Meistararnir ríða á vaðið um mikla bikarhelgi Sindri Sverrisson skrifar 23. janúar 2021 10:00 Arsenal er handhafi bikarmeistaratitilsins og freistar þess að komast áfram í 16-liða úrslit í hádeginu. Getty/Adam Davy Þó að risaleikur Manchester United og Liverpool á morgun standi upp úr er fullt af öðrum athyglisverðum leikjum í 4. umferð ensku bikarkeppninnar í fótbolta nú um helgina. Bikarveislan hefst á úrvalsdeildarslag þegar Southampton tekur á móti ríkjandi bikarmeisturum Arsenal sem hafa verið að rétta úr kútnum eftir erfiða tíma fyrir áramót. Leikið er til þrautar í öllum bikarleikjum í vetur, í stað þess að jafntefli þýði að liðin mætist öðru sinni, og því má búast við framlengingum og vítaspyrnukeppnum. Í húfi er sæti í 16-liða úrslitum. Bikarleikir á íþróttarásum Stöðvar 2 um helgina Laugardagur: 12.15 Southampton - Arsenal (Stöð 2 Sport 2) 15.00 West Ham - Doncaster (Stöð 2 Sport 2) 17.30 Cheltenham - Man. City (Stöð 2 Sport 2) Sunnudagur: 12.00 Chelsea - Luton (Stöð 2 Sport 2) 14.30 Fulham - Burnley (Stöð 2 Sport 2) 17.00 Man. Utd - Liverpool (Stöð 2 Sport 2) 20.00 Everton - Sheffield Wednesday (Stöð 2 Sport 4) Lið úr fjórum deildum eru enn með í keppninni, þar á meðal D-deildarlið Cheltenham sem tekur í dag á móti heitasta liði Englands þessa dagana, Manchester City. Heimavöllur Cheltenham lætur ekki mikið yfir sér, tekur aðeins rúmlega 7.000 manns í sæti, en þar sem að áhorfendabann þá skiptir það svo sem minna máli. Fjögur Íslendingalið enn með Hitt D-deildarliðið í keppninni er Crawley Town, sem sló út Leeds með eftirminnilegum hætti í síðustu umferð, en Crawley sækir Bournemouth heim á þriðjudagskvöld. Frank Lampard er farinn að agnúast opinberlega út í fjölmiðlamenn fyrir neikvæða umfjöllun og má ekki við því að Chelsea misstígi sig gegn Luton á morgun. Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson verða væntanlega á ferðinni með Everton og Burnley. Everton tekur á móti Sheffield Wednesday annað kvöld en Burnley sækir Fulham heim í úrvalsdeildarslag kl. 14.30 á morgun. Jón Daði Böðvarsson og félagar í Millwall mæta öðru liði úr næstefstu dield, Bristol City, í dag kl. 15. Blackpool, lið Daníels Leós Grétarssonar, sem leikur í C-deild sækir úrvalsdeildarlið Brighton heim á sama tíma. Enski boltinn Mest lesið „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Handbolti „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Íslenski boltinn Uppgjör: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Körfubolti Willum býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Lýsir því af hverju fóturinn var tekinn af Körfubolti Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Fótbolti Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Enski boltinn Hjörvar valdi uppáhalds seríurnar sínar Körfubolti Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Enski boltinn Uppselt á leik Íslands í Kósovó annað kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Fullorðnir menn grétu á Ölveri Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham United nálgast efri hlutann Sjötíu ára titlaþurrð á enda Merino aftur hetja Arsenal Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Sjá meira
Bikarveislan hefst á úrvalsdeildarslag þegar Southampton tekur á móti ríkjandi bikarmeisturum Arsenal sem hafa verið að rétta úr kútnum eftir erfiða tíma fyrir áramót. Leikið er til þrautar í öllum bikarleikjum í vetur, í stað þess að jafntefli þýði að liðin mætist öðru sinni, og því má búast við framlengingum og vítaspyrnukeppnum. Í húfi er sæti í 16-liða úrslitum. Bikarleikir á íþróttarásum Stöðvar 2 um helgina Laugardagur: 12.15 Southampton - Arsenal (Stöð 2 Sport 2) 15.00 West Ham - Doncaster (Stöð 2 Sport 2) 17.30 Cheltenham - Man. City (Stöð 2 Sport 2) Sunnudagur: 12.00 Chelsea - Luton (Stöð 2 Sport 2) 14.30 Fulham - Burnley (Stöð 2 Sport 2) 17.00 Man. Utd - Liverpool (Stöð 2 Sport 2) 20.00 Everton - Sheffield Wednesday (Stöð 2 Sport 4) Lið úr fjórum deildum eru enn með í keppninni, þar á meðal D-deildarlið Cheltenham sem tekur í dag á móti heitasta liði Englands þessa dagana, Manchester City. Heimavöllur Cheltenham lætur ekki mikið yfir sér, tekur aðeins rúmlega 7.000 manns í sæti, en þar sem að áhorfendabann þá skiptir það svo sem minna máli. Fjögur Íslendingalið enn með Hitt D-deildarliðið í keppninni er Crawley Town, sem sló út Leeds með eftirminnilegum hætti í síðustu umferð, en Crawley sækir Bournemouth heim á þriðjudagskvöld. Frank Lampard er farinn að agnúast opinberlega út í fjölmiðlamenn fyrir neikvæða umfjöllun og má ekki við því að Chelsea misstígi sig gegn Luton á morgun. Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson verða væntanlega á ferðinni með Everton og Burnley. Everton tekur á móti Sheffield Wednesday annað kvöld en Burnley sækir Fulham heim í úrvalsdeildarslag kl. 14.30 á morgun. Jón Daði Böðvarsson og félagar í Millwall mæta öðru liði úr næstefstu dield, Bristol City, í dag kl. 15. Blackpool, lið Daníels Leós Grétarssonar, sem leikur í C-deild sækir úrvalsdeildarlið Brighton heim á sama tíma.
Bikarleikir á íþróttarásum Stöðvar 2 um helgina Laugardagur: 12.15 Southampton - Arsenal (Stöð 2 Sport 2) 15.00 West Ham - Doncaster (Stöð 2 Sport 2) 17.30 Cheltenham - Man. City (Stöð 2 Sport 2) Sunnudagur: 12.00 Chelsea - Luton (Stöð 2 Sport 2) 14.30 Fulham - Burnley (Stöð 2 Sport 2) 17.00 Man. Utd - Liverpool (Stöð 2 Sport 2) 20.00 Everton - Sheffield Wednesday (Stöð 2 Sport 4)
Enski boltinn Mest lesið „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Handbolti „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Íslenski boltinn Uppgjör: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Körfubolti Willum býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Lýsir því af hverju fóturinn var tekinn af Körfubolti Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Fótbolti Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Enski boltinn Hjörvar valdi uppáhalds seríurnar sínar Körfubolti Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Enski boltinn Uppselt á leik Íslands í Kósovó annað kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Fullorðnir menn grétu á Ölveri Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham United nálgast efri hlutann Sjötíu ára titlaþurrð á enda Merino aftur hetja Arsenal Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Sjá meira