Lífið

Mikið fjör á þorrablóti ÍR

Stefán Árni Pálsson skrifar
Blótið með öðru sniði í ár. 
Blótið með öðru sniði í ár. 

Þorrablót verða haldin með öðru sniði en venjulega nú í ár. Íþróttafélag Reykjavíkur var með þeim fyrstu á landinu til að halda stórt Þorrablót og fór blótið fram á laugardagskvöldið og í beinni á Vísi.

Ingó Veðurguð kom fram og Anna Svava hélt um taumana og stýrði dagskránni. Þá var fjöldasöngur, grín og glens, happdrætti og leikir og skemmtiatriði frá deildum og liðsmönnum ÍR.

ÍR-ingar fóru þá leið að bjóða sínum félagsmönnum að taka þátt í blótinu með því að kaupa þorrabakka og happdrættismiða. Íþróttafólk félagsins sá síðan um að keyra veisluna út til íbúa Breiðholts og nágrennis síðustu daga en blótið er ein stærsta fjáröflun félagsins.

Það sem litaði útsendinguna voru myndirnar sem birtust á Instagram þar sem sjá mátti fólk skemmta sér prýðilega heima fyrir.

  Svona leit myndverið út fyrir þorrablótið.

 Þrátt fyrir að blótið hafi verið rafrænt var samt hægt að dansa. 

   Ingó veðurguð sló í gegn.

Anna Svava var veislustjórinn á þorrablótinu.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.