Einkunnir strákanna okkar á móti Sviss: Ýmir í heimsklassa og var langbestur Íþróttadeild skrifar 20. janúar 2021 17:20 Íslensku strákarnir voru svekktir í leikslok. Frábær vörn og mikil barátta dugði skammt því sóknarleikurinn gekk mjög illa. EPA-EFE/Anne-Christine Poujoulat Ýmir Örn Gíslason sýndi heimsklassa frammistöðu í miðri vörn íslenska liðsins á móti Sviss en það dugði ekki liðinu að fá bara tuttugu mörk á sig, því sóknin kolféll á prófinu. Íslenska handboltalandsliðið tapaði með tveimur mörkum á móti Sviss, 18-20, í fyrsta leik sínum í milliriðli á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi. Það var synd að jafngóður varnarleikur og íslenska liðið spilaði í dag hafi ekki skilað sigri í þessum mikilvæga leik. Sóknarleikurinn fékk falleinkunn og margir lykilmenn á þeim helmingi vallarins eru ekki að koma vel út úr einkunnagjöfunni að þessu sinni. Ýmir Örn Gíslason var langbestur í íslenska liðinu og fær fullt hús. Hann stal þremur boltum, varði tvö skot og hélt saman varnarleiknum. Elliði Snær Viðarsson var líka mjög flottur við hliðina á honum seinni hluta leiksins. Björgvin Páll Gústavsson kom inn af bekknum og átti mjög góða innkomu. Varði vel og skoraði tvö skemmtileg mörk. Björgvin Páll fær fimmu eins og Elliði. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir. Einkunnir Íslands gegn Sviss: - Byrjunarlið Íslands í leiknum - Ágúst Elí Björgvinsson, mark - 3 (3 varin skot - 14:30 mín.) Byrjaði leikinn ágætlega en fékk síðan á sig erfið skot og var ekki nálægt því að klukka bolta. Tók sér stöðu á bekknum eftir fjórtán mínútur. Bjarki Már Elísson, vinstra horn - 2 (2 mörk - 42:16 mín.) Alls ekki nægilega góð frammistaða. Auðvitað getur hann skýlt sér á bak við það að fá ekki þjónustu en það verður að gera kröfur til þess að markahæsti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar sýni meiri styrk í jafnmikilvægum leik og gegn Sviss. Ólafur Guðmundsson, vinstri skytta - 4 (4 mörk - 49:33 mín.) Ólafur gerði vel í leiknum. Varnarleikur hans var hnökralaus og þar var hann frábær. Skilaði góðum mörkum framan af leik en ákvarðanatakan á stundum ekki nægilega góð. Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi - 3 (2 mörk - 22:27 mín.) Gísli Þorgeir spilaði það sem lagt var upp með og ekki vantaði færin sem voru lögð upp í hendurnar á leikmönnum íslenska liðsins. Vandamálið er að hann virðist ekki geta skotið á markið af sjö metrum. Hins vegar má ekki gleyma því að líklega er hann í dag okkar besti leikstjórnandi. Viggó Kristjánsson, hægri skytta - 2 (2 mörk - 23:09 mín.) Viggó féll einfaldlega á prófinu eins og hann gerði gegn Portúgal. Hélt áfram að reyna allan leikinn. Var í vandræðum gegn sterkum varnarleik Svisslendinga. Frammistaða sem ekki dugar og getur ekki gengið gegn þeim bestu. Sigvaldi Guðjónsson, hægra horn - 3 (1 mark - 59:30 mín.) Fékk tækifæri í byrjunarliðinu í fyrsta skipti en fékk úr litlu að moða og nýttist liðinu illa. Skoraði hins vegar afar mikilvægt mark. Leikmaður sem menn bíða eftir að blómstri. Til þess að svo meiri vera þarf hann þjónustu. Alexander Petersson, vörn - 3 (1 mark - 18:17 mín.) Alexander var frábær í varnarleiknum og skoraði gott mark. Fékk vafasamt rautt spjald sem kostaði íslenska liðið mikið þegar leið á leikinn. Fær plús fyrir að mæta til leiks og gefa af sér. Ýmir Örn Gíslason, vörn - 6 (6 stopp - 37:27 mín.) Var langbesti leikmaður íslenska liðsins í leiknum. Varnarleikur í heimsklassa. Smitaði út frá sér með krafti og dugnaði. Það er í raun synd að hann fá ekki fleiri tækifæri