NBA dagsins: Durant þögull um Harden eftir fámennan sigurleik Sindri Sverrisson skrifar 14. janúar 2021 14:30 Kevin Durant verður brátt liðsfélagi James Harden á nýjan leik. Getty/Jim McIsaac Löngum og tíðindamiklum degi hjá öllum sem að Brooklyn Nets koma lauk með 116-109 sigri á New York Knicks í Madison Square Garden í nótt. Tilþrif úr leiknum og fleiri leikjum má sjá í NBA dagsins hér á Vísi. Kevin Durant fór fyrir liði Brooklyn og var gripinn í viðtal eftir leik en vildi sem minnst tjá sig um yfirvofandi ofurfélagaskipti James Harden, sem kemur til Brooklyn frá Houston Rockets. Þeir Harden og Durant voru á sínum tíma liðsfélagar hjá Oklahoma City Thunder og með Kyrie Irving koma þeir til með að mynda rosalegt tríó sem önnur lið þurfa að varast: „Ég ætla að bíða þar til allt er frágengið áður en ég tala um þetta,“ sagði Durant en viðtalið má sjá hér að neðan. Sjö menn spiluðu Brooklyn fórnaði fjórum leikmönnum og framtíðarvalréttum í nýliðavali til að fá Harden, og því voru þeir Jarrett Allen, Taurean Prince, Caris LeVert og Rodions Kurucs ekki með í nótt. Brooklyn var aðeins með níu leikmenn, þar af sjö sem spiluðu, en þeir lögðu allir mikið af mörkum. Durant var spurður út í þessa liðsframmistöðu, eftir „allt dramað og kaosið“ í kringum liðið: „Ég held að það sé ekkert drama eða kaos í gangi. Það er nóg fyrir okkur að spila og strákarnir njóta þess á hverjum degi, sama hverjar kringumstæðurnar eru. Það er margt í gangi á tímabilinu, og í heiminum öllum núna, en allir í klefanum njóta þess alltaf að spila körfubolta. Við spiluðum saman hérna, á báðum endum vallarins, og það var gott að ná öðrum sigri í röð.“ Lillard með fjörutíu stiga leik Í NBA dagsins eru einnig svipmyndir úr 104-93 sigri Dallas Mavericks á Charlotte Hornets þar sem Luka Doncic fór á kostum fyrir Dallas. Hann skoraði 34 stig, tók 13 fráköst, gaf 9 stoðsendingar og varði 4 skot. Damian Lillard var ekki síðri fyrir Portland Trail Blazers sem unnu sex stiga sigur á Sacramento Kings, 132-126, en Lillard skoraði 40 stig og átti 13 stoðsendingar. Portland skoraði úr 23 þriggja stiga skotum í leiknum og vann sinn fjórða leik í röð. Klippa: NBA dagsins 14. janúar NBA Tengdar fréttir Doncic fór á kostum en veiran veldur vandræðum Í skugga stórfréttarinnar um komu James Harden til Brooklyn Nets var spilað í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Dallas Mavericks unnu fjórða leik sinn í röð og Slóveninn Luka Doncic var aðalmaðurinn, í 104-93 sigri á Charlotte Hornets. 14. janúar 2021 07:40 Harden fékk ósk sína uppfyllta og stjörnutríó verður til í Brooklyn Brooklyn Nets þykja orðnir meistarakandídatar í NBA-deildinni í körfubolta eftir að hafa tryggt sér þjónustu James Harden, verðmætasta leikmanns deildarinnar tímabilið 2017-18. 14. janúar 2021 07:15 Mest lesið Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Sport Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Íslenski boltinn Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Fótbolti 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Íslenski boltinn Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Enski boltinn Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Körfubolti Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Enski boltinn Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Grindavík | Vilja forðast umspilssætið Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Sjá meira
