Mount hetja Chelsea í naumum sigri Arnar Geir Halldórsson skrifar 16. janúar 2021 19:25 Sigurmarkinu fagnað. vísir/Getty Eitt mark skildi Chelsea og Fulham að þegar liðin mættust í nágrannaslag í ensku úrvalsdeildinni í dag. Chelsea voru án sigurs í þremur leikjum í röð í deildinni þegar kom að leiknum og því gríðarlega mikilvæg stig í húfi fyrir Frank Lampard og lærisveina hans. Leikurinn var jafn og spennandi en á lokamínútum fyrri hálfleiks fékk Antonee Robinson að líta rauða spjaldið fyrir glæfralega tæklingu á Cesar Azpilicueta. Chelsea gekk illa að nýta sér liðsmuninn en á 78.mínútu fann Mason Mount leiðina í mark Fulham þegar hann nýtti sér mistök Alphonse Areola í marki Fulham. Reyndist það eina mark leiksins og kærkominn 0-1 sigur Chelsea staðreynd. Enski boltinn
Eitt mark skildi Chelsea og Fulham að þegar liðin mættust í nágrannaslag í ensku úrvalsdeildinni í dag. Chelsea voru án sigurs í þremur leikjum í röð í deildinni þegar kom að leiknum og því gríðarlega mikilvæg stig í húfi fyrir Frank Lampard og lærisveina hans. Leikurinn var jafn og spennandi en á lokamínútum fyrri hálfleiks fékk Antonee Robinson að líta rauða spjaldið fyrir glæfralega tæklingu á Cesar Azpilicueta. Chelsea gekk illa að nýta sér liðsmuninn en á 78.mínútu fann Mason Mount leiðina í mark Fulham þegar hann nýtti sér mistök Alphonse Areola í marki Fulham. Reyndist það eina mark leiksins og kærkominn 0-1 sigur Chelsea staðreynd.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti