Valskonur endurheimta þrjár af þeim bestu í deildinni: Þetta breyttist á 102 dögum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. janúar 2021 10:31 Helena Sverrisdóttir og Hildur Björg Kjartansdóttir hafa spilað saman með landsliðinu en hafa verið andstæðingar í félagsliðum. Þegar deildin hefst á ný spilar þær í fyrsta sinn saman með félagsliði. Hér sækir Helena að Hildi þegar þær voru í Val og KR. Vísir/Daníel Þór Domino´s deild kvenna í körfubolta hefst á nýjan leik í kvöld með heilli umferð. Þetta verða fyrstu leikir deildarinnar í 102 daga. Vísir kannaði það betur hvaða breytingar hafa orðið á liðunum í deildinni síðan keppni var hætt í byrjun október. Tvö liðanna hafa nú sem dæmi loksins fengið bandaríska leikmanninn sem þau byrjuðu mótið án. Tveir evrópskir leikmenn hafa líka farið á milli íslenskra liða í þessu hléi. Þrjú lið í deildinni mæta hins vegar með alveg óbreytt lið frá því í haust en það eru lið Skallagríms, Hauka og Keflavíkur. Kórónuveiran var þegar búin að setja sinn svip á fyrstu umferðir Domino´s deildar kvenna í haust því liðin spiluðu ekki jafnmarga leiki í upphafi móts. Nýliðar Fjölnis unnu alla þrjá leiki sína en voru bara eitt af þremur liðum sem lék þrjá leiki. Hin voru Haukar og Breiðablik. Breiðablik vann reyndar einn af þremur leikjum sínum en tapaði honum síðan 20-0 á kæru eftir að hafa notað leikmann sem átti eftir að taka út eins leiks bann síðan að keppni var hætt í mars. Þessi kæra færði Valskonum líka eina sigur sinn í upphafi móts en Valur spilaði bara tvo leiki eins og Skallagrímur, Snæfell og KR. Keflavíkurliðið náði hins vegar aðeins að spila einn leik vegna kórónuveirusmits í liðinu en Keflavík vann þann leik og er því eitt af þremur taplausum liðum ásamt Fjölni (3-0) og Skallagrími (2-0). Valskonur voru ekki sannfærandi í fyrstu tveimur leikjum sínum en hafa nú fengið svaka liðstyrk frá leikjunum í byrjun móts. Þrír af bestu leikmönnum deildarinnar í fyrra eru nefnilega komnar til baka. Hin bandaríska Kiana Johnson missti af leikjunum í haust af því að hún var ekki komin til landsins, Hildur Björg Kjartansdóttir meiddist á fingri og Helena Sverrisdóttir var í barneignarfríi. Allar hafa nú bæst við hópinn. Það er ljóst að þetta er mikil innspíting í leik Valsliðsins en þessir þrír leikmenn voru saman með 51,8 stig, 24,1 fráköst og 14,6 stoðsendingar að meðaltali á Íslandsmótinu í fyrra. Hildur var þá með KR en hinar tvær með Val. Tveir evrópskir leikmenn hafa skipt um félög frá því í haust. Fjölniskonur urðu líka að skipta út einum erlenda leikmanni sinum en sú hin sama, Fiona O'Dwyer hafði líka misst af tveimur af þremur leikjum Grafarvogsliðsins í haust. Fiona O'Dwyer óskaði eftir að losna undan samningi og í staðinn fékk Fjölnir hina portúgölsku Söru Djassi. Búlgarski bakvörðurinn Iva Georgieva byrjaði tímabilið með Snæfelli en er nú kominn til Breiðabliks. Hún fór af landinu en kom aftur eftir áramót og samdi við Blika. Litháinn Kamile Berenyte færði sig líka um set. Hún byrjaði tímabilið hjá KR en er nú komin til Snæfells. Snæfellsliðið hefur