Kevin Durant fór fyrir liði Brooklyn og var gripinn í viðtal eftir leik en vildi sem minnst tjá sig um yfirvofandi ofurfélagaskipti James Harden, sem kemur til Brooklyn frá Houston Rockets. Þeir Harden og Durant voru á sínum tíma liðsfélagar hjá Oklahoma City Thunder og með Kyrie Irving koma þeir til með að mynda rosalegt tríó sem önnur lið þurfa að varast: „Ég ætla að bíða þar til allt er frágengið áður en ég tala um þetta,“ sagði Durant en viðtalið má sjá hér að neðan. Sjö menn spiluðu Brooklyn fórnaði fjórum leikmönnum og framtíðarvalréttum í nýliðavali til að fá Harden, og því voru þeir Jarrett Allen, Taurean Prince, Caris LeVert og Rodions Kurucs ekki með í nótt. Brooklyn var aðeins með níu leikmenn, þar af sjö sem spiluðu, en þeir lögðu allir mikið af mörkum. Durant var spurður út í þessa liðsframmistöðu, eftir „allt dramað og kaosið“ í kringum liðið: „Ég held að það sé ekkert drama eða kaos í gangi. Það er nóg fyrir okkur að spila og strákarnir njóta þess á hverjum degi, sama hverjar kringumstæðurnar eru. Það er margt í gangi á tímabilinu, og í heiminum öllum núna, en allir í klefanum njóta þess alltaf að spila körfubolta. Við spiluðum saman hérna, á báðum endum vallarins, og það var gott að ná öðrum sigri í röð.“ Lillard með fjörutíu stiga leik Í NBA dagsins eru einnig svipmyndir úr 104-93 sigri Dallas Mavericks á Charlotte Hornets þar sem Luka Doncic fór á kostum fyrir Dallas. Hann skoraði 34 stig, tók 13 fráköst, gaf 9 stoðsendingar og varði 4 skot. Damian Lillard var ekki síðri fyrir Portland Trail Blazers sem unnu sex stiga sigur á Sacramento Kings, 132-126, en Lillard skoraði 40 stig og átti 13 stoðsendingar. Portland skoraði úr 23 þriggja stiga skotum í leiknum og vann sinn fjórða leik í röð. Klippa: NBA dagsins 14. janúar
NBA Tengdar fréttir Doncic fór á kostum en veiran veldur vandræðum Í skugga stórfréttarinnar um komu James Harden til Brooklyn Nets var spilað í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Dallas Mavericks unnu fjórða leik sinn í röð og Slóveninn Luka Doncic var aðalmaðurinn, í 104-93 sigri á Charlotte Hornets. 14. janúar 2021 07:40 Harden fékk ósk sína uppfyllta og stjörnutríó verður til í Brooklyn Brooklyn Nets þykja orðnir meistarakandídatar í NBA-deildinni í körfubolta eftir að hafa tryggt sér þjónustu James Harden, verðmætasta leikmanns deildarinnar tímabilið 2017-18. 14. janúar 2021 07:15 Mest lesið Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Sport Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Íslenski boltinn Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Fótbolti 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Íslenski boltinn Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Enski boltinn Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Körfubolti Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Enski boltinn Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Grindavík | Vilja forðast umspilssætið Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Sjá meira
Doncic fór á kostum en veiran veldur vandræðum Í skugga stórfréttarinnar um komu James Harden til Brooklyn Nets var spilað í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Dallas Mavericks unnu fjórða leik sinn í röð og Slóveninn Luka Doncic var aðalmaðurinn, í 104-93 sigri á Charlotte Hornets. 14. janúar 2021 07:40
Harden fékk ósk sína uppfyllta og stjörnutríó verður til í Brooklyn Brooklyn Nets þykja orðnir meistarakandídatar í NBA-deildinni í körfubolta eftir að hafa tryggt sér þjónustu James Harden, verðmætasta leikmanns deildarinnar tímabilið 2017-18. 14. janúar 2021 07:15