Hætti hjá Fjölni eftir að þjálfarinn sagði henni að halda kjafti Sindri Sverrisson skrifar 21. janúar 2021 12:00 Halldór Karl Þórson ræðir við leikmenn í leiknum örlagaríka gegn Haukum. Ariana Moorer situr á stól sem dreginn hefur verið fjær þjálfaranum. Facebook/@fjolnirkarfa Leiðir skildi með Fjölni og bandarísku körfuknattleikskonunni Ariönu Moorer á dögunum eftir deilur sem náðu hámarki þegar að þjálfari Fjölnis, Halldór Karl Þórsson, sagði henni að „halda kjafti“ í fyrsta leik liðsins á árinu. Fjölnir mætti Haukum á heimavelli 13. janúar í fyrsta leik eftir hléið langa í Dominos-deildinni vegna kórónuveirufaraldursins. Moorer strunsaði inn í klefa í miðjum þriðja leikhluta eftir að þeim Halldóri Karli sinnaðist, en staðan var þá 37-31 Haukum í vil. Haukar unnu svo leikinn 70-54. Halldór Karl segir í viðtali við Karfan.is að þó að Moorer sé „algjörlega toppstelpa“ þá hafi andrúmsloftið verið orðið þungt í kringum hana. Aðdragandinn að því að hann lét hin þungu orð falla hafi verið langur: „Hápunkturinn á þessu veseni, ef svo má kalla, var í leik hérna. Okkar „gameplan“ var lagt upp og hún, eða ekki bara hún heldur allir, voru ekki að fylgja því. Svo kom „moment“ þarna þar sem öll virðing [Moorer] fyrir leiknum, dómurum, mér og liðsfélögum var farin,“ sagði Halldór Karl við Karfan.is. Talaði um að liðsfélagarnir væru latir „Hún var að tala um að liðsfélagarnir væru orðnir eitthvað latir og hún þyrfti að ná í boltann. Ég ætlaði að reyna að tala við hana og hún gaf mér ekki kost á því, og þá átti ég þessi orð að hún ætti að halda kjafti, eða á ensku „shut the fuck up“. Auðvitað segi ég það náttúrulega ekki í daglegum samskiptum við fólk en í hita leiksins þá kom þetta út. Ég þarf að hafa ákveðna línu sem má ekki fara yfir og hún fór dálítið yfir hana,“ sagði Halldór Karl og bætti við: „Hún brást mjög illa við, fór héðan út og skildi liðið sitt eftir, sem við vorum ekki mjög sátt með. Hún vildi svo ekki ræða þetta á neinn hátt og þá var ekki hægt að halda áfram. Það er bara svoleiðis og ég óska Ari alls hins besta.“ „Eitthvað sem ætti ekki að segja við leikmann“ Þetta sagði Halldór Karl í viðtali í gærkvöld en fyrr í gær birtist viðtal við Moorer á Karfan.is þar sem hún sagði sína hlið á málinu: „Ég var á bekknum og ég gat séð að Halldór var æstur, sem var skiljanlegt því við vorum að tapa. Hann gengur að mér og segir „með tvo leikmenn á þér ættir þú að geta náð boltanum“. Ég benti á að við værum með fleiri bakverði sem gætu hjálpað, og þetta voru bara svona eðlilegar samræður,“ sagði Moorer þegar hún rifjaði upp atvikið sem gerði útslagið varðandi framtíð hennar hjá Fjölni. Hún vildi ekki fara út í hvað Halldór Karl hefði nákvæmlega sagt: „Það sem hann sagði er eitthvað sem ætti ekki að segja við leikmann. Þetta var ástæðulaust. Við vorum bara að tala saman, ekkert rifrildi. Ég veit að ég gerði rétt með því að fara inn í búningsklefa því að þetta gerði mig reiða, en ég er fagmaður og það hefði ekki verið rétt að svara honum í sömu mynt ef við vorum bæði orðin reið. Ég fór því úr þessum aðstæðum sem ég tel að hafi verið hárrétt,“ sagði Moorer. Moorer, sem varð Íslandsmeistari með Keflavík fyrir fjórum árum, er nú í leit að nýju félagi. „Með því að halda áfram hjá félaginu hefði ég opnað á þann möguleika að þetta gæti gerst aftur,“ sagði hún við Karfan.is. Dominos-deild kvenna Fjölnir Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Sjá meira