í sóknarleiknum. Það hlýtur að detta inn. Verið heilt yfir besti leikmaður Íslands til þess ef allir leikirnir eru teknir saman. - Menn sem komu inn af bekknum í leiknum - Björgvin Páll Gústavsson, mark - 5 (11 varin skot, 2 mörk - 42:35 mín.) Frábær frammistaða. Missti sætið í byrjunarliðinu en átti frábæra innkomu í fyrri hálfleiknum. Gaf íslenska liðinu trú og sjálfstraust. Hreint ótrúlegur keppnismaður og karakter. Hann er ekkert á förum og án hans getum við ekki verið. Elvar Örn Jónsson, vinstri skytta - 4 (2 mörk - 27:53 mín.) Elvar var sem fyrr frábær í varnarleiknum en hefur ekki náð að sýna sinn styrk í sóknarleiknum gegn liðum eins og Portúgal og Sviss. Verðum að gera kröfur til þess að leikmaður með hans styrk og hæfileika geri betur. Elliði Snær Viðarsson, lína - 5 (9 stopp - 46:14 mín.) Elliði átti frábæra innkomu. Geislar af leikgleði og krafti. Auðvitað skortir hann reynslu en eftir því sem leikjunum fjölgar verður hann betri. Hefur stimplað sig inn sem fastamaður í íslenska landsliðinu. Arnar Freyr Arnarsson, lína - 2 (0 mörk - 13:46 mín.) Byrjaði leikinn mjög vel. Virtist í fínum gír. Klaufaleg brot kostuðu hann tvisvar sinnum tvær mínútur sem átti eftir að kosta íslenska liðið í leiknum. Leikmaður í mikilli framför þó að þetta hafi verið hans slakasti leikur á mótinu. Oddur Grétarsson, vinstra horn - 3 (1 mark - 17:15 mín.) Oddur hefði að ósekju mátt koma fyrr inn. Skilaði góðu marki eftir innhlaup inn á línu. Í raun óskiljanlegt, miðað við frammistöðu Bjarka, að hann hafi verið frystur jafnlengi á bekknum eins og raunin var. Kristján Örn Kristjánsson, hægri skytta - 3 (1 mark - 4:57 mín.) Kristján átti ágæta innkomu og hefði átt að koma mikið fyrr inn. Leikmaður sem getur skotið af níu metrum. Hann þarf traust til að geta framkallað sinn besta leik enda í fyrsta skiptið að keppa á stóra sviðinu. Arnór Þór Gunnarsson, hægra horn - spilaði ekki Magnús Óli Magnússon, leikstjórnandi - spilaði ekki Guðmundur Guðmundsson, þjálfari - 2 Landsliðsþjálfarinn verður ekki sakaður um að varnarleikurinn hafi ekki verið í lagi. Íslenska liðið fær falleinkunn fyrir sóknarleikinn. Varnarmenn Sviss lásu sóknarleik íslenska liðsins eins og opna bók. Landsliðsþjálfaranum virtist skorta lausnir. Hraðaupphlaup liðsins eru sjaldséð. Auðvitað líður hann fyrir það að vera án síns besta leikmanns. Gleymum því ekki að á síðasta Evrópumóti, með okkar besta lið, skorum við líka átján mörk gegn Ungverjalandi. Sóknarlega þýðir ekki að bjóða upp á gamlar lummur. Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Einkunnir strákanna okkar á móti Marokkó: Viggó og Ólafur bestir Bestu menn íslenska liðsins í kvöld eiga það sameiginlegt að hafa unnið sér inn meiri spilatíma með flotti frammistöðu á HM í handbolta í leikjum íslenska liðsins í riðlakeppninni. 18. janúar 2021 22:05 Einkunnir strákanna okkar á móti Alsír: Gísli og Bjarki bestir af mörgum góðum Það voru margir að spila vel í íslenska landsliðinu í stórsigri á Alsírbúum og tveir leikmenn fengu fullt hús í einkunnagjöf okkar. 16. janúar 2021 22:05 Einkunnir strákanna okkar á móti Portúgal: Bjarki og Ýmir bestir í kvöld Vísir fór eins og vanalega yfir frammistöðu íslensku strákanna í leiknum í kvöld. 