„Það mun enginn vorkenna okkur“ Sindri Sverrisson skrifar 12. janúar 2021 07:30 Dwight Howard argur í leiknum við Atlanta Hawks í nótt. Getty/Todd Kirkland Philadelphia 76ers glíma áfram við vandamál vegna kórónuveirusmits Seth Curry. Níu leikmenn liðsins gátu þó spilað í nótt en félagið fékk sekt upp á 3,2 milljónir króna fyrir brot á reglum um meiðsli leikmanna. Eftir góða byrjun á tímabilinu tapaði Philadelphia þriðja leik sínum í röð gegn Atlanta í nótt, 112-94. Liðið var aðeins með sjö nothæfa leikmenn í tapinu gegn Denver Nuggets um helgina en fékk Mike Scott og Joel Embiid aftur í sinn hóp gegn Atlanta. Embiid skoraði 24 stig og tók 11 fráköst. En auk Curry eru fjórir leikmenn liðsins í sóttkví. „Það mun enginn vorkenna okkar,“ sagði Doc Rivers, þjálfari Philadelphia. „Við verðum bara að reyna að vinna þessa leiki. Við erum í erfiðum málum vegna COVID en ég hef lúmskan grun um að mörg lið eigi eftir að lenda í þessum vandræðum. Upplýstu ekki um meiðsli Hvert lið þarf að hafa átta leikmenn til taks til að mega spila, samkvæmt kórónuveirureglum deildarinnar. Philadelphia svindlaði á þeim reglum með því að hafa Ben Simmons, sem er meiddur í hné, á bekknum gegn Denver. Hann missti einnig af leiknum í nótt. Philadelphia hefur nú verið sektað fyrir að upplýsa ekki um meiðsli Simmons í samræmi við reglur um að meiðslastaða leikmanna í deildinni sé uppi á borðum Trae Young var stigahæstur Atlanta með 26 stig en hann skoraði meðal annars fyrstu þrjár körfur liðsins í öflugri byrjun á þriðja leikhluta, þegar Atlanta svo til gerði út um leikinn. Þrenna hjá Siakam en tap á síðustu stundu Kórónuveiran heldur áfram að hafa áhrif á NBA-deildina en leik New Orleans Pelicans og Dallas Mavericks sem fara átti fram liðna nótt var frestað. Sömuleiðis var leik Boston Celtics og Chicago Bulls, sem átti að vera í kvöld, frestað. CJ McCollum tryggði Portland Trail Blazers eins stigs sigur á Toronto Raptors, 112-111, með körfu þegar 9,6 sekúndur voru eftir. Hann skoraði 30 stig í leiknum og Damian Lillard 23. Toronto komst 17 stigum yfir en glutraði niður forskotinu, þrátt fyrir að Pascal Siakam skoraði sína fyrstu þrennu en hann var með 22 stig, 13 fráköst og 10 stoðsendingar. CJ is cold-blooded! #Crunchtime pic.twitter.com/Wqq1Xboik7— NBA TV (@NBATV) January 12, 2021 Úrslitin í nótt: Charlotte 109 – 88 New York Cleveland 91 – 101 Memphis Orlando 99 – 121 Milwaukee Washington 128 – 107 Phoenix Atlanta 112 – 94 Philadelphia Portland 112 – 111 Toronto Sacramento 127 – 122 Indiana Dallas – New Orleans, frestað NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Sport Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Íslenski boltinn Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Fótbolti 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Íslenski boltinn Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Enski boltinn Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Körfubolti Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fleiri fréttir Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið Sjá meira
Eftir góða byrjun á tímabilinu tapaði Philadelphia þriðja leik sínum í röð gegn Atlanta í nótt, 112-94. Liðið var aðeins með sjö nothæfa leikmenn í tapinu gegn Denver Nuggets um helgina en fékk Mike Scott og Joel Embiid aftur í sinn hóp gegn Atlanta. Embiid skoraði 24 stig og tók 11 fráköst. En auk Curry eru fjórir leikmenn liðsins í sóttkví. „Það mun enginn vorkenna okkar,“ sagði Doc Rivers, þjálfari Philadelphia. „Við verðum bara að reyna að vinna þessa leiki. Við erum í erfiðum málum vegna COVID en ég hef lúmskan grun um að mörg lið eigi eftir að lenda í þessum vandræðum. Upplýstu ekki um meiðsli Hvert lið þarf að hafa átta leikmenn til taks til að mega spila, samkvæmt kórónuveirureglum deildarinnar. Philadelphia svindlaði á þeim reglum með því að hafa Ben Simmons, sem er meiddur í hné, á bekknum gegn Denver. Hann missti einnig af leiknum í nótt. Philadelphia hefur nú verið sektað fyrir að upplýsa ekki um meiðsli Simmons í samræmi við reglur um að meiðslastaða leikmanna í deildinni sé uppi á borðum Trae Young var stigahæstur Atlanta með 26 stig en hann skoraði meðal annars fyrstu þrjár körfur liðsins í öflugri byrjun á þriðja leikhluta, þegar Atlanta svo til gerði út um leikinn. Þrenna hjá Siakam en tap á síðustu stundu Kórónuveiran heldur áfram að hafa áhrif á NBA-deildina en leik New Orleans Pelicans og Dallas Mavericks sem fara átti fram liðna nótt var frestað. Sömuleiðis var leik Boston Celtics og Chicago Bulls, sem átti að vera í kvöld, frestað. CJ McCollum tryggði Portland Trail Blazers eins stigs sigur á Toronto Raptors, 112-111, með körfu þegar 9,6 sekúndur voru eftir. Hann skoraði 30 stig í leiknum og Damian Lillard 23. Toronto komst 17 stigum yfir en glutraði niður forskotinu, þrátt fyrir að Pascal Siakam skoraði sína fyrstu þrennu en hann var með 22 stig, 13 fráköst og 10 stoðsendingar. CJ is cold-blooded! #Crunchtime pic.twitter.com/Wqq1Xboik7— NBA TV (@NBATV) January 12, 2021 Úrslitin í nótt: Charlotte 109 – 88 New York Cleveland 91 – 101 Memphis Orlando 99 – 121 Milwaukee Washington 128 – 107 Phoenix Atlanta 112 – 94 Philadelphia Portland 112 – 111 Toronto Sacramento 127 – 122 Indiana Dallas – New Orleans, frestað NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Charlotte 109 – 88 New York Cleveland 91 – 101 Memphis Orlando 99 – 121 Milwaukee Washington 128 – 107 Phoenix Atlanta 112 – 94 Philadelphia Portland 112 – 111 Toronto Sacramento 127 – 122 Indiana Dallas – New Orleans, frestað
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Sport Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Íslenski boltinn Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Fótbolti 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Íslenski boltinn Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Enski boltinn Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Körfubolti Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fleiri fréttir Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið Sjá meira