NBA dagsins: Durant þögull um Harden eftir fámennan sigurleik Sindri Sverrisson skrifar 14. janúar 2021 14:30 Kevin Durant verður brátt liðsfélagi James Harden á nýjan leik. Getty/Jim McIsaac Löngum og tíðindamiklum degi hjá öllum sem að Brooklyn Nets koma lauk með 116-109 sigri á New York Knicks í Madison Square Garden í nótt. Tilþrif úr leiknum og fleiri leikjum má sjá í NBA dagsins hér á Vísi. Kevin Durant fór fyrir liði Brooklyn og var gripinn í viðtal eftir leik en vildi sem minnst tjá sig um yfirvofandi ofurfélagaskipti James Harden, sem kemur til Brooklyn frá Houston Rockets. Þeir Harden og Durant voru á sínum tíma liðsfélagar hjá Oklahoma City Thunder og með Kyrie Irving koma þeir til með að mynda rosalegt tríó sem önnur lið þurfa að varast: „Ég ætla að bíða þar til allt er frágengið áður en ég tala um þetta,“ sagði Durant en viðtalið má sjá hér að neðan. Sjö menn spiluðu Brooklyn fórnaði fjórum leikmönnum og framtíðarvalréttum í nýliðavali til að fá Harden, og því voru þeir Jarrett Allen, Taurean Prince, Caris LeVert og Rodions Kurucs ekki með í nótt. Brooklyn var aðeins með níu leikmenn, þar af sjö sem spiluðu, en þeir lögðu allir mikið af mörkum. Durant var spurður út í þessa liðsframmistöðu, eftir „allt dramað og kaosið“ í kringum liðið: „Ég held að það sé ekkert drama eða kaos í gangi. Það er nóg fyrir okkur að spila og strákarnir njóta þess á hverjum degi, sama hverjar kringumstæðurnar eru. Það er margt í gangi á tímabilinu, og í heiminum öllum núna, en allir í klefanum njóta þess alltaf að spila körfubolta. Við spiluðum saman hérna, á báðum endum vallarins, og það var gott að ná öðrum sigri í röð.“ Lillard með fjörutíu stiga leik Í NBA dagsins eru einnig svipmyndir úr 104-93 sigri Dallas Mavericks á Charlotte Hornets þar sem Luka Doncic fór á kostum fyrir Dallas. Hann skoraði 34 stig, tók 13 fráköst, gaf 9 stoðsendingar og varði 4 skot. Damian Lillard var ekki síðri fyrir Portland Trail Blazers sem unnu sex stiga sigur á Sacramento Kings, 132-126, en Lillard skoraði 40 stig og átti 13 stoðsendingar. Portland skoraði úr 23 þriggja stiga skotum í leiknum og vann sinn fjórða leik í röð. Klippa: NBA dagsins 14. janúar NBA Tengdar fréttir Doncic fór á kostum en veiran veldur vandræðum Í skugga stórfréttarinnar um komu James Harden til Brooklyn Nets var spilað í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Dallas Mavericks unnu fjórða leik sinn í röð og Slóveninn Luka Doncic var aðalmaðurinn, í 104-93 sigri á Charlotte Hornets. 14. janúar 2021 07:40 Harden fékk ósk sína uppfyllta og stjörnutríó verður til í Brooklyn Brooklyn Nets þykja orðnir meistarakandídatar í NBA-deildinni í körfubolta eftir að hafa tryggt sér þjónustu James Harden, verðmætasta leikmanns deildarinnar tímabilið 2017-18. 14. janúar 2021 07:15 Mest lesið Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Handbolti „Mjög stoltur af liðinu“ Körfubolti Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Handbolti „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Fótbolti Fleiri fréttir „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Sjá meira
Kevin Durant fór fyrir liði Brooklyn og var gripinn í viðtal eftir leik en vildi sem minnst tjá sig um yfirvofandi ofurfélagaskipti James Harden, sem kemur til Brooklyn frá Houston Rockets. Þeir Harden og Durant voru á sínum tíma liðsfélagar hjá Oklahoma City Thunder og með Kyrie Irving koma þeir til með að mynda rosalegt tríó sem önnur lið þurfa að varast: „Ég ætla að bíða þar til allt er frágengið áður en ég tala um þetta,“ sagði Durant en viðtalið má sjá hér að neðan. Sjö menn spiluðu Brooklyn fórnaði fjórum leikmönnum og framtíðarvalréttum í nýliðavali til að fá Harden, og því voru þeir Jarrett Allen, Taurean Prince, Caris LeVert og Rodions Kurucs ekki með í nótt. Brooklyn var aðeins með níu leikmenn, þar af sjö sem spiluðu, en þeir lögðu allir mikið af mörkum. Durant var spurður út í þessa liðsframmistöðu, eftir „allt dramað og kaosið“ í kringum liðið: „Ég held að það sé ekkert drama eða kaos í gangi. Það er nóg fyrir okkur að spila og strákarnir njóta þess á hverjum degi, sama hverjar kringumstæðurnar eru. Það er margt í gangi á tímabilinu, og í heiminum öllum núna, en allir í klefanum njóta þess alltaf að spila körfubolta. Við spiluðum saman hérna, á báðum endum vallarins, og það var gott að ná öðrum sigri í röð.“ Lillard með fjörutíu stiga leik Í NBA dagsins eru einnig svipmyndir úr 104-93 sigri Dallas Mavericks á Charlotte Hornets þar sem Luka Doncic fór á kostum fyrir Dallas. Hann skoraði 34 stig, tók 13 fráköst, gaf 9 stoðsendingar og varði 4 skot. Damian Lillard var ekki síðri fyrir Portland Trail Blazers sem unnu sex stiga sigur á Sacramento Kings, 132-126, en Lillard skoraði 40 stig og átti 13 stoðsendingar. Portland skoraði úr 23 þriggja stiga skotum í leiknum og vann sinn fjórða leik í röð. Klippa: NBA dagsins 14. janúar
NBA Tengdar fréttir Doncic fór á kostum en veiran veldur vandræðum Í skugga stórfréttarinnar um komu James Harden til Brooklyn Nets var spilað í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Dallas Mavericks unnu fjórða leik sinn í röð og Slóveninn Luka Doncic var aðalmaðurinn, í 104-93 sigri á Charlotte Hornets. 14. janúar 2021 07:40 Harden fékk ósk sína uppfyllta og stjörnutríó verður til í Brooklyn Brooklyn Nets þykja orðnir meistarakandídatar í NBA-deildinni í körfubolta eftir að hafa tryggt sér þjónustu James Harden, verðmætasta leikmanns deildarinnar tímabilið 2017-18. 14. janúar 2021 07:15 Mest lesið Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Handbolti „Mjög stoltur af liðinu“ Körfubolti Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Handbolti „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Fótbolti Fleiri fréttir „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Sjá meira
Doncic fór á kostum en veiran veldur vandræðum Í skugga stórfréttarinnar um komu James Harden til Brooklyn Nets var spilað í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Dallas Mavericks unnu fjórða leik sinn í röð og Slóveninn Luka Doncic var aðalmaðurinn, í 104-93 sigri á Charlotte Hornets. 14. janúar 2021 07:40
Harden fékk ósk sína uppfyllta og stjörnutríó verður til í Brooklyn Brooklyn Nets þykja orðnir meistarakandídatar í NBA-deildinni í körfubolta eftir að hafa tryggt sér þjónustu James Harden, verðmætasta leikmanns deildarinnar tímabilið 2017-18. 14. janúar 2021 07:15
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti