Haukur Helgi frá næstu sex vikurnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. janúar 2021 17:15 Haukur Helgi meiddist illa gegn sínum gömlu félögum. @morabancandorra Haukur Helgi Pálsson, landsliðsmaður í körfubolta og leikmaður Andorra í spænsku úrvalsdeildinni, verður frá næstu sex vikurnar eða svo. Þetta kom fram á Twitter-síðu félagsins í dag. Meiddist Haukur Helgi í leik gegn UNICS Kazan í Evrópubikarnum en það er liðið sem Haukur lék með á síðustu leiktíð. Haukur Helgi hefur lent í nokkrum óhöppum síðan hann gekk í raðir Andorra. Ásamt því að greinast með Covid-19 þá hefur hann einnig lent á meiðslalistanum og missti úr fimm vikur vegna meiðsla í september. Þess utan hefur hann verið einkar öflugur og staðið sig með prýði. COMUNICAT Haukur Palsson @haukurpalsson té un trencament complet del lligament peroneoastragalí anterior i lesio parcial del fascicle profund del deltoideo del turmell dret. El seu retorn als terrenys de joc anirà en funció de l evolució de la lesió.#ÀnimsHauk pic.twitter.com/bvkToF9fW4— MoraBancAndorra (@morabancandorra) January 15, 2021 Haukur Helgi ræddi við íþróttvef Morgunblaðsins um meiðslin sem munu halda honum frá keppni næstu sex vikurnar eða svo fyrr í dag. „Ég sneri mig illa í leik gegn gömlu liðsfélögunum. Var að fara upp í þrist á annarri mínútu og fóturinn minn leiðist áfram og fótur varnarmannsins sömuleiðis svo ég lendi á honum. Ég sleit eitt liðband og reif tvö í viðbót svo ég verð frá í svona sex vikur samkvæmt læknunum,“ sagði Haukur Helgi í viðtalinu. „Ef ég hefði meiðst í desember hefði ég misst af tuttugu leikjum en nú er að komast meiri regla á þetta svo ég mun líklegast missa af fimmtán leikjum,“ bætti hann við. „Ég byrjaði tímabilið ágætlega en reif síðan í nára. Kem til baka í nokkra leiki en fæ svo Covid-19. Kem til baka og þá eru fjórtán leikir á rúmlega þrjátíu dögum. Maður gerði varla annað en að fljúga og spila án þess að ná sér almennilega á milli.“ „Erum búnir að vera í basli með meiðsli í hópnum. Þetta átti að fyrsti leikurinn síðan á undirbúningstímabilinu sem við erum allir saman. Erum búnir að vera missa menn út hér og þar en höfum ekki náð að klára jafna leiki. Þetta er búið að vera brekka en við erum enn jákvæðir,“ sagði Haukur Helgi að lokum en gengi Andorra hefur ekki verið upp á marga fiska undanfarið. Liðið hefur tapað tíu af síðustu ellefu leikjum sínum. Liðið er sem stendur í 11. sæti af átján liðum í spænsku úrvalsdeildinni. Þá er það komið í 16-liða úrslit Evrópubikarsins í körfubolta. Körfubolti Spænski körfuboltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Sjá meira
Meiddist Haukur Helgi í leik gegn UNICS Kazan í Evrópubikarnum en það er liðið sem Haukur lék með á síðustu leiktíð. Haukur Helgi hefur lent í nokkrum óhöppum síðan hann gekk í raðir Andorra. Ásamt því að greinast með Covid-19 þá hefur hann einnig lent á meiðslalistanum og missti úr fimm vikur vegna meiðsla í september. Þess utan hefur hann verið einkar öflugur og staðið sig með prýði. COMUNICAT Haukur Palsson @haukurpalsson té un trencament complet del lligament peroneoastragalí anterior i lesio parcial del fascicle profund del deltoideo del turmell dret. El seu retorn als terrenys de joc anirà en funció de l evolució de la lesió.#ÀnimsHauk pic.twitter.com/bvkToF9fW4— MoraBancAndorra (@morabancandorra) January 15, 2021 Haukur Helgi ræddi við íþróttvef Morgunblaðsins um meiðslin sem munu halda honum frá keppni næstu sex vikurnar eða svo fyrr í dag. „Ég sneri mig illa í leik gegn gömlu liðsfélögunum. Var að fara upp í þrist á annarri mínútu og fóturinn minn leiðist áfram og fótur varnarmannsins sömuleiðis svo ég lendi á honum. Ég sleit eitt liðband og reif tvö í viðbót svo ég verð frá í svona sex vikur samkvæmt læknunum,“ sagði Haukur Helgi í viðtalinu. „Ef ég hefði meiðst í desember hefði ég misst af tuttugu leikjum en nú er að komast meiri regla á þetta svo ég mun líklegast missa af fimmtán leikjum,“ bætti hann við. „Ég byrjaði tímabilið ágætlega en reif síðan í nára. Kem til baka í nokkra leiki en fæ svo Covid-19. Kem til baka og þá eru fjórtán leikir á rúmlega þrjátíu dögum. Maður gerði varla annað en að fljúga og spila án þess að ná sér almennilega á milli.“ „Erum búnir að vera í basli með meiðsli í hópnum. Þetta átti að fyrsti leikurinn síðan á undirbúningstímabilinu sem við erum allir saman. Erum búnir að vera missa menn út hér og þar en höfum ekki náð að klára jafna leiki. Þetta er búið að vera brekka en við erum enn jákvæðir,“ sagði Haukur Helgi að lokum en gengi Andorra hefur ekki verið upp á marga fiska undanfarið. Liðið hefur tapað tíu af síðustu ellefu leikjum sínum. Liðið er sem stendur í 11. sæti af átján liðum í spænsku úrvalsdeildinni. Þá er það komið í 16-liða úrslit Evrópubikarsins í körfubolta.
Körfubolti Spænski körfuboltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Sjá meira