Jói Berg spilaði hálfleik í tapi - Brighton lagði Leeds Arnar Geir Halldórsson skrifar 16. janúar 2021 16:50 Jói Berg í baráttunni í dag. vísir/Getty Tveir leikir fóru fram samtímis klukkan 15 í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley heimsótti West Ham á Ólympíuleikvanginn í Lundúnum og var Jóhann Berg í byrjunarliði Burnley. Michail Antonio kom heimamönnum yfir snemma leiks og leiddu þeir í leikhléi. Jóhanni var skipt af velli fyrir Dwight McNeil í leikhléi. Ekkert mark var skorað í síðari hálfleik og lokatölur því 1-0 fyrir West Ham. Sömu lokatölur litu dagsins ljós á Elland Road nema hvað að þar voru það gestirnir sem höfðu betur þar sem Brighton lagði Leeds United að velli. Neal Maupay gerði eina mark leiksins eftir sautján mínútna leik. Enski boltinn
Tveir leikir fóru fram samtímis klukkan 15 í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley heimsótti West Ham á Ólympíuleikvanginn í Lundúnum og var Jóhann Berg í byrjunarliði Burnley. Michail Antonio kom heimamönnum yfir snemma leiks og leiddu þeir í leikhléi. Jóhanni var skipt af velli fyrir Dwight McNeil í leikhléi. Ekkert mark var skorað í síðari hálfleik og lokatölur því 1-0 fyrir West Ham. Sömu lokatölur litu dagsins ljós á Elland Road nema hvað að þar voru það gestirnir sem höfðu betur þar sem Brighton lagði Leeds United að velli. Neal Maupay gerði eina mark leiksins eftir sautján mínútna leik.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti