Hegðun fólks hættulegri en breska afbrigðið Birgir Olgeirsson skrifar 17. janúar 2021 14:29 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/Einar Hegðun fólks í faraldri er mun hættulegri en breska afbrigði kórónuveirunnar. Þetta segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, í samtali við fréttastofu. Síðastliðið haust glímdu Íslendingar við afbrigði veirunnar sem barst til landsins með frönskum ferðamönnum og var ráðandi í faraldrinum hér á landi um nokkurt skeið. Í raðgreiningu á afbrigðinu var það nefnt „bláa veiran“ og voru uppi grunsemdir um að þetta afbrigði smitaðist hraðar á milli manna. Til dæmis nefndi Alma Möller landlæknir þann möguleika á upplýsingafundi almannavarna í október og sömuleiðis Kári sjálfur síðastliðið haust. Kári segir í dag að engar staðfestingar hafi fengist um það hvort „franska afbrigðið“ hafi verið meira smitandi en önnur afbrigði og eftir standi grunurinn einn. Staðreyndin sé sú að Bláa veiran náði bólfestu hér á landi þegar samfélagið var mun opnara en það er í dag. Breska afbrigðið er sagt smitast hraðar á milli fólks en ekki valda alvarlegri einkennum en fyrri afbrigði kórónuveirunnar. Kári bendir á að það sem stuðli að mestri útbreiðslu veirunnar sé hegðun fólks, og slíkt skipti mestu máli þegar kemur að útbreiðslu faraldursins. „Þær aðgerðir sem við höfum gripið til hafa nægt til að halda þessu breska afbrigði í skefjum,“ segir Kári. Á fimmta tug hafa greinst með breska afbrigðið á landamærunum og nokkrir innanlands sem allir voru í tengslum við fólk sem hafði greinst á landamærunum. Breska afbrigðið hefur því enn ekki sést í tengslum við samfélagssmit. Niðurstaðan sé því sú að þó breska afbrigðið smitist hraðar á milli manna þá sé það hegðun fólks sem ráði mestu um hversu útbreiddur faraldurinn sé að mati Kára. „Við stefnum að því að halda smitstuðli veirunnar undir einum þrátt fyrir engar takmarkanir á hegðun fólks,“ segir Kári en það gerum við best að hans mati með þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til á landamærunum og bólusetningum við veirunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Áhættan er aldrei núll“ Sóttvarnalæknir segir hættuna á því að hið svokallaða breska afbrigði kórónuveirunnar verði ráðandi hér á landi, líkt og óttast er að gerist í Bandaríkjunum, velta á því hversu vel gangi á landamærum. 16. janúar 2021 13:30 Breska afbrigðið verði orðið ráðandi í mars Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, varar nú við því að afbrigði kórónuveirunnar sem talið er meira smitandi en flest önnur, og var fyrst uppgötvað í Bretlandi, verði orðið ráðandi afbrigði veirunnar í Bandaríkjunum fyrir marsmánuð. 16. janúar 2021 08:17 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Fleiri fréttir Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Lýsa eftir átján ára Gauta Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar Sjá meira
Síðastliðið haust glímdu Íslendingar við afbrigði veirunnar sem barst til landsins með frönskum ferðamönnum og var ráðandi í faraldrinum hér á landi um nokkurt skeið. Í raðgreiningu á afbrigðinu var það nefnt „bláa veiran“ og voru uppi grunsemdir um að þetta afbrigði smitaðist hraðar á milli manna. Til dæmis nefndi Alma Möller landlæknir þann möguleika á upplýsingafundi almannavarna í október og sömuleiðis Kári sjálfur síðastliðið haust. Kári segir í dag að engar staðfestingar hafi fengist um það hvort „franska afbrigðið“ hafi verið meira smitandi en önnur afbrigði og eftir standi grunurinn einn. Staðreyndin sé sú að Bláa veiran náði bólfestu hér á landi þegar samfélagið var mun opnara en það er í dag. Breska afbrigðið er sagt smitast hraðar á milli fólks en ekki valda alvarlegri einkennum en fyrri afbrigði kórónuveirunnar. Kári bendir á að það sem stuðli að mestri útbreiðslu veirunnar sé hegðun fólks, og slíkt skipti mestu máli þegar kemur að útbreiðslu faraldursins. „Þær aðgerðir sem við höfum gripið til hafa nægt til að halda þessu breska afbrigði í skefjum,“ segir Kári. Á fimmta tug hafa greinst með breska afbrigðið á landamærunum og nokkrir innanlands sem allir voru í tengslum við fólk sem hafði greinst á landamærunum. Breska afbrigðið hefur því enn ekki sést í tengslum við samfélagssmit. Niðurstaðan sé því sú að þó breska afbrigðið smitist hraðar á milli manna þá sé það hegðun fólks sem ráði mestu um hversu útbreiddur faraldurinn sé að mati Kára. „Við stefnum að því að halda smitstuðli veirunnar undir einum þrátt fyrir engar takmarkanir á hegðun fólks,“ segir Kári en það gerum við best að hans mati með þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til á landamærunum og bólusetningum við veirunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Áhættan er aldrei núll“ Sóttvarnalæknir segir hættuna á því að hið svokallaða breska afbrigði kórónuveirunnar verði ráðandi hér á landi, líkt og óttast er að gerist í Bandaríkjunum, velta á því hversu vel gangi á landamærum. 16. janúar 2021 13:30 Breska afbrigðið verði orðið ráðandi í mars Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, varar nú við því að afbrigði kórónuveirunnar sem talið er meira smitandi en flest önnur, og var fyrst uppgötvað í Bretlandi, verði orðið ráðandi afbrigði veirunnar í Bandaríkjunum fyrir marsmánuð. 16. janúar 2021 08:17 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Fleiri fréttir Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Lýsa eftir átján ára Gauta Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar Sjá meira
„Áhættan er aldrei núll“ Sóttvarnalæknir segir hættuna á því að hið svokallaða breska afbrigði kórónuveirunnar verði ráðandi hér á landi, líkt og óttast er að gerist í Bandaríkjunum, velta á því hversu vel gangi á landamærum. 16. janúar 2021 13:30
Breska afbrigðið verði orðið ráðandi í mars Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, varar nú við því að afbrigði kórónuveirunnar sem talið er meira smitandi en flest önnur, og var fyrst uppgötvað í Bretlandi, verði orðið ráðandi afbrigði veirunnar í Bandaríkjunum fyrir marsmánuð. 16. janúar 2021 08:17