„Grét og fann þessa höfnunartilfinningu aftur“ Stefán Árni Pálsson skrifar 21. janúar 2021 11:31 Foreldrar Jonathan Lancaster yfirgáfu hann við fæðingu. Jonathan Lancaster fæddist 31. ágúst árið 1984. Hann kom í heiminn með mikinn fæðingargalla og segir í ættleiðingarskjölum hans að foreldrar hans hafi fengið sjokk þegar þau sáu hann og náðu aldrei að mynda nein tengsl við hann. Lancaster segir sögu sína í þættinum Minutes With sem birtist reglulega á Facebook. „Foreldrar hans yfirgáfu spítalann 36 klukkustundum eftir að hann fæddist og skyldu barnið eftir,“ segir í ættleiðingarskýrslu Lancaster. „Ég hef gengið í gegnum tímabil í mínu lífi þar sem ég hef verið ótrúlega reiður. Ég fæddist án kinnbeina og það er ástæðan fyrir því af hverju augun á mér líta svona út. Ég fæddist með gölluð eyru og eru þau í raun ekki heil og ég kalla eyrun mín Bart Simpson eyrun,“ segir Jonathan Lancaster. Þegar hann var fimm ára, 18. maí árið 1990 var hann ættleiddur af konu sem heitir Jean. „Hún var ótrúleg og skoraðist aldrei undan að taka erfið samtöl við mig um útlit mitt og blóðforeldra. Hún gaf mér ótrúlegan grunn og ást til að fá að lifa.“ Hann reyndi að hafa samband við blóðforeldra sína þegar hann var 25 ára. „Mér hefur alltaf langað að spyrja þau spurninga og spyrja af hverju þau fóru. Svo þegar mér leið sem verst langaði mig að særa þau eins og mikið og mér hefur liðið illa. Mig langaði að hitta þau og segja þeim að það væri allt í lagi með mig. Við sendum þeim bréf og viku seinna fengum við svar til baka þar sem kom fram að þau vildu ekkert með mig hafa. Ég grét og fann þessa höfnunartilfinningu aftur.“ Hann segist hafa þurft að bera virðingu fyrir þeirra ákvörðun og er samt sem áður þakklátur að það hafi verið þau sem gáfu honum líf. „Ég er hamingjusamur og mér líður vel og ég er heilbrigður og ég vona að þið séuð það líka,“ segir Lancaster og vill koma þeim skilaboðum áfram til blóðforeldra sinna. Myndbandið hefur vakið mikla athygli á Facebook og hafa milljónir horft. Hér að neðan má sjá viðtalið við Jonathan í fullri lengd: Bretland Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Fleiri fréttir Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Sjá meira
„Foreldrar hans yfirgáfu spítalann 36 klukkustundum eftir að hann fæddist og skyldu barnið eftir,“ segir í ættleiðingarskýrslu Lancaster. „Ég hef gengið í gegnum tímabil í mínu lífi þar sem ég hef verið ótrúlega reiður. Ég fæddist án kinnbeina og það er ástæðan fyrir því af hverju augun á mér líta svona út. Ég fæddist með gölluð eyru og eru þau í raun ekki heil og ég kalla eyrun mín Bart Simpson eyrun,“ segir Jonathan Lancaster. Þegar hann var fimm ára, 18. maí árið 1990 var hann ættleiddur af konu sem heitir Jean. „Hún var ótrúleg og skoraðist aldrei undan að taka erfið samtöl við mig um útlit mitt og blóðforeldra. Hún gaf mér ótrúlegan grunn og ást til að fá að lifa.“ Hann reyndi að hafa samband við blóðforeldra sína þegar hann var 25 ára. „Mér hefur alltaf langað að spyrja þau spurninga og spyrja af hverju þau fóru. Svo þegar mér leið sem verst langaði mig að særa þau eins og mikið og mér hefur liðið illa. Mig langaði að hitta þau og segja þeim að það væri allt í lagi með mig. Við sendum þeim bréf og viku seinna fengum við svar til baka þar sem kom fram að þau vildu ekkert með mig hafa. Ég grét og fann þessa höfnunartilfinningu aftur.“ Hann segist hafa þurft að bera virðingu fyrir þeirra ákvörðun og er samt sem áður þakklátur að það hafi verið þau sem gáfu honum líf. „Ég er hamingjusamur og mér líður vel og ég er heilbrigður og ég vona að þið séuð það líka,“ segir Lancaster og vill koma þeim skilaboðum áfram til blóðforeldra sinna. Myndbandið hefur vakið mikla athygli á Facebook og hafa milljónir horft. Hér að neðan má sjá viðtalið við Jonathan í fullri lengd:
Bretland Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Fleiri fréttir Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Sjá meira