Lífið

Bein útsending: Þorrablót ÍR

Tinni Sveinsson skrifar
Stuðningsmenn ÍR eru þekktir fyrir það að styðja sitt félag með dáðum.
Stuðningsmenn ÍR eru þekktir fyrir það að styðja sitt félag með dáðum. Vísir/Daníel

Þorrablót verða haldin með öðru sniði en venjulega nú í ár. Íþróttafélag Reykjavíkur er með þeim fyrstu á landinu til að halda stórt Þorrablót en í kvöld fer það fram á rafrænan máta.

Þorrablót ÍR hefst í kvöld klukkan 19.45 og stendur til 21.30. Hægt er að horfa á það í beinni útsendingu hér á Vísi.

Þorrablótsnefnd félagsins gaf frá sér yfirlýsingu á dögunum þar sem kemur fram að ætlunin sé að blóta með pompi og prakt: 

„Við hjá ÍR látum ekki deigan síga á tímum Covid 💙 Við ætlum með þinni hjálp að halda geggjað rafrænt Þorrablót 💃🕺 Það verður sannkölluð veisla í öllu Breiðholtinu, partý í hverju húsi og bláa ÍR hjartað mun slá hratt þetta kvöld – allt samkvæmt reglum þríeykisins.“

Ingó Veðurguð mun koma fram og Anna Svava heldur um taumana. Þá verður fjöldasöngur, grín og glens, happdrætti og leikir og skemmtiatriði frá deildum og liðsmönnum félagsins.

ÍR-ingar fóru þá leið að bjóða sínum félagsmönnum að taka þátt í blótinu með því að kaupa þorrabakka og happdrættismiða. Íþróttafólk félagsins sá síðan um að keyra veisluna út til íbúa Breiðholts og nágrennis síðustu daga en blótið er ein stærsta fjáröflun félagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.