nú líka fengið til sín hina bandarísku Haiden Denise Palmer sem missti af leikjum liðsins í haust. KR-konur fá hins vegar bæði hina bandarísku Taryn McCutcheon og hina finnsku Anniku Holopainen til baka og auk þess er Ástrós Lena Ægisdóttir komin aftur heim frá Danmörku. Stöð 2 Sport sýnir tvo leiki í beinni í kvöld. Útsending frá leik Fjölnis og Hauka hefst klukkan 18.05 en útsending frá leik Vals og Skallagríms hefst klukkan 20.10. Báðir leikir eru sýndir á Stöð 2 Sport. Hinir tveir leikir kvöldsins hefjast klukkan 19.15 og eru: Breiðablik-Keflavík og Snæfell-KR. Hér fyrir neðan má sjá breytingarnar á liðunum átta síðan að deildin var sett í lás í október. Breytingar á liðum Domino´s deild kvenna: [Raðað eftir stig og sæti liðanna í deildinni] 1. Fjölnir 6 stig Inn: Sara Djassi Út: Fiona O' Dwyer 2. Skallagrímur 4 stig Engar breytingar 3. Haukar 4 stig Engar breytingar 4. Keflavík 2 stig Engar breytingar 5. Valur 2 stig Inn: Kiana Johnson, Hildur Björg Kjartansdóttir, Helena Sverrisdóttir Út: Auður Íris Ólafsdóttir, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 6. Breiðablik 0 stig Inn: Iva Georgieva, Telma Lind Ásgeirsdóttir Út: Hafrún Erna Haraldsdóttir 7. Snæfell 0 stig Inn: Haiden Denise Palmer, Kamilé Berenyté Út: Iva Georgieva 8. KR 0 stig Inn: Ástrós Lena Ægisdóttir Út: Kamilé Berenyté Dominos-deild kvenna Valur Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Fleiri fréttir Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Sjá meira
Vísir kannaði það betur hvaða breytingar hafa orðið á liðunum í deildinni síðan keppni var hætt í byrjun október. Tvö liðanna hafa nú sem dæmi loksins fengið bandaríska leikmanninn sem þau byrjuðu mótið án. Tveir evrópskir leikmenn hafa líka farið á milli íslenskra liða í þessu hléi. Þrjú lið í deildinni mæta hins vegar með alveg óbreytt lið frá því í haust en það eru lið Skallagríms, Hauka og Keflavíkur. Kórónuveiran var þegar búin að setja sinn svip á fyrstu umferðir Domino´s deildar kvenna í haust því liðin spiluðu ekki jafnmarga leiki í upphafi móts. Nýliðar Fjölnis unnu alla þrjá leiki sína en voru bara eitt af þremur liðum sem lék þrjá leiki. Hin voru Haukar og Breiðablik. Breiðablik vann reyndar einn af þremur leikjum sínum en tapaði honum síðan 20-0 á kæru eftir að hafa notað leikmann sem átti eftir að taka út eins leiks bann síðan að keppni var hætt í mars. Þessi kæra færði Valskonum líka eina sigur sinn í upphafi móts en Valur spilaði bara tvo leiki eins og Skallagrímur, Snæfell og KR. Keflavíkurliðið náði hins vegar aðeins að spila einn leik vegna kórónuveirusmits í liðinu en Keflavík vann þann leik og er því eitt af þremur taplausum liðum ásamt Fjölni (3-0) og Skallagrími (2-0). Valskonur voru ekki sannfærandi í fyrstu tveimur leikjum sínum en hafa nú fengið svaka liðstyrk frá leikjunum í byrjun móts. Þrír af bestu leikmönnum deildarinnar í fyrra eru nefnilega komnar til baka. Hin bandaríska Kiana Johnson missti af leikjunum í haust af því að hún var ekki komin til landsins, Hildur Björg Kjartansdóttir meiddist á fingri og Helena