NBA dagsins: Durant gæddi sér á Nöggum og meistararnir léku sér Sindri Sverrisson skrifar 13. janúar 2021 14:29 Kevin Durant var í stuði gegn Denver Nuggets. Getty/Sarah Stier Kevin Durant átti stærstan þátt í því að Brooklyn Nets unnu upp 18 stiga forskot Denver Nuggets og lönduðu sætum sigri, 122-116, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Í NBA-pakka dagsins má sjá svipmyndir úr leiknum sem og öruggum sigri meistara LA Lakers á Houston Rockets og háspennuleik Philadelphia 76ers og Miami Heat. Hægt er að horfa á NBA-pakka dagsins hér neðst í greininni. Durant skoraði 34 stig gegn Denver, átti 13 stoðsendingar og tók níu fráköst. Hann gerði út um leikinn með þristi sem kom Brooklyn í 120-113 þegar tæplega hálf mínúta var eftir. Bruce Brown, sem byrjaði leikinn í fjarveru Kyrie Irving, var hins vegar einnig öflugur með 16 stig og þar á meðal körfurnar sem komu Brooklyn loks yfir í leiknum. Joel Embiid var senuþjófur kvöldsins en hann skoraði 45 stig í sigri Philadelphia 76ers á Miami Heat, 137-134, í framlengdum leik. Kórónuveiran hefur hrellt bæði lið og valdið fámenni í leikjum þeirra, svo eftir þrjú töp í röð var afar kærkomið fyrir 76ers að fá þriggja stiga körfu frá Dakota Mathias þegar hálf mínúta var eftir af framlengingunni, er hann kom liðinu yfir. Í Houston var James Harden þungur á sér og fjórða leikinn í röð skoraði hann 20 stig eða minna, eða 16 stig að þessu sinni. LeBron James og félagar í meistaraliði Lakers voru byrjaðir að leika sér strax í fyrri hálfleik, 35-14 yfir að loknum fyrsta leikhluta og öruggir um sigurinn allan tímann. Uppgjafartónn var í Harden eftir leik. Svipmyndir úr leikjunum og tíu bestu tilþrif næturinnar má sjá hér að neðan. Klippa: NBA dagsins 13. janúar NBA Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Fótbolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira
Hægt er að horfa á NBA-pakka dagsins hér neðst í greininni. Durant skoraði 34 stig gegn Denver, átti 13 stoðsendingar og tók níu fráköst. Hann gerði út um leikinn með þristi sem kom Brooklyn í 120-113 þegar tæplega hálf mínúta var eftir. Bruce Brown, sem byrjaði leikinn í fjarveru Kyrie Irving, var hins vegar einnig öflugur með 16 stig og þar á meðal körfurnar sem komu Brooklyn loks yfir í leiknum. Joel Embiid var senuþjófur kvöldsins en hann skoraði 45 stig í sigri Philadelphia 76ers á Miami Heat, 137-134, í framlengdum leik. Kórónuveiran hefur hrellt bæði lið og valdið fámenni í leikjum þeirra, svo eftir þrjú töp í röð var afar kærkomið fyrir 76ers að fá þriggja stiga körfu frá Dakota Mathias þegar hálf mínúta var eftir af framlengingunni, er hann kom liðinu yfir. Í Houston var James Harden þungur á sér og fjórða leikinn í röð skoraði hann 20 stig eða minna, eða 16 stig að þessu sinni. LeBron James og félagar í meistaraliði Lakers voru byrjaðir að leika sér strax í fyrri hálfleik, 35-14 yfir að loknum fyrsta leikhluta og öruggir um sigurinn allan tímann. Uppgjafartónn var í Harden eftir leik. Svipmyndir úr leikjunum og tíu bestu tilþrif næturinnar má sjá hér að neðan. Klippa: NBA dagsins 13. janúar
NBA Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Fótbolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira