Segir kenningu um nafnið Thymele vera skáldfræði Kristján Már Unnarsson skrifar 25. janúar 2021 21:56 Gísli Sigurðsson, rannsóknarprófessor við Árnastofnun. Egill Aðalsteinsson Rannsóknarprófessor við Árnastofnun segir nýja kenningu þess efnis að fyrsta nafn Íslands hafi verið Thymele en ekki Thule aðeins skemmtilega hugdettu í ætt við skáldfræði. Hann segir þó almennt orðið viðurkennt meðal fræðimanna að Thule sé Ísland. Breskur prófessor hefur varpað fram þeirri tilgátu að fyrsta nafn Íslands hafi ekki verið Thule heldur hafi gríski sæfarinn Pýþeas gefið eyjunni nafnið Thymele, sem þýðir altari á forngrísku. Á Árnastofnun kaupir Gísli Sigurðsson ekki þessa kenningu. „Getur verið ágæt hugdetta og skemmtilegt viðfangsefni í einhverskonar skáldfræðum. En mjög erfitt að höndla það sem fræðilega hugmynd, finnst mér,“ segir Gísli í fréttum Stöðvar 2. Hugmynd Bretans breyti því engu um Íslandssöguna. „Þetta er svona meira í ætt við hugdettufræði þar sem manni dettur eitthvað skemmtilegt í hug til að skýra eitthvað torskilið.“ Sæfarinn Píþeas er sagður hafa siglt frá grísku nýlendunni Massalíu og fundið óbyggða eyju norðan Bretlands í kringum árið 325 fyrir Krist.Stöð 2/Landnemarnir. Upphaflegt rit Pýþeasar um siglingu hans frá Miðjarðarhafi og norður fyrir Bretland á fjórðu öld fyrir Krist er glatað en leiðarlýsing hans til eyjunnar Thule er til í endursögnum frá fyrstu öldum eftir Krist. Rit Barry Cunliffe um leiðangur Pýþeasar.Penguin Gísli segir fræðimenn almennt á því að átt sé við Ísland og nefnir sérstaklega Barry Cunliffe, höfund bókarinnar „The Extraordinary Voyage of Pytheas the Greek“, þar sem frásögnin um Thule er krufin. „Það er alveg ótvíræð niðurstaða í þessu riti að það komi ekkert annað til greina heldur en Ísland í því. Það segir okkur að sjálfsögðu ekki að það hafi verið reglulegar ferðir hingað eða að hér hafi sest nokkur maður að. Það er allt annað ferli sem fer af stað miklu síðar.“ Viðtekin söguskoðun er að norrænir víkingar hafi fyrst kynnst Íslandi fyrir um 1.200 árum. Miðað við frásögn Pýþeasar var gríski sæfarinn hér á ferð um 1.200 árum á undan Ingólfi Arnarsyni. Vitneskjan um Ísland virðist þannig hafa verið til miklu lengur en margir hafa ímyndað sér. „Ég held að þessu hugmynd hafi verið mjög lengi á lofti, að Thule sé Ísland. Við erum kannski að einfalda um of ef við höldum að Ísland hafi „uppgötvast“ um 870. Það var alls ekki svo. Það var þekkt land löngu fyrr,“ segir Gísli Sigurðsson, rannsóknarprófessor við Árnastofnun. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá frétt frá árinu 2011 um elsta ritaða heiti í norrænum texta á þjóðinni sem byggði Ísland: Menning Handritasafn Árna Magnússonar Landnemarnir Grikkland Íslensk fræði Tengdar fréttir Telur elsta nafn Íslands vera Thymele og gríska sæfara hafa fundið landið Grískur fréttamiðill segir nýja vísbendingu um að það voru Grikkir sem fundu Ísland á fjórðu öld fyrir Krist og að eyjan hafi fyrst verið kennd við altari. Breskur málvísindamaður telur að fyrsta nafn Íslands, sem gríski sæfarinn Pýþeas er sagður hafa gefið landinu, hafi ekki verið Thule heldur Thymele, sem á forngrísku þýðir altari. 20. janúar 2021 23:23 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Sjá meira
