Darri Freyr: Okkur finnst allt of hratt farið Árni Jóhannsson skrifar 14. janúar 2021 21:50 „Já þetta er ógeðslega leiðinlegt en við verðum bara að horfa í það að þetta var í rétta átt,“ sagði þjálfari KR strax eftir að hans menn töpuðu fyrir Tindastól í háspennuleik í DHL-höllinni fyrr í kvöld. Leikar enduðu 101-104 fyrir gestina. „Sérstaklega ef það er litið til þess að það er bara mánuður af æfingum frá því að við spiluðum við Njarðvík en náttúrlega mikið fleiri dagar. Ég er mjög ánægður með hlutina sem við náðum að færa í rétta átt sóknarlega og það er alveg ljóst að við munum bæta við okkur stórum leikmanni. Við ætlum ekki alveg að vera svona litlir. Við töluðum um það í hálfleik að ef að Tindastóll hittir eins og í fyrri hálfleik þá verður þetta erfitt og bara vel gert.“ Leikurinn byrjaði mjög hratt og var mikið skorað og Darri var spurður út í hvort það hafi verið erfitt að stýra spennustiginuí sínum leikmönnum sökum tilhlökkunar fyrir leiknum. „Ég held að menn hafi svo bara verið orðnir þreyttir eftir fyrstu tvær mínúturnar. Mér fannst áhugavert að sjá það og það kom okkur dálítið á óvart að Stólarnir spiluðu dálítið hratt þrátt fyrir mikla hæð í liðinu þannig að þetta varð mjög opið og skemmtilegt og okkur leið mjög vel sóknarlega. Við vorum á því að við gætum alveg lagað það sem var að varnarlega og það gerðist í seinni hálfleik og svo bara urðum við smá þreyttir og hefðum getað framkvæmt hlutina betur á köflum. Heilt yfir er ég samt þokkalega bjartur.“ Tyler Sabin skoraði 46 stig í sínum fyrsta leik hér á landi og var Darri beðinn um að segja hvernig honum leist á nýja leikmanninn sinn. „Hann var stigahæstur í Svíþjóð þannig að þetta kemur kannski ekki á óvart þó svo að við séum bara búnir að vera með honum í nokkra daga. Þetta er ágætis fyrsti leikur það er alveg klárt“, sagði Darri og brosti út í annað. Mjög sáttur við að hafa landað þessum leikmanni. Darri sagði að það væri ekkert fast í hendi varðandi nýja leikmenn og ræddi svo aðeins hvernig ástandið er að hafa áhrif á leikmannaskipti og körfuboltavertíðina í heild sinni. „Ég get ekkert staðfest en KR tók þá ákvörðun að bíða aðeins með þetta þangað til að það væri komið skýrt svar um hvort það yrði spilað. Okkur fannst náttúrulega alltof hratt farið af stað í það, við hefðum viljað spila æfingaleik og hefðum viljað hafa tíma til þess að taka ábyrga afstöðu til að koma leikmönnum til landsins. Það var ekki í boði. Ef það hefði brugðið til hins vegarins þá hefði þetta litið rosalega vel út en að sama en nú erum við dálítið að elta skottið á okkur og þurfum að hafa hraðar hendur. En á sama tíma þurfum við að taka skynsamlega ákvörðun.“ Darri kallaði eftir skýru verklagi varðandi ýmsa hluti um daginn og var spurður hvort einhver svör hefðu komið frá KKÍ. „Það voru náttúrlega gefnar út einhvejar reglur og ég ætla ekkert að dvelja við þetta lengur. Ég lýsti minni skoðun fyrir löngu síðan en ég fékk ekkert frá KKÍ varðandi þær hugmyndir en ég er bara til í að spila 22 leiki núna. Og sem betur fer er núna stutt í næsta leik. Þannig að þetta er bara gaman.“ Dominos-deild karla KR Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Sjá meira
Leikar enduðu 101-104 fyrir gestina. „Sérstaklega ef það er litið til þess að það er bara mánuður af æfingum frá því að við spiluðum við Njarðvík en náttúrlega mikið fleiri dagar. Ég er mjög ánægður með hlutina sem við náðum að færa í rétta átt sóknarlega og það er alveg ljóst að við munum bæta við okkur stórum leikmanni. Við ætlum ekki alveg að vera svona litlir. Við töluðum um það í hálfleik að ef að Tindastóll hittir eins og í fyrri hálfleik þá verður þetta erfitt og bara vel gert.“ Leikurinn byrjaði mjög hratt og var mikið skorað og Darri var spurður út í hvort það hafi verið erfitt að stýra spennustiginuí sínum leikmönnum sökum tilhlökkunar fyrir leiknum. „Ég held að menn hafi svo bara verið orðnir þreyttir eftir fyrstu tvær mínúturnar. Mér fannst áhugavert að sjá það og það kom okkur dálítið á óvart að Stólarnir spiluðu dálítið hratt þrátt fyrir mikla hæð í liðinu þannig að þetta varð mjög opið og skemmtilegt og okkur leið mjög vel sóknarlega. Við vorum á því að við gætum alveg lagað það sem var að varnarlega og það gerðist í seinni hálfleik og svo bara urðum við smá þreyttir og hefðum getað framkvæmt hlutina betur á köflum. Heilt yfir er ég samt þokkalega bjartur.“ Tyler Sabin skoraði 46 stig í sínum fyrsta leik hér á landi og var Darri beðinn um að segja hvernig honum leist á nýja leikmanninn sinn. „Hann var stigahæstur í Svíþjóð þannig að þetta kemur kannski ekki á óvart þó svo að við séum bara búnir að vera með honum í nokkra daga. Þetta er ágætis fyrsti leikur það er alveg klárt“, sagði Darri og brosti út í annað. Mjög sáttur við að hafa landað þessum leikmanni. Darri sagði að það væri ekkert fast í hendi varðandi nýja leikmenn og ræddi svo aðeins hvernig ástandið er að hafa áhrif á leikmannaskipti og körfuboltavertíðina í heild sinni. „Ég get ekkert staðfest en KR tók þá ákvörðun að bíða aðeins með þetta þangað til að það væri komið skýrt svar um hvort það yrði spilað. Okkur fannst náttúrulega alltof hratt farið af stað í það, við hefðum viljað spila æfingaleik og hefðum viljað hafa tíma til þess að taka ábyrga afstöðu til að koma leikmönnum til landsins. Það var ekki í boði. Ef það hefði brugðið til hins vegarins þá hefði þetta litið rosalega vel út en að sama en nú erum við dálítið að elta skottið á okkur og þurfum að hafa hraðar hendur. En á sama tíma þurfum við að taka skynsamlega ákvörðun.“ Darri kallaði eftir skýru verklagi varðandi ýmsa hluti um daginn og var spurður hvort einhver svör hefðu komið frá KKÍ. „Það voru náttúrlega gefnar út einhvejar reglur og ég ætla ekkert að dvelja við þetta lengur. Ég lýsti minni skoðun fyrir löngu síðan en ég fékk ekkert frá KKÍ varðandi þær hugmyndir en ég er bara til í að spila 22 leiki núna. Og sem betur fer er núna stutt í næsta leik. Þannig að þetta er bara gaman.“
Dominos-deild karla KR Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Sjá meira