„Mjög stoltur að KSÍ hafi leitað til mín“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. janúar 2021 20:31 Rætt var við Davíð Snorra í Sportpakka Stöðvar í kvöld. Viðtalið má finna í heild sinni neðst í fréttinni. Stöð 2 Sport Davíð Snorri Jónasson er nýr þjálfari U21 landslið Íslands í knattspyrnu. Hann er mjög spenntur fyrir komandi verkefni og stoltur af því að KSÍ hafi leitað til hans. „Það leggst frábærlega í mig. Stórt verkefni og mjög gott fyrir mig að komast í þetta starf. Ég er mjög stoltur að KSÍ hafi leitað til mín. Síðasta skrefið í þessum landsliðsstiga er að komast úr U21 í A-landsliðið, þannig að verðugt verkefni sem verður gaman að takast á við,“ sagði Davíð Snorri aðspurður hvernig nýtt starf innan KSÍ legðist í hann. Davíð Snorri hefur þjálfað U17 og U19 landsliðs Ísland. Er starf þjálfara U21 meira krefjandi en það sem hann var í áður? „Þetta er allt krefjandi að því leyti að þú þarft að reyna finna út hverjir eru okkar bestu leikmenn og þú þarft að hugsa vel um þá leikmenn. Hvort sem það er U17, U19 eða U21, þannig þetta er alltaf krefjandi. Svo er U21 þetta síðasta skref fyrir leikmanninn að komast í A-landsliðið, og líklega stærsta skrefið. Þannig við sem þjálfarar þurfum að hjálpa leikmanninum bæði í sínum ferli og að vera tilbúinn í A-landsliðið.“ Davíð Snorri var spurður út í aðdragandann þar sem hann er tilkynntur frekar seint ef miða má við næsta verkefni hjá U21 landsliði Íslands. „Þetta er búið að taka smá tíma, aðallega út af formsatriðum innanhúss. Það var haft samband við mig rétt fyrir jól þegar búið var að tilkynna A-landsliðsþjálfara og staðan var laus. Þau báðu mig um að taka við liðinu, ég hugsaði mig um og við áttum gott spjall milli jóla og nýárs. Síðan hafa þetta verið formsatriði sem hefur þurft að klára innanhúss sem sneri ekki beint að mér en þetta er leyst og tilkynnt.“ „Mín vinna núna – og undanfarnar vikur – er að skoða hvað liðið er búið að vera gera. Skoða tölfræði, skoða leikina svo ég fái ákveðna hugmynd. Nú þegar það er búið að tilkynna þetta mun ég fara á fullt að tala við starfsfólkið og tala við leikmennina þannig við verðum mjög vel undirbúnir þegar við mætum,“ sagði þjálfarinn um undirbúninginn fyrir lokakeppni EM þar sem Ísland mætir Rússlandi, Danmörku og Frakklandi. „Aðstæður leikmanna geta breyst milli verkefni rosalega mikið svo við þurfum að skoða það. Nú vona ég bara að allir leikmennirnir sem eru á þessum stóra lista hjá okkur muni æfa vel, haldast heilir og spila eins margar mínútur og hægt er fram í mars til að gera valið fyrir mig erfitt,“ var svarið er spurt var út í hvort við myndum sjá ný andlit í komandi verkefni hjá U21 landsliðinu. „Listinn er ekki langur, hann er nokkuð hnitmiðaður en við munum leggjast yfir það í rólegheitunum að finna aðstoðarmann þannig það verður einhver við hliðina á mér í fyrsta leik,“ sagði Davíð Snorri að lokum og brosti. Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni. Klippa: Viðtal: Davíð Snorri er nýr þjálfari U21 landslið Íslands Fótbolti KSÍ Sportpakkinn Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Fleiri fréttir Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Sjá meira
„Það leggst frábærlega í mig. Stórt verkefni og mjög gott fyrir mig að komast í þetta starf. Ég er mjög stoltur að KSÍ hafi leitað til mín. Síðasta skrefið í þessum landsliðsstiga er að komast úr U21 í A-landsliðið, þannig að verðugt verkefni sem verður gaman að takast á við,“ sagði Davíð Snorri aðspurður hvernig nýtt starf innan KSÍ legðist í hann. Davíð Snorri hefur þjálfað U17 og U19 landsliðs Ísland. Er starf þjálfara U21 meira krefjandi en það sem hann var í áður? „Þetta er allt krefjandi að því leyti að þú þarft að reyna finna út hverjir eru okkar bestu leikmenn og þú þarft að hugsa vel um þá leikmenn. Hvort sem það er U17, U19 eða U21, þannig þetta er alltaf krefjandi. Svo er U21 þetta síðasta skref fyrir leikmanninn að komast í A-landsliðið, og líklega stærsta skrefið. Þannig við sem þjálfarar þurfum að hjálpa leikmanninum bæði í sínum ferli og að vera tilbúinn í A-landsliðið.“ Davíð Snorri var spurður út í aðdragandann þar sem hann er tilkynntur frekar seint ef miða má við næsta verkefni hjá U21 landsliði Íslands. „Þetta er búið að taka smá tíma, aðallega út af formsatriðum innanhúss. Það var haft samband við mig rétt fyrir jól þegar búið var að tilkynna A-landsliðsþjálfara og staðan var laus. Þau báðu mig um að taka við liðinu, ég hugsaði mig um og við áttum gott spjall milli jóla og nýárs. Síðan hafa þetta verið formsatriði sem hefur þurft að klára innanhúss sem sneri ekki beint að mér en þetta er leyst og tilkynnt.“ „Mín vinna núna – og undanfarnar vikur – er að skoða hvað liðið er búið að vera gera. Skoða tölfræði, skoða leikina svo ég fái ákveðna hugmynd. Nú þegar það er búið að tilkynna þetta mun ég fara á fullt að tala við starfsfólkið og tala við leikmennina þannig við verðum mjög vel undirbúnir þegar við mætum,“ sagði þjálfarinn um undirbúninginn fyrir lokakeppni EM þar sem Ísland mætir Rússlandi, Danmörku og Frakklandi. „Aðstæður leikmanna geta breyst milli verkefni rosalega mikið svo við þurfum að skoða það. Nú vona ég bara að allir leikmennirnir sem eru á þessum stóra lista hjá okkur muni æfa vel, haldast heilir og spila eins margar mínútur og hægt er fram í mars til að gera valið fyrir mig erfitt,“ var svarið er spurt var út í hvort við myndum sjá ný andlit í komandi verkefni hjá U21 landsliðinu. „Listinn er ekki langur, hann er nokkuð hnitmiðaður en við munum leggjast yfir það í rólegheitunum að finna aðstoðarmann þannig það verður einhver við hliðina á mér í fyrsta leik,“ sagði Davíð Snorri að lokum og brosti. Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni. Klippa: Viðtal: Davíð Snorri er nýr þjálfari U21 landslið Íslands
Fótbolti KSÍ Sportpakkinn Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Fleiri fréttir Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Sjá meira