Breskur prófessor hefur varpað fram þeirri tilgátu að fyrsta nafn Íslands hafi ekki verið Thule heldur hafi gríski sæfarinn Pýþeas gefið eyjunni nafnið Thymele, sem þýðir altari á forngrísku. Á Árnastofnun kaupir Gísli Sigurðsson ekki þessa kenningu. „Getur verið ágæt hugdetta og skemmtilegt viðfangsefni í einhverskonar skáldfræðum. En mjög erfitt að höndla það sem fræðilega hugmynd, finnst mér,“ segir Gísli í fréttum Stöðvar 2. Hugmynd Bretans breyti því engu um Íslandssöguna. „Þetta er svona meira í ætt við hugdettufræði þar sem manni dettur eitthvað skemmtilegt í hug til að skýra eitthvað torskilið.“ Sæfarinn Píþeas er sagður hafa siglt frá grísku nýlendunni Massalíu og fundið óbyggða eyju norðan Bretlands í kringum árið 325 fyrir Krist.Stöð 2/Landnemarnir. Upphaflegt rit Pýþeasar um siglingu hans frá Miðjarðarhafi og norður fyrir Bretland á fjórðu öld fyrir Krist er glatað en leiðarlýsing hans til eyjunnar Thule er til í endursögnum frá fyrstu öldum eftir Krist. Rit Barry Cunliffe um leiðangur Pýþeasar.Penguin Gísli segir fræðimenn almennt á því að átt sé við Ísland og nefnir sérstaklega Barry Cunliffe, höfund bókarinnar „The Extraordinary Voyage of Pytheas the Greek“, þar sem frásögnin um Thule er krufin. „Það er alveg ótvíræð niðurstaða í þessu riti að það komi ekkert annað til greina heldur en Ísland í því. Það segir okkur að sjálfsögðu ekki að það hafi verið reglulegar ferðir hingað eða að hér hafi sest nokkur maður að. Það er allt annað ferli sem fer af stað miklu síðar.“ Viðtekin söguskoðun er að norrænir víkingar hafi fyrst kynnst Íslandi fyrir um 1.200 árum. Miðað við frásögn Pýþeasar var gríski sæfarinn hér á ferð um 1.200 árum á undan Ingólfi Arnarsyni. Vitneskjan um Ísland virðist þannig hafa verið til miklu lengur en margir hafa ímyndað sér. „Ég held að þessu hugmynd hafi verið mjög lengi á lofti, að Thule sé Ísland. Við erum kannski að einfalda um of ef við höldum að Ísland hafi „uppgötvast“ um 870. Það var alls ekki svo. Það var þekkt land löngu fyrr,“ segir Gísli Sigurðsson, rannsóknarprófessor við Árnastofnun. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá frétt frá árinu 2011 um elsta ritaða heiti í norrænum texta á þjóðinni sem byggði Ísland:
Menning Handritasafn Árna Magnússonar Landnemarnir Grikkland Íslensk fræði Tengdar fréttir Telur elsta nafn Íslands vera Thymele og gríska sæfara hafa fundið landið Grískur fréttamiðill segir nýja vísbendingu um að það voru Grikkir sem fundu Ísland á fjórðu öld fyrir Krist og að eyjan hafi fyrst verið kennd við altari. Breskur málvísindamaður telur að fyrsta nafn Íslands, sem gríski sæfarinn Pýþeas er sagður hafa gefið landinu, hafi ekki verið Thule heldur Thymele, sem á forngrísku þýðir altari. 20. janúar 2021 23:23 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Sjá meira
Telur elsta nafn Íslands vera Thymele og gríska sæfara hafa fundið landið Grískur fréttamiðill segir nýja vísbendingu um að það voru Grikkir sem fundu Ísland á fjórðu öld fyrir Krist og að eyjan hafi fyrst verið kennd við altari. Breskur málvísindamaður telur að fyrsta nafn Íslands, sem gríski sæfarinn Pýþeas er sagður hafa gefið landinu, hafi ekki verið Thule heldur Thymele, sem á forngrísku þýðir altari. 20. janúar 2021 23:23