Vettlingarnir frægu ekki til sölu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. janúar 2021 23:18 Bernie Sanders og vettlingarnir hans vöktu verðskuldaða athygli við innsetningarathöfnina. Getty/Drew Angerer Jen Ellis, kennarinn sem gerði vettlingana sem Bernie Sanders klæddist við innsetningarathöfn Joe Bidens, segir slíka vettlinga ekki vera til sölu. Sjálfur hefur Sanders reynt að nýta þessa óvæntu frægð myndarinnar af sér með vettlingana til góðs. Vettlingarnir hafa vakið verulega athygli og hafa netverjar gert sér gaman úr því að birta mynd af Sanders þar sem hann situr með krosslagðar hendur og fætur og í vettlingunum við hinar ótrúlegustu aðstæður með aðstoð myndvinnsluforrits. Í kjölfarið hafa margir sett sig í samband við Ellis og óskað eftir að kaupa eins vettlinga. Þeir sem vonuðust til að stela stílnum af Sanders verða þó væntanlega fyrir vonbrigðum en hún segist ekki hafa hug á að byrja að selja vettling eins og þá sem Sanders klæddist svo eftirminnilega við athöfnina. Vettlingana bjó Ellis til úr gömlum ullarpeysum og endurunnu plasti en Ellis er 42 ára grunnskólakennari sem býr í Essex Junction í Vermont, skammt frá Burlington þar sem Sanders var borgarstjóri á níunda áratug síðustu aldar. „Ég er ekki með neina vettlinga til sölu. Ég í rauninni geri þá ekki mikið lengur. Ég er upp með mér yfir því hversu margir vilja eignast þá en það er líka fullt af fólki á Etsy sem selja þá og vonandi mun fólk versla við það. En ég ætla ekki að hætta í dagvinnunni minni,“ sagði Ellis í samtali við Jewish Insider fyrr í vikunni en Guardian fjallar einnig um málið. I made Bernie s mittens as a gift a couple years ago. They are made from repurposed wool sweaters and lined with fleece (made from recycled plastic bottles). #BerniesMittens pic.twitter.com/lTXFJvVy9V— Jen Ellis (@vtawesomeness) January 21, 2020 Viðtökurnar hafi verið yfirþyrmandi. „Ég er kennari í öðrum bekk, og mamma og ég er mjög upptekin við það allt saman. Það er engin leið fyrir mig að búa til sex þúsund pör af vettlingum, og í hvert sinn sem ég opna tölvupóstinn minn þá hafa nokkur hundruð til viðbótar sent mér tölvupóst,“ segir Ellis. Henni þyki þó leiðinlegt að valda fólki vonbrigðum. „Vettlingarnir eru einstakir og það eru engir tvennir eins, og stundum í þessum heimi, þá bara getur þú ekki fengið allt sem þú vilt,“ sagði Ellis en vettlingana gaf hún Sanders að gjöf fyrir nokkrum árum síðan. Sjálfur hefur Sanders reynt að nýta þessa óvæntu frægð myndarinnar af sér með vettlingana til góðs. Þannig hefur hann látið prenta myndina á peysur og boli sem voru til sölu á netinu og allur ágóði látinn renna til góðgerðarverkefna á borð við Meals on Wheels, sem útvegar eldri borgurum sem hafa lítið á milli handanna mat. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Sanders í morgun eru flíkurnar uppseldar. Bandaríkin Tíska og hönnun Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Vettlingarnir hafa vakið verulega athygli og hafa netverjar gert sér gaman úr því að birta mynd af Sanders þar sem hann situr með krosslagðar hendur og fætur og í vettlingunum við hinar ótrúlegustu aðstæður með aðstoð myndvinnsluforrits. Í kjölfarið hafa margir sett sig í samband við Ellis og óskað eftir að kaupa eins vettlinga. Þeir sem vonuðust til að stela stílnum af Sanders verða þó væntanlega fyrir vonbrigðum en hún segist ekki hafa hug á að byrja að selja vettling eins og þá sem Sanders klæddist svo eftirminnilega við athöfnina. Vettlingana bjó Ellis til úr gömlum ullarpeysum og endurunnu plasti en Ellis er 42 ára grunnskólakennari sem býr í Essex Junction í Vermont, skammt frá Burlington þar sem Sanders var borgarstjóri á níunda áratug síðustu aldar. „Ég er ekki með neina vettlinga til sölu. Ég í rauninni geri þá ekki mikið lengur. Ég er upp með mér yfir því hversu margir vilja eignast þá en það er líka fullt af fólki á Etsy sem selja þá og vonandi mun fólk versla við það. En ég ætla ekki að hætta í dagvinnunni minni,“ sagði Ellis í samtali við Jewish Insider fyrr í vikunni en Guardian fjallar einnig um málið. I made Bernie s mittens as a gift a couple years ago. They are made from repurposed wool sweaters and lined with fleece (made from recycled plastic bottles). #BerniesMittens pic.twitter.com/lTXFJvVy9V— Jen Ellis (@vtawesomeness) January 21, 2020 Viðtökurnar hafi verið yfirþyrmandi. „Ég er kennari í öðrum bekk, og mamma og ég er mjög upptekin við það allt saman. Það er engin leið fyrir mig að búa til sex þúsund pör af vettlingum, og í hvert sinn sem ég opna tölvupóstinn minn þá hafa nokkur hundruð til viðbótar sent mér tölvupóst,“ segir Ellis. Henni þyki þó leiðinlegt að valda fólki vonbrigðum. „Vettlingarnir eru einstakir og það eru engir tvennir eins, og stundum í þessum heimi, þá bara getur þú ekki fengið allt sem þú vilt,“ sagði Ellis en vettlingana gaf hún Sanders að gjöf fyrir nokkrum árum síðan. Sjálfur hefur Sanders reynt að nýta þessa óvæntu frægð myndarinnar af sér með vettlingana til góðs. Þannig hefur hann látið prenta myndina á peysur og boli sem voru til sölu á netinu og allur ágóði látinn renna til góðgerðarverkefna á borð við Meals on Wheels, sem útvegar eldri borgurum sem hafa lítið á milli handanna mat. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Sanders í morgun eru flíkurnar uppseldar.
Bandaríkin Tíska og hönnun Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira