NBA dagsins: Háloftafuglinn Zion í stuði og Doncic fór fram úr Jordan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2021 15:01 Zion Williamson treður boltanum með tilþrifum í nótt. AP/Rich Pedroncelli Zion Williamson og Luka Doncic buðu upp á flott tilþrif í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en útkoman í leikjum liða þeirra var ólík. Skemmtikrafturinn Zion Williamson bauð upp á flott tilþrif þegar New Orleans Pelicans vann 128-123 sigur á Sacramento Kings í nótt á sama og fótboltalið borgarinnar var slegið út úr úrslitakeppni NFL-deildarinnar. Zion Williamson skoraði 31 stig á 35 mínútum og hitti úr 13 af 15 skotum sínum í leik. Með þessum sigri enduðu Pelíkanarnir fimm leikja taphrinu og unnu sinn fyrsta leik síðan á móti Toronto Raptors 3. janúar síðastliðinn. Það þurfti eitthvað sérstakt frá Zion í þessum leik því í hinu liðinu átti bakvörðurinn De'Aaron Fox magnaðan leik. Fox skoraði 43 stig og gaf 13 stoðsendingar að auki. Stórleikur Luka Doncic dugði aftur á móti ekki fyrir Dallas Mavericks á móti Chicago Bulls. Doncic bauð upp á magnaða þrennu því hann var með 36 stig, 16 fráköst og 15 stoðsendingar í leiknum. Með þessari þrennu þá komst hann upp fyrir Michael Jordan á þrennu listanum og það í leik á móti Bulls. Þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs gamall og bara á þriðja ári sínu í NBA-deildinni þá er Luka Doncic kominn með 29 þrennu á ferlinum eða eina fleiri en sjálfur Michael Jordan. Luka Doncic passes Michael Jordan on the all-time triple-doubles list after notching his 29th today.It's only Luka's third season pic.twitter.com/ecl7mrB8BB— ESPN (@espn) January 17, 2021 Dallas Mavericks tapaði reyndar öðrum leik sínum í röð en í liðið vantaði marga leikmenn vegna kórónuveiruvandamála. Þá meiddist líka Tim Hardaway Jr. fyrir leikinn og liðið saknaði hans mikið. Hér fyrir neðam má sjá svipmyndir og viðtöl úr sigri Chicago Bulls á Dallas Mavericks og úr sigri New Orleans Pelicans og Sacramento Kings. Þá fylgja eins og vanalega flottustu tilþrifin úr leikjum NBA-deildarinnar í nótt. Auðvitað var það boltatækni Luka Doncic sem tryggði honum bestu tilþrif næturinnar en Zion Williamson var númer tvö. Klippa: NBA dagsins (frá 17. janúar 2021) NBA Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Sjá meira
Skemmtikrafturinn Zion Williamson bauð upp á flott tilþrif þegar New Orleans Pelicans vann 128-123 sigur á Sacramento Kings í nótt á sama og fótboltalið borgarinnar var slegið út úr úrslitakeppni NFL-deildarinnar. Zion Williamson skoraði 31 stig á 35 mínútum og hitti úr 13 af 15 skotum sínum í leik. Með þessum sigri enduðu Pelíkanarnir fimm leikja taphrinu og unnu sinn fyrsta leik síðan á móti Toronto Raptors 3. janúar síðastliðinn. Það þurfti eitthvað sérstakt frá Zion í þessum leik því í hinu liðinu átti bakvörðurinn De'Aaron Fox magnaðan leik. Fox skoraði 43 stig og gaf 13 stoðsendingar að auki. Stórleikur Luka Doncic dugði aftur á móti ekki fyrir Dallas Mavericks á móti Chicago Bulls. Doncic bauð upp á magnaða þrennu því hann var með 36 stig, 16 fráköst og 15 stoðsendingar í leiknum. Með þessari þrennu þá komst hann upp fyrir Michael Jordan á þrennu listanum og það í leik á móti Bulls. Þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs gamall og bara á þriðja ári sínu í NBA-deildinni þá er Luka Doncic kominn með 29 þrennu á ferlinum eða eina fleiri en sjálfur Michael Jordan. Luka Doncic passes Michael Jordan on the all-time triple-doubles list after notching his 29th today.It's only Luka's third season pic.twitter.com/ecl7mrB8BB— ESPN (@espn) January 17, 2021 Dallas Mavericks tapaði reyndar öðrum leik sínum í röð en í liðið vantaði marga leikmenn vegna kórónuveiruvandamála. Þá meiddist líka Tim Hardaway Jr. fyrir leikinn og liðið saknaði hans mikið. Hér fyrir neðam má sjá svipmyndir og viðtöl úr sigri Chicago Bulls á Dallas Mavericks og úr sigri New Orleans Pelicans og Sacramento Kings. Þá fylgja eins og vanalega flottustu tilþrifin úr leikjum NBA-deildarinnar í nótt. Auðvitað var það boltatækni Luka Doncic sem tryggði honum bestu tilþrif næturinnar en Zion Williamson var númer tvö. Klippa: NBA dagsins (frá 17. janúar 2021)
NBA Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Sjá meira