Fjölnir mætti Haukum á heimavelli 13. janúar í fyrsta leik eftir hléið langa í Dominos-deildinni vegna kórónuveirufaraldursins. Moorer strunsaði inn í klefa í miðjum þriðja leikhluta eftir að þeim Halldóri Karli sinnaðist, en staðan var þá 37-31 Haukum í vil. Haukar unnu svo leikinn 70-54. Halldór Karl segir í viðtali við Karfan.is að þó að Moorer sé „algjörlega toppstelpa“ þá hafi andrúmsloftið verið orðið þungt í kringum hana. Aðdragandinn að því að hann lét hin þungu orð falla hafi verið langur: „Hápunkturinn á þessu veseni, ef svo má kalla, var í leik hérna. Okkar „gameplan“ var lagt upp og hún, eða ekki bara hún heldur allir, voru ekki að fylgja því. Svo kom „moment“ þarna þar sem öll virðing [Moorer] fyrir leiknum, dómurum, mér og liðsfélögum var farin,“ sagði Halldór Karl við Karfan.is. Talaði um að liðsfélagarnir væru latir „Hún var að tala um að liðsfélagarnir væru orðnir eitthvað latir og hún þyrfti að ná í boltann. Ég ætlaði að reyna að tala við hana og hún gaf mér ekki kost á því, og þá átti ég þessi orð að hún ætti að halda kjafti, eða á ensku „shut the fuck up“. Auðvitað segi ég það náttúrulega ekki í daglegum samskiptum við fólk en í hita leiksins þá kom þetta út. Ég þarf að hafa ákveðna línu sem má ekki fara yfir og hún fór dálítið yfir hana,“ sagði Halldór Karl og bætti við: „Hún brást mjög illa við, fór héðan út og skildi liðið sitt eftir, sem við vorum ekki mjög sátt með. Hún vildi svo ekki ræða þetta á neinn hátt og þá var ekki hægt að halda áfram. Það er bara svoleiðis og ég óska Ari alls hins besta.“ „Eitthvað sem ætti ekki að segja við leikmann“ Þetta sagði Halldór Karl í viðtali í gærkvöld en fyrr í gær birtist viðtal við Moorer á Karfan.is þar sem hún sagði sína hlið á málinu: „Ég var á bekknum og ég gat séð að Halldór var æstur, sem var skiljanlegt því við vorum að tapa. Hann gengur að mér og segir „með tvo leikmenn á þér ættir þú að geta náð boltanum“. Ég benti á að við værum með fleiri bakverði sem gætu hjálpað, og þetta voru bara svona eðlilegar samræður,“ sagði Moorer þegar hún rifjaði upp atvikið sem gerði útslagið varðandi framtíð hennar hjá Fjölni. Hún vildi ekki fara út í hvað Halldór Karl hefði nákvæmlega sagt: „Það sem hann sagði er eitthvað sem ætti ekki að segja við leikmann. Þetta var ástæðulaust. Við vorum bara að tala saman, ekkert rifrildi. Ég veit að ég gerði rétt með því að fara inn í búningsklefa því að þetta gerði mig reiða, en ég er fagmaður og það hefði ekki verið rétt að svara honum í sömu mynt ef við vorum bæði orðin reið. Ég fór því úr þessum aðstæðum sem ég tel að hafi verið hárrétt,“ sagði Moorer. Moorer, sem varð Íslandsmeistari með Keflavík fyrir fjórum árum, er nú í leit að nýju félagi. „Með því að halda áfram hjá félaginu hefði ég opnað á þann möguleika að þetta gæti gerst aftur,“ sagði hún við Karfan.is.
Dominos-deild kvenna Fjölnir Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Sjá meira