Segir að það sé mikill munur á því að vera liðsfélagi Ronaldo eða Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. janúar 2021 11:01 Lionel Messi og Cristiano Ronaldo í leik Barcelona og Juventus í Meistaradeildinni fyrr í vetur. Getty/David Ramos Brasilíumaðurinn Arthur er einn af þeim sem þekkir það að spila við hlið bæði Lionel Mess og Cristiano Ronaldo. Hann segist núna hafa breytt um skoðun á því hvor sé betri. Arthur fór á milli Barcelona og Juventus í sumar. Hann hafði spilað við hlið Lionel Messi hjá Barcelona í tvö tímabil en er nú búinn með hálft tímabil við hlið Cristiano Ronaldo hjá Juventus. Arthur er auðvitað ekki sá fyrsti sem þekkir það á eigin skinni að spila með Messi og Ronaldo en hann var tilbúinn að útskýra muninn á þeim í viðtali við Desimpedidos. „Cristiano Ronaldo tjáir sig meira en Messi og hann er í góðu sambandi við alla í búningsklefanum,“ sagði Arthur. "Cristiano Ronaldo expresses himself more than Messi and he gets on with everyone in the dressing room" https://t.co/RfJ6kWYkU4— SPORTbible (@sportbible) January 21, 2021 „Hann er mjög virkur í klefanum. Hann talar við alla og nær góðum tengslum við alla,“ útskýrði Arthur betur. „Hver og einn hefur sínar eigin leiðir til að leiða sitt lið. Messi lætur verkin tala inn á vellinum. Hann sýnir það þegar hann fær boltann og með vilja sínum til að vinna leiki. Allir liðsfélagar hans sjá það,“ sagði Arthur. En hvor þeirra er betri? „Ég myndi velja Cristiano enda erum við liðsfélagar,“ sagði Arthur sem hafði hingað til sett Messi í fyrsta sæti. Það er ljóst að Cristiano Ronaldo hefur haft mikil áhrif á hann með fagmennsku sinni og metnaði. „Við erum ekki það nánir að ég fari heim til Cristiano í kaffispjall en það er mjög gott á milli okkar,“ sagði Arthur. „Cristiano klikkar aldrei ef einhver liðsfélagi hans þarf á honum að halda. Hann æfir eins og skepna, þekkir það ekki hvenær á að hvíla sig og hvetur þig til að gefa allt þitt. Hann er líka alltaf að segja mér hvað ég eigi að borða því hann hugsar um öll smáatriði,“ sagði Arthur. Ítalski boltinn Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Í beinni: Fram - Stjarnan | Baráttan um fjórða sætið Katla kynnt til leiks í Flórens Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Sjá meira
Arthur fór á milli Barcelona og Juventus í sumar. Hann hafði spilað við hlið Lionel Messi hjá Barcelona í tvö tímabil en er nú búinn með hálft tímabil við hlið Cristiano Ronaldo hjá Juventus. Arthur er auðvitað ekki sá fyrsti sem þekkir það á eigin skinni að spila með Messi og Ronaldo en hann var tilbúinn að útskýra muninn á þeim í viðtali við Desimpedidos. „Cristiano Ronaldo tjáir sig meira en Messi og hann er í góðu sambandi við alla í búningsklefanum,“ sagði Arthur. "Cristiano Ronaldo expresses himself more than Messi and he gets on with everyone in the dressing room" https://t.co/RfJ6kWYkU4— SPORTbible (@sportbible) January 21, 2021 „Hann er mjög virkur í klefanum. Hann talar við alla og nær góðum tengslum við alla,“ útskýrði Arthur betur. „Hver og einn hefur sínar eigin leiðir til að leiða sitt lið. Messi lætur verkin tala inn á vellinum. Hann sýnir það þegar hann fær boltann og með vilja sínum til að vinna leiki. Allir liðsfélagar hans sjá það,“ sagði Arthur. En hvor þeirra er betri? „Ég myndi velja Cristiano enda erum við liðsfélagar,“ sagði Arthur sem hafði hingað til sett Messi í fyrsta sæti. Það er ljóst að Cristiano Ronaldo hefur haft mikil áhrif á hann með fagmennsku sinni og metnaði. „Við erum ekki það nánir að ég fari heim til Cristiano í kaffispjall en það er mjög gott á milli okkar,“ sagði Arthur. „Cristiano klikkar aldrei ef einhver liðsfélagi hans þarf á honum að halda. Hann æfir eins og skepna, þekkir það ekki hvenær á að hvíla sig og hvetur þig til að gefa allt þitt. Hann er líka alltaf að segja mér hvað ég eigi að borða því hann hugsar um öll smáatriði,“ sagði Arthur.
Ítalski boltinn Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Í beinni: Fram - Stjarnan | Baráttan um fjórða sætið Katla kynnt til leiks í Flórens Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Sjá meira