Markalaust á Anfield Anton Ingi Leifsson skrifar 17. janúar 2021 18:22 Stálin stinn mættust á Anfield í dag. Michael Regan/Getty Images Staðan er eins á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir að Liverpool og Manchester United gerðu markalaust jafntefli á Anfield í kvöld er erkifjendurnir mættust. Liverpool var með þá Fabinho og Jordan Henderson í miðri vörninni og Xherdan Shaqiri fékk tækifærið. Victor Lindelöf var í miðri vörn United á kostnað Eric Bailly. Það voru heimamenn sem voru sterkari í fyrri hálfleik. Þeir fengu nokkrar álitlegar sóknir og sér í lagi fyrstu tuttugu mínúturnar voru þeir öflugir. Þeim tókst þó ekki nægilega vel að skapa sér mörg afgerandi marktækifæri og það var heldur ekki uppi á teningnum hjá United. Aukaspyrna Bruno Fernandes fór rétt framhjá og staðan markalaus í hálfleik. Anthony Martial completed six take-ons in the first half against Liverpool, more than any other player on the pitch.The most by a United player this season is seven (Anthony Martial vs. Leeds). pic.twitter.com/1PRvHi3TtV— Squawka Football (@Squawka) January 17, 2021 Síðari hálfleikur þróaðist svipaður og sá fyrri. Edinson Cavani kom inn sem varamaður um miðjan síðari hálfleik fyrir Anthony Martial og átti að hleypa lífi í sóknarleik United. Besta færi síðari hálfleiks fékk líklega Bruno Fernandes stundarfjórðungi fyrir leikslok eftir sendingu frá Luke Shaw. Alisson sá við honum. Thiago átti flott skot sem De Gea varði þó auðveldlega skömmu eftir færi Bruno. Sjö mínútum fyrir leikslok varði Alisson svo aftur vel er hann sá við Paul Pogba og lokatölur 0-0. Man. United er áfram á toppi deildarinnar með 37 stig en Liverpool er í þriðja sætinu með 34 stig. Í öðru sætinu er Leicester með 35 stig. Manchester United remain top of the Premier League after a 0-0 draw with Liverpool at Anfield— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 17, 2021 Enski boltinn
Staðan er eins á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir að Liverpool og Manchester United gerðu markalaust jafntefli á Anfield í kvöld er erkifjendurnir mættust. Liverpool var með þá Fabinho og Jordan Henderson í miðri vörninni og Xherdan Shaqiri fékk tækifærið. Victor Lindelöf var í miðri vörn United á kostnað Eric Bailly. Það voru heimamenn sem voru sterkari í fyrri hálfleik. Þeir fengu nokkrar álitlegar sóknir og sér í lagi fyrstu tuttugu mínúturnar voru þeir öflugir. Þeim tókst þó ekki nægilega vel að skapa sér mörg afgerandi marktækifæri og það var heldur ekki uppi á teningnum hjá United. Aukaspyrna Bruno Fernandes fór rétt framhjá og staðan markalaus í hálfleik. Anthony Martial completed six take-ons in the first half against Liverpool, more than any other player on the pitch.The most by a United player this season is seven (Anthony Martial vs. Leeds). pic.twitter.com/1PRvHi3TtV— Squawka Football (@Squawka) January 17, 2021 Síðari hálfleikur þróaðist svipaður og sá fyrri. Edinson Cavani kom inn sem varamaður um miðjan síðari hálfleik fyrir Anthony Martial og átti að hleypa lífi í sóknarleik United. Besta færi síðari hálfleiks fékk líklega Bruno Fernandes stundarfjórðungi fyrir leikslok eftir sendingu frá Luke Shaw. Alisson sá við honum. Thiago átti flott skot sem De Gea varði þó auðveldlega skömmu eftir færi Bruno. Sjö mínútum fyrir leikslok varði Alisson svo aftur vel er hann sá við Paul Pogba og lokatölur 0-0. Man. United er áfram á toppi deildarinnar með 37 stig en Liverpool er í þriðja sætinu með 34 stig. Í öðru sætinu er Leicester með 35 stig. Manchester United remain top of the Premier League after a 0-0 draw with Liverpool at Anfield— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 17, 2021
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti