Darri fær topp einkunn fyrir nýjan leikstíl KR Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. janúar 2021 17:00 Ty Sabin hefur komið eins og stormsveipur inn í Domino's deildina. vísir/elín björg Sérfræðingar Domino's Körfuboltakvölds gáfu Darra Frey Atlasyni, þjálfara KR, hæstu einkunn fyrir upplegg hans í sigrinum á Val í Domino's deild karla í gær. KR gerði góða ferð á Hlíðarenda og vann níu stiga sigur, 71-80, í leik sem beðið hafði verið eftir með mikilli eftirvæntingu enda var þetta í fyrsta sinn sem Jón Arnór Stefánsson og Kristófer Acox mættu KR eftir vistaskiptin til Vals. KR tapaði naumlega fyrir Tindastóli, 101-104, á fimmtudaginn í síðustu viku en náði í sín fyrstu stig á Hlíðarenda í gær. Benedikt Guðmundsson er hrifinn af því sem KR hefur sýnt síðan keppni hófst á ný, sérstaklega þar sem liðið er ekki með stóran mann. „Það vantar hæð og meira kjöt inn í teig. Við horfðum allir á leikinn gegn Njarðvík sem þeir töpuðu og þá voru þeir með tvo Bosman-leikmenn en mér finnst þeir betri svona. Auðvitað geta þeir ekki verið svona í allan vetur en þetta hentar þeim og svona bolta vill hann [Darri] spila. Ég held að hann hafi talað um það fyrir tímabilið að það ætti að auka hraðann,“ sagði Benedikt í Domino's Körfuboltakvöldi í gær. Hann hefur trú á KR í vetur. „Ég held þeir þurfi ekkert marga menn. Þetta eru eintómir landsliðsmenn þarna líka. Maður heyrir að þeir séu búnir að semja við einn Evrópumann og bæta hugsanlega við fleirum. Ég held það væri sniðugt hjá þeim að byrja á einum og sjá hvernig þetta verður.“ KR er í 7. sæti Domino's deildarinnar með tvö stig eftir þrjá leiki. Næsti leikur liðsins er gegn Hetti í DHL-höllinni á fimmtudaginn. Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Dominos-deild karla KR Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Darri Freyr: Þetta var persónulegra en aðrir leikir „Þetta var að sjálfsögðu mjög sætur sigur, þetta var persónulegra en aðrir leikir en að sama skapi þurftum við að horfa á þennan leik einsog hvern annan leik og halda þeirri uppbyggingu áfram sem við erum byrjaðir á,” sagði Darri Freyr Atlason, þjálfari KR, hæst ánægður með sigurinn á Val í kvöld er liðin mættust í Domino's deild karla. 18. janúar 2021 23:08 Finnur Freyr: Kaninn hjá KR var munurinn á liðunum KR vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu í kvöld á móti Val. Mikið var rætt og ritað fyrir leik um mörg vistaskipti KR-inga í Vals liðið. Leikurinn endaði 71 - 80 KR í vil og var Finnur Freyr þjálfari Vals þungur á brún eftir leikinn. 18. janúar 2021 22:32 Umfjöllun og viðtöl: Valur - KR 71-80 | KR-ingarnir í Val töpuðu gegn gömlu félögunum Jón Arnór Stefánsson og Kristófer Acox mættu KR í fyrsta sinn eftir vistaskiptin til Vals í sumar. Þá stýrði Finnur Freyr Stefánsson Val í fyrsta sinn gegn KR, liðinu sem hann gerði fimm sinnum að Íslandsmeisturum. 18. janúar 2021 22:51 Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Sjá meira