14. janúar 2021 22:11 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Tímabært að breyta til Handbolti Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið tapaði með tveimur mörkum á móti Sviss, 18-20, í fyrsta leik sínum í milliriðli á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi. Það var synd að jafngóður varnarleikur og íslenska liðið spilaði í dag hafi ekki skilað sigri í þessum mikilvæga leik. Sóknarleikurinn fékk falleinkunn og margir lykilmenn á þeim helmingi vallarins eru ekki að koma vel út úr einkunnagjöfunni að þessu sinni. Ýmir Örn Gíslason var langbestur í íslenska liðinu og fær fullt hús. Hann stal þremur boltum, varði tvö skot og hélt saman varnarleiknum. Elliði Snær Viðarsson var líka mjög flottur við hliðina á honum seinni hluta leiksins. Björgvin Páll Gústavsson kom inn af bekknum og átti mjög góða innkomu. Varði vel og skoraði tvö skemmtileg mörk. Björgvin Páll fær fimmu eins og Elliði. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir. Einkunnir Íslands gegn Sviss: - Byrjunarlið Íslands í leiknum - Ágúst Elí Björgvinsson, mark - 3 (3 varin skot - 14:30 mín.) Byrjaði leikinn ágætlega en fékk síðan á sig erfið skot og var ekki nálægt því að klukka bolta. Tók sér stöðu á bekknum eftir fjórtán mínútur. Bjarki Már Elísson, vinstra horn - 2 (2 mörk - 42:16 mín.) Alls ekki nægilega góð frammistaða. Auðvitað getur hann skýlt sér á bak við það að fá ekki þjónustu en það verður að gera kröfur til þess að markahæsti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar sýni meiri styrk í jafnmikilvægum leik og gegn Sviss. Ólafur Guðmundsson, vinstri skytta - 4 (4 mörk - 49:33 mín.) Ólafur gerði vel í leiknum. Varnarleikur hans var hnökralaus og þar var hann frábær. Skilaði góðum mörkum framan af leik en ákvarðanatakan á stundum ekki nægilega góð. Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi - 3 (2 mörk - 22:27 mín.) Gísli Þorgeir spilaði það sem lagt var upp með og ekki vantaði færin sem voru lögð upp í hendurnar á leikmönnum íslenska liðsins. Vandamálið er að hann virðist ekki geta skotið á markið af sjö metrum. Hins vegar má ekki gleyma því að líklega er hann í dag okkar besti leikstjórnandi. Viggó Kristjánsson, hægri skytta - 2 (2 mörk - 23:09 mín.) Viggó féll einfaldlega á prófinu eins og hann gerði gegn Portúgal. Hélt áfram að reyna allan leikinn. Var í vandræðum gegn sterkum varnarleik Svisslendinga. Frammistaða sem ekki dugar og getur ekki gengið gegn þeim bestu. Sigvaldi Guðjónsson, hægra horn - 3 (1 mark - 59:30 mín.) Fékk tækifæri í byrjunarliðinu í fyrsta skipti en fékk úr litlu að moða og nýttist liðinu illa. Skoraði hins vegar afar mikilvægt mark. Leikmaður sem menn bíða eftir að blómstri. Til þess að svo meiri vera þarf hann þjónustu. Alexander Petersson, vörn - 3 (1 mark - 18:17 mín.) Alexander var frábær í varnarleiknum og skoraði gott mark. Fékk vafasamt rautt spjald sem kostaði íslenska liðið mikið þegar leið á leikinn. Fær plús fyrir að mæta til leiks og gefa af sér. Ýmir Örn Gíslason, vörn - 6 (6 stopp - 37:27 mín.) Var langbesti leikmaður íslenska liðsins í leiknum. Varnarleikur í heimsklassa. Smitaði út frá sér með krafti og dugnaði. Það er í raun synd að hann fá ekki fleiri tækifæri í sóknarleiknum. Það hlýtur að detta inn. Verið heilt yfir besti leikmaður Íslands til þess ef allir leikirnir eru teknir saman. - Menn sem komu inn af bekknum í leiknum - Björgvin Páll Gústavsson, mark - 5 (11 varin skot, 2 mörk - 42:35 mín.) Frábær frammistaða. Missti sætið í byrjunarliðinu en átti frábæra innkomu í fyrri hálfleiknum. Gaf íslenska liðinu trú og sjálfstraust. Hreint ótrúlegur keppnismaður og karakter. Hann er ekkert á förum og án hans getum við ekki verið. Elvar Örn Jónsson, vinstri skytta - 4 (2 mörk - 27:53 mín.) Elvar var sem fyrr frábær í varnarleiknum en hefur ekki náð að sýna sinn styrk í sóknarleiknum gegn