Tom Brady leiddi Tampa Bay Buccaneers til sigurs á Green Bay Packers, 31-26, í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar. Hann komst því í Super Bowl í fyrstu tilraun með nýja liðinu sínu. Tampa Bay Buccaneers hefur aðeins einu sinni unnið Super Bowl, fyrir nítján árum.
Þetta er í tíunda sinn sem Brady kemst í Super Bowl og hann á möguleika á að vinna sinn sjöunda meistaratitil.
Til að það gerist þarf Tampa Bay Buccaneers að vinna meistara Kansas City með Patrick Mahomes fremstan í flokki. Kansas City sigraði Buffalo Bills, 38-24, í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar í nótt.
Super Bowl fer fram á heimavelli Tampa Bay Buccaneers í Flórída, Raymond James vellinum, sunnudaginn 7. febrúar. Vegna kórónuveirufaraldursins verða aðeins 22 þúsund áhorfendur á leiknum.

NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.