Er Pogba bara að auglýsa sig? Sindri Sverrisson skrifar 22. janúar 2021 16:01 Paul Pogba hóf meistaraflokksferil sinn með Manchester United, var hjá Juventus árin 2012-2016 en kom svo aftur til United. Getty/Clive Rose „Er hann að auglýsa sig eða ætlar hann að vera í United í framtíðinni? Ég held að það sé það fyrra,“ sagði Rikki G um Paul Pogba sem blómstrað hefur í liði Manchester United í síðustu leikjum. Pogba skoraði sigurmark United gegn Fulham á miðvikudagskvöld þegar United styrkti stöðu sína á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Pogba hefur verið afar umdeildur hjá stuðningsmönnum félagsins og var til umræðu í hlaðvarpsþættinum Sportið í dag hér á Vísi. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan. „Hann er keyptur til United fyrir um 90 milljónir punda 2016. Nánast allir United-stuðningsmenn búnir að láta hann fara í taugarnar á sér, hann sé ekki að leggja sig fram, endalaust að gaspra í fjölmiðlum og umboðsmaðurinn hans að segja að hann vilji komast í burtu. En í síðustu sex leikjum held ég að Paul Pogba sé búinn að vera besti leikmaður deildarinnar,“ sagði Rikki, sem hallast að því að Pogba vilji komast í annað stórlið. „Fólk spyr: „Af hverju akkúrat núna? Af hverju er hann byrjaður að bera liðið á herðum sér núna?“ Ég velti fyrir mér hvort hann sé að auglýsa sig. Vill hann fá gott tilboð á borðið næsta sumar frá Spáni eða einhvers staðar frá? Sýna að hann sé þessi leikmaður. Eða breyttist bera hugarfarið, af því að United gengur vel? Af því að hann langar að taka þátt í því og vera stjarna líka. Bruno Fernandes er búinn að sýna að hann getur borið liðið sjálfur og Pogba segir: „Ég get þetta líka“,“ sagði Rikki sem telur líklegra en ekki að Pogba fari frá United næsta sumar. Solskjær ekki háður Pogba? Henry Birgir Gunnarsson spurði hvort ekki væri slæm staða fyrir United að vera háð duttlungum Pogba – hvort hann nenni að leggja sig fram. Kjartan Atli Kjartansson sagði að sú staða væri breytt, undir stjórn Ole Gunnar Solskjær. United væri ekki háð Pogba og gæti alveg geymt hann á bekknum þegar það ætti við. Þeir Kjartan og Rikki voru hjartanlega sammála um að best væri fyrir United að hafa Pogba áfram. „Líka þegar það er alltaf hætta á því að hann sprengi allt upp?“ spurði Henry. „Já, ef þú ert búinn að búa þannig um hnútana að þú sért ekki háður honum, eins og mér finnst Solskjær hafa gert. Hann á Donny van de Beek líka inni, þó hann spili ekki alveg sömu stöðu. Það yrði ekki skellur fyrir United ef Pogba fer en frábært ef hann verður áfram,“ sagði Kjartan. Hægt er að hlusta á Sportið í dag hér að neðan og umræðan um Pogba hefst eftir 19 mínútur og 50 sekúndur. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. Enski boltinn Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Í beinni: Atlético Madrid - Real Madrid | Stríðsmennirnir hans Simeone í vígahug Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Fleiri fréttir Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Sjá meira
Pogba skoraði sigurmark United gegn Fulham á miðvikudagskvöld þegar United styrkti stöðu sína á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Pogba hefur verið afar umdeildur hjá stuðningsmönnum félagsins og var til umræðu í hlaðvarpsþættinum Sportið í dag hér á Vísi. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan. „Hann er keyptur til United fyrir um 90 milljónir punda 2016. Nánast allir United-stuðningsmenn búnir að láta hann fara í taugarnar á sér, hann sé ekki að leggja sig fram, endalaust að gaspra í fjölmiðlum og umboðsmaðurinn hans að segja að hann vilji komast í burtu. En í síðustu sex leikjum held ég að Paul Pogba sé búinn að vera besti leikmaður deildarinnar,“ sagði Rikki, sem hallast að því að Pogba vilji komast í annað stórlið. „Fólk spyr: „Af hverju akkúrat núna? Af hverju er hann byrjaður að bera liðið á herðum sér núna?“ Ég velti fyrir mér hvort hann sé að auglýsa sig. Vill hann fá gott tilboð á borðið næsta sumar frá Spáni eða einhvers staðar frá? Sýna að hann sé þessi leikmaður. Eða breyttist bera hugarfarið, af því að United gengur vel? Af því að hann langar að taka þátt í því og vera stjarna líka. Bruno Fernandes er búinn að sýna að hann getur borið liðið sjálfur og Pogba segir: „Ég get þetta líka“,“ sagði Rikki sem telur líklegra en ekki að Pogba fari frá United næsta sumar. Solskjær ekki háður Pogba? Henry Birgir Gunnarsson spurði hvort ekki væri slæm staða fyrir United að vera háð duttlungum Pogba – hvort hann nenni að leggja sig fram. Kjartan Atli Kjartansson sagði að sú staða væri breytt, undir stjórn Ole Gunnar Solskjær. United væri ekki háð Pogba og gæti alveg geymt hann á bekknum þegar það ætti við. Þeir Kjartan og Rikki voru hjartanlega sammála um að best væri fyrir United að hafa Pogba áfram. „Líka þegar það er alltaf hætta á því að hann sprengi allt upp?“ spurði Henry. „Já, ef þú ert búinn að búa þannig um hnútana að þú sért ekki háður honum, eins og mér finnst Solskjær hafa gert. Hann á Donny van de Beek líka inni, þó hann spili ekki alveg sömu stöðu. Það yrði ekki skellur fyrir United ef Pogba fer en frábært ef hann verður áfram,“ sagði Kjartan. Hægt er að hlusta á Sportið í dag hér að neðan og umræðan um Pogba hefst eftir 19 mínútur og 50 sekúndur. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Enski boltinn Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Í beinni: Atlético Madrid - Real Madrid | Stríðsmennirnir hans Simeone í vígahug Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Fleiri fréttir Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Sjá meira
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti