Lífið

Rafn Franklín notar allskyns trix til að sofa betur

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rafn Franklín hefur kynnt sér svefn í nokkur ár. 
Rafn Franklín hefur kynnt sér svefn í nokkur ár. 

Rafn Franklín Johnson Hrafnsson þjálfari og heilsuráðgjafi hefur slegið í gegn með tilraunir á notkun á tækjum til að bæta heilsuna.

Hann teipar á sér munninn til að hjálpa við svefnvandamál. Notar mp3 spilara með ljósum til að lýsa inn í heila til að slá á skammdegisþunglyndi og notar einnig einföld nýtísku mælingatæki til að fylgjast með heilsunni.

Vala Matt hitti Rafn í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi og fór hann yfir nokkur tæki sem hann notar til að bæta svefninn.

Rafn var einnig að gefa út heilsubókina Borðum betur þar sem hann er meðal annars mjög gagnrýninn og djarfur og þar talar hann einnig um það hvernig við þurfum að skoða hvað kynslóðirnar á undan okkur borðuðu. Í bókinni fer hann einnig yfir hvað sé hollt og óhollt í nútímafæði.

Hér að neðan má sjá brot úr þættinum í gær.

Klippa: Rafn Franklín notar allskyns trix til að sofa betur





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.