af miklu tekjum. Barcelona's latest financial reports show just how much debt they are in and how much money they owe to other clubs. £35 million to Liverpool alone! The Catalan giants are in trouble https://t.co/P1LMMPyXmU— SPORTbible (@sportbible) January 26, 2021 Barcelona er með mjög háan launakostnað og þá skulda þeir mikið fyrir leikmenn sem félagið hefur keypt á undanförnum árum. Barcelona er nefnilega í skuld við alls nítján mismunandi félög vegna leikmannakaupa og skuldar enn meira en 174 milljónir punda fyrir leikmenn sem Barcelona hefur þegar keypt. Liverpool er þar efst á blaði en Börsungar eiga enn eftir að borga Liverpool 40 milljónir evra eða meira en sex milljarða króna. Þetta snýst um kaupin á Philippe Coutinho sem Barcelona var tilbúið að borga Liverpool 142 milljónir punda fyrir. Barcelona borgaði 105 milljónir punda strax en fékk síðan að borga afganginn í afborgunum. Coutinho náði sér aldrei á strik hjá Barcelona, félagið lánaði hann til Bayern München, en hann kom aftur til Barcelona fyrir núverandi tímabil. Það breytir ekki því að Barcelona er enn að borga fyrir hann og er langt frá því að geta gert upp við Liverpool. Barcelona owe Liverpool a staggering £35.5m in outstanding transfer payments for Philippe Coutinho, according to their official accounts. #awlfc [mirror] pic.twitter.com/KTg35HTI0E— Anfield Watch (@AnfieldWatch) January 25, 2021 Barcelona skuldar líka Ajax fyrir kaupin á Frenkie de Jong og þurfa að borga sextán milljónir evra, 2,5 milljarða króna, í næstu afborgun. Barca þarf líka að borga franska félaginu Bordeaux tíu milljónir evra fyrir Malcom fyrir lok júní. Staðan er svo slæm að Barcelona þarf að leita á náðir bankanna til að fá að fresta gjalddögum sínum til þess hreinlega að koma í veg fyrir gjaldþrot. Barcelona hefur látið leikmenn fara eins og Nelson Semedo, Arthur, Ivan Rakitic og Luis Suarez, sem hefur lækkað launkostnaðinn. Félagið er hins vegar enn að borga Lionel Messi sín ofurlaun. Það hefði því ekki verið vitlaust fyrir félagið að selja Lionel Messi síðasta sumar til að fá bæði pening inn sem og að sleppa því að borga launin hans. Augu margra verða á rekstri Barcelona á þessu ári þar sem félagið mun róa lífróður til að bjarga því frá gjaldþroti.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport „Við erum brothættir“ Fótbolti Fleiri fréttir Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Sjá meira