Tveir íslenskir strákar á lista yfir leikmennina sem eiga að „bjarga framtíð FCK“ Anton Ingi Leifsson skrifar 12. janúar 2021 07:02 Greinin sem birtist í Ekstra Bladet í desember. skjáskot/ekstra bladet Tveir ungir íslenskir piltar eru á lista Ekstra Bladet í Danmörku yfir þá leikmenn sem eiga að „bjarga framtíð FCK“, eins og stendur í fyrirsögn blaðsins. Gisle Thorsen, blaðamaður á Ekstra Bladet, gerði í desember grein í blað Ekstra Bladet þar sem hann taldi upp tíu leikmenn sem eiga að bjarga framtíð FCK. Á listanum eru tveir íslenskir dengir. Hinn sextán ára gamli Orri Stein Óskarsson af Seltjarnarnesi og hinn sautján ára Hákon Arnar Haraldsson af Akranesi. „Með fimmtán mörk í U17 deildinni er Orri ofarlega á markaskoraralistanum í deildinni. Einungis Oliver Roos í AaB og samherji hans Roony Bardghji hafa skorað jafn mörg mörk,“ stendur um Orra. „Hann fékk þrettán ára sinn fyrsta leik fyrir Gróttu í meistaraflokki og hann hefur síðan í sumar leikið með FCK eftir að hafa heimsótt félagið. Hann er með góða hæð og er fljótur og öflugur markaskorari.“ „Þegar FCK vann FC Midtjylland 8-1 skoraði hann þrjú mörk. Í síðustu viku [í desember] fékk hann sinn fyrsta leik fyrir U19 liðið og skoraði tvisvar. Í gær [í desember] skoraði hann tvisvar er þeir unnu OB 4-2.“ View this post on Instagram A post shared by KB Talent U9-U13 (@kbtalent) Í blaðinu er einnig umsögn um Hákon Arnar sem er lýst sem öflugum sóknarþenkjandi leikmann sem er öflugur með boltann í fótunum. „FCK náði í hinn íslenska Haraldsson á Akranes sumarið 2019. Íslenski sóknarmaðurinn er vanalega á hægri kantinum en er duglegur að koma inn í völlinn til að taka þátt í leiknum.“ „Hann er ekki sterkasti leikmaðurinn en hann er tæknilega góður og getur tengt vel í spili. Hákon Arnar Haraldsson getur tekið þátt í spili í litlum svæðum og kemur af mörkum af og til,“ sagði í greininni. Sá sem er talinn efnilegastur er þó hinn fimmtán ára gamli Roony Bardghji sem hefur vakið afar mikla athygli en hann skrifaði undir sinn fyrsta samning á dögunum. På sin 15-års fødselsdag har det svenske stortalent Roony Bardghji skrevet kontrakt med FCK Talent. Sidste weekend scorede han 4 (!) mål mod FCM i U17-ligaen. Det ene vildere end det andet. Se hans Messi-mål og de tre andre her... 👀😱🔥 #fcklive pic.twitter.com/3JiBrB89ri— F.C. København