Sverrisdóttir var í barneignarfríi. Allar hafa nú bæst við hópinn. Það er ljóst að þetta er mikil innspíting í leik Valsliðsins en þessir þrír leikmenn voru saman með 51,8 stig, 24,1 fráköst og 14,6 stoðsendingar að meðaltali á Íslandsmótinu í fyrra. Hildur var þá með KR en hinar tvær með Val. Tveir evrópskir leikmenn hafa skipt um félög frá því í haust. Fjölniskonur urðu líka að skipta út einum erlenda leikmanni sinum en sú hin sama, Fiona O'Dwyer hafði líka misst af tveimur af þremur leikjum Grafarvogsliðsins í haust. Fiona O'Dwyer óskaði eftir að losna undan samningi og í staðinn fékk Fjölnir hina portúgölsku Söru Djassi. Búlgarski bakvörðurinn Iva Georgieva byrjaði tímabilið með Snæfelli en er nú kominn til Breiðabliks. Hún fór af landinu en kom aftur eftir áramót og samdi við Blika. Litháinn Kamile Berenyte færði sig líka um set. Hún byrjaði tímabilið hjá KR en er nú komin til Snæfells. Snæfellsliðið hefur nú líka fengið til sín hina bandarísku Haiden Denise Palmer sem missti af leikjum liðsins í haust. KR-konur fá hins vegar bæði hina bandarísku Taryn McCutcheon og hina finnsku Anniku Holopainen til baka og auk þess er Ástrós Lena Ægisdóttir komin aftur heim frá Danmörku. Stöð 2 Sport sýnir tvo leiki í beinni í kvöld. Útsending frá leik Fjölnis og Hauka hefst klukkan 18.05 en útsending frá leik Vals og Skallagríms hefst klukkan 20.10. Báðir leikir eru sýndir á Stöð 2 Sport. Hinir tveir leikir kvöldsins hefjast klukkan 19.15 og eru: Breiðablik-Keflavík og Snæfell-KR. Hér fyrir neðan má sjá breytingarnar á liðunum átta síðan að deildin var sett í lás í október. Breytingar á liðum Domino´s deild kvenna: [Raðað eftir stig og sæti liðanna í deildinni] 1. Fjölnir 6 stig Inn: Sara Djassi Út: Fiona O' Dwyer 2. Skallagrímur 4 stig Engar breytingar 3. Haukar 4 stig Engar breytingar 4. Keflavík 2 stig Engar breytingar 5. Valur 2 stig Inn: Kiana Johnson, Hildur Björg Kjartansdóttir, Helena Sverrisdóttir Út: Auður Íris Ólafsdóttir, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 6. Breiðablik 0 stig Inn: Iva Georgieva, Telma Lind Ásgeirsdóttir Út: Hafrún Erna Haraldsdóttir 7. Snæfell 0 stig Inn: Haiden Denise Palmer, Kamilé Berenyté Út: Iva Georgieva 8. KR 0 stig Inn: Ástrós Lena Ægisdóttir Út: Kamilé Berenyté
Breytingar á liðum Domino´s deild kvenna: [Raðað eftir stig og sæti liðanna í deildinni] 1. Fjölnir 6 stig Inn: Sara Djassi Út: Fiona O' Dwyer 2. Skallagrímur 4 stig Engar breytingar 3. Haukar 4 stig Engar breytingar 4. Keflavík 2 stig Engar breytingar 5. Valur 2 stig Inn: Kiana Johnson, Hildur Björg Kjartansdóttir, Helena Sverrisdóttir Út: Auður Íris Ólafsdóttir, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 6. Breiðablik 0 stig Inn: Iva Georgieva, Telma Lind Ásgeirsdóttir Út: Hafrún Erna Haraldsdóttir 7. Snæfell 0 stig Inn: Haiden Denise Palmer, Kamilé Berenyté Út: Iva Georgieva 8. KR 0 stig Inn: Ástrós Lena Ægisdóttir Út: Kamilé Berenyté
Dominos-deild kvenna Valur Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Fleiri fréttir Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Sjá meira