liðum eins og Portúgal og Sviss. Verðum að gera kröfur til þess að leikmaður með hans styrk og hæfileika geri betur. Elliði Snær Viðarsson, lína - 5 (9 stopp - 46:14 mín.) Elliði átti frábæra innkomu. Geislar af leikgleði og krafti. Auðvitað skortir hann reynslu en eftir því sem leikjunum fjölgar verður hann betri. Hefur stimplað sig inn sem fastamaður í íslenska landsliðinu. Arnar Freyr Arnarsson, lína - 2 (0 mörk - 13:46 mín.) Byrjaði leikinn mjög vel. Virtist í fínum gír. Klaufaleg brot kostuðu hann tvisvar sinnum tvær mínútur sem átti eftir að kosta íslenska liðið í leiknum. Leikmaður í mikilli framför þó að þetta hafi verið hans slakasti leikur á mótinu. Oddur Grétarsson, vinstra horn - 3 (1 mark - 17:15 mín.) Oddur hefði að ósekju mátt koma fyrr inn. Skilaði góðu marki eftir innhlaup inn á línu. Í raun óskiljanlegt, miðað við frammistöðu Bjarka, að hann hafi verið frystur jafnlengi á bekknum eins og raunin var. Kristján Örn Kristjánsson, hægri skytta - 3 (1 mark - 4:57 mín.) Kristján átti ágæta innkomu og hefði átt að koma mikið fyrr inn. Leikmaður sem getur skotið af níu metrum. Hann þarf traust til að geta framkallað sinn besta leik enda í fyrsta skiptið að keppa á stóra sviðinu. Arnór Þór Gunnarsson, hægra horn - spilaði ekki Magnús Óli Magnússon, leikstjórnandi - spilaði ekki Guðmundur Guðmundsson, þjálfari - 2 Landsliðsþjálfarinn verður ekki sakaður um að varnarleikurinn hafi ekki verið í lagi. Íslenska liðið fær falleinkunn fyrir sóknarleikinn. Varnarmenn Sviss lásu sóknarleik íslenska liðsins eins og opna bók. Landsliðsþjálfaranum virtist skorta lausnir. Hraðaupphlaup liðsins eru sjaldséð. Auðvitað líður hann fyrir það að vera án síns besta leikmanns. Gleymum því ekki að á síðasta Evrópumóti, með okkar besta lið, skorum við líka átján mörk gegn Ungverjalandi. Sóknarlega þýðir ekki að bjóða upp á gamlar lummur. Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur
Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur
HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Einkunnir strákanna okkar á móti Marokkó: Viggó og Ólafur bestir Bestu menn íslenska liðsins í kvöld eiga það sameiginlegt að hafa unnið sér inn meiri spilatíma með flotti frammistöðu á HM í handbolta í leikjum íslenska liðsins í riðlakeppninni. 18. janúar 2021 22:05 Einkunnir strákanna okkar á móti Alsír: Gísli og Bjarki bestir af mörgum góðum Það voru margir að spila vel í íslenska landsliðinu í stórsigri á Alsírbúum og tveir leikmenn fengu fullt hús í einkunnagjöf okkar. 16. janúar 2021 22:05 Einkunnir strákanna okkar á móti Portúgal: Bjarki og Ýmir bestir í kvöld Vísir fór eins og vanalega yfir frammistöðu íslensku strákanna í leiknum í kvöld. 14. janúar 2021 22:11 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Tímabært að breyta til Handbolti Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Sjá meira
Einkunnir strákanna okkar á móti Marokkó: Viggó og Ólafur bestir Bestu menn íslenska liðsins í kvöld eiga það sameiginlegt að hafa unnið sér inn meiri spilatíma með flotti frammistöðu á HM í handbolta í leikjum íslenska liðsins í riðlakeppninni. 18. janúar 2021 22:05
Einkunnir strákanna okkar á móti Alsír: Gísli og Bjarki bestir af mörgum góðum Það voru margir að spila vel í íslenska landsliðinu í stórsigri á Alsírbúum og tveir leikmenn fengu fullt hús í einkunnagjöf okkar. 16. janúar 2021 22:05
Einkunnir strákanna okkar á móti Portúgal: Bjarki og Ýmir bestir í kvöld Vísir fór eins og vanalega yfir frammistöðu íslensku strákanna í leiknum í kvöld. 14. janúar 2021 22:11