NBA dagsins: Boston bauð til sóknarveislu gegn Cleveland Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. janúar 2021 15:01 Jaylen Brown héldu engin bönd gegn Cleveland Cavaliers. getty/Maddie Meyer Eftir þrjú töp í röð vann Boston Celtics stórsigur á Cleveland Cavaliers, 141-103, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Eins og lokatölurnar gefa til kynna var sóknarleikur Boston-manna virkilega góður. Þeir hittu úr 55,9 prósent skota sinna í leiknum og helmingur þriggja stiga skota þeirra rötuðu rétta leið. Sex leikmenn Boston skoruðu ellefu stig eða meira í leiknum í nótt. Jaylen Brown var stigahæstur heimamanna með 33 stig þrátt fyrir að spila aðeins í nítján mínútur. Frá því skotklukkan var tekin upp timabilið 1954-55 hefur enginn leikmaður í NBA skorað jöfn mörg stig á jafn fáum mínútum og Brown í nótt. Jaylen Brown scored 33 points in fewer than 20 minutes played tonight. According to @EliasSports that's the most by any player in a game they played fewer than 20 minutes since 1954-55 (shot-clock era). pic.twitter.com/t1Fg0Pm79R— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) January 25, 2021 Brown hefur verið í stuði að undanförnu og skorað 25 stig eða meira í síðustu fjórum leikjum Boston. Hann er sjötti stigahæsti leikmaður NBA með 27,3 stig að meðaltali í leik. Aðalskorari Cleveland, Colin Sexton, fann sig ekki í leiknum í nótt, tók bara átta skot og skoraði aðeins þrettán stig. Andre Drummond, frákastahæsti leikmaður NBA, hafði einnig hægt um sig með ellefu stig og fimm fráköst. Fyrrverandi leikmaður Boston, Gordon Hayward, var hetja Charlotte Hornets þegar liðið sigraði Orlando Magic, 104-107. Hayward skoraði sigurkörfu Charlotte þegar 0,7 sekúndur voru eftir af leiknum. Hann skoraði alls 39 stig og tók níu fráköst. Los Angeles Clippers er óstöðvandi þessa dagana og vann sinn sjöunda leik í röð þegar liðið bar sigurorð af Oklahoma City Thunder, 108-100. Clippers er á toppi Vesturdeildarinnar. Allt það helsta úr ofannefndum leikjum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan sem og tíu flottustu tilþrif næturinnar. Klippa: NBA dagsins 25. janúar NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Sjá meira
Eins og lokatölurnar gefa til kynna var sóknarleikur Boston-manna virkilega góður. Þeir hittu úr 55,9 prósent skota sinna í leiknum og helmingur þriggja stiga skota þeirra rötuðu rétta leið. Sex leikmenn Boston skoruðu ellefu stig eða meira í leiknum í nótt. Jaylen Brown var stigahæstur heimamanna með 33 stig þrátt fyrir að spila aðeins í nítján mínútur. Frá því skotklukkan var tekin upp timabilið 1954-55 hefur enginn leikmaður í NBA skorað jöfn mörg stig á jafn fáum mínútum og Brown í nótt. Jaylen Brown scored 33 points in fewer than 20 minutes played tonight. According to @EliasSports that's the most by any player in a game they played fewer than 20 minutes since 1954-55 (shot-clock era). pic.twitter.com/t1Fg0Pm79R— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) January 25, 2021 Brown hefur verið í stuði að undanförnu og skorað 25 stig eða meira í síðustu fjórum leikjum Boston. Hann er sjötti stigahæsti leikmaður NBA með 27,3 stig að meðaltali í leik. Aðalskorari Cleveland, Colin Sexton, fann sig ekki í leiknum í nótt, tók bara átta skot og skoraði aðeins þrettán stig. Andre Drummond, frákastahæsti leikmaður NBA, hafði einnig hægt um sig með ellefu stig og fimm fráköst. Fyrrverandi leikmaður Boston, Gordon Hayward, var hetja Charlotte Hornets þegar liðið sigraði Orlando Magic, 104-107. Hayward skoraði sigurkörfu Charlotte þegar 0,7 sekúndur voru eftir af leiknum. Hann skoraði alls 39 stig og tók níu fráköst. Los Angeles Clippers er óstöðvandi þessa dagana og vann sinn sjöunda leik í röð þegar liðið bar sigurorð af Oklahoma City Thunder, 108-100. Clippers er á toppi Vesturdeildarinnar. Allt það helsta úr ofannefndum leikjum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan sem og tíu flottustu tilþrif næturinnar. Klippa: NBA dagsins 25. janúar NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Sjá meira