KR gerði góða ferð á Hlíðarenda og vann níu stiga sigur, 71-80, í leik sem beðið hafði verið eftir með mikilli eftirvæntingu enda var þetta í fyrsta sinn sem Jón Arnór Stefánsson og Kristófer Acox mættu KR eftir vistaskiptin til Vals. KR tapaði naumlega fyrir Tindastóli, 101-104, á fimmtudaginn í síðustu viku en náði í sín fyrstu stig á Hlíðarenda í gær. Benedikt Guðmundsson er hrifinn af því sem KR hefur sýnt síðan keppni hófst á ný, sérstaklega þar sem liðið er ekki með stóran mann. „Það vantar hæð og meira kjöt inn í teig. Við horfðum allir á leikinn gegn Njarðvík sem þeir töpuðu og þá voru þeir með tvo Bosman-leikmenn en mér finnst þeir betri svona. Auðvitað geta þeir ekki verið svona í allan vetur en þetta hentar þeim og svona bolta vill hann [Darri] spila. Ég held að hann hafi talað um það fyrir tímabilið að það ætti að auka hraðann,“ sagði Benedikt í Domino's Körfuboltakvöldi í gær. Hann hefur trú á KR í vetur. „Ég held þeir þurfi ekkert marga menn. Þetta eru eintómir landsliðsmenn þarna líka. Maður heyrir að þeir séu búnir að semja við einn Evrópumann og bæta hugsanlega við fleirum. Ég held það væri sniðugt hjá þeim að byrja á einum og sjá hvernig þetta verður.“ KR er í 7. sæti Domino's deildarinnar með tvö stig eftir þrjá leiki. Næsti leikur liðsins er gegn Hetti í DHL-höllinni á fimmtudaginn. Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Dominos-deild karla KR Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Darri Freyr: Þetta var persónulegra en aðrir leikir „Þetta var að sjálfsögðu mjög sætur sigur, þetta var persónulegra en aðrir leikir en að sama skapi þurftum við að horfa á þennan leik einsog hvern annan leik og halda þeirri uppbyggingu áfram sem við erum byrjaðir á,” sagði Darri Freyr Atlason, þjálfari KR, hæst ánægður með sigurinn á Val í kvöld er liðin mættust í Domino's deild karla. 18. janúar 2021 23:08 Finnur Freyr: Kaninn hjá KR var munurinn á liðunum KR vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu í kvöld á móti Val. Mikið var rætt og ritað fyrir leik um mörg vistaskipti KR-inga í Vals liðið. Leikurinn endaði 71 - 80 KR í vil og var Finnur Freyr þjálfari Vals þungur á brún eftir leikinn. 18. janúar 2021 22:32 Umfjöllun og viðtöl: Valur - KR 71-80 | KR-ingarnir í Val töpuðu gegn gömlu félögunum Jón Arnór Stefánsson og Kristófer Acox mættu KR í fyrsta sinn eftir vistaskiptin til Vals í sumar. Þá stýrði Finnur Freyr Stefánsson Val í fyrsta sinn gegn KR, liðinu sem hann gerði fimm sinnum að Íslandsmeisturum. 18. janúar 2021 22:51 Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Sjá meira
Darri Freyr: Þetta var persónulegra en aðrir leikir „Þetta var að sjálfsögðu mjög sætur sigur, þetta var persónulegra en aðrir leikir en að sama skapi þurftum við að horfa á þennan leik einsog hvern annan leik og halda þeirri uppbyggingu áfram sem við erum byrjaðir á,” sagði Darri Freyr Atlason, þjálfari KR, hæst ánægður með sigurinn á Val í kvöld er liðin mættust í Domino's deild karla. 18. janúar 2021 23:08
Finnur Freyr: Kaninn hjá KR var munurinn á liðunum KR vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu í kvöld á móti Val. Mikið var rætt og ritað fyrir leik um mörg vistaskipti KR-inga í Vals liðið. Leikurinn endaði 71 - 80 KR í vil og var Finnur Freyr þjálfari Vals þungur á brún eftir leikinn. 18. janúar 2021 22:32
Umfjöllun og viðtöl: Valur - KR 71-80 | KR-ingarnir í Val töpuðu gegn gömlu félögunum Jón Arnór Stefánsson og Kristófer Acox mættu KR í fyrsta sinn eftir vistaskiptin til Vals í sumar. Þá stýrði Finnur Freyr Stefánsson Val í fyrsta sinn gegn KR, liðinu sem hann gerði fimm sinnum að Íslandsmeisturum. 18. janúar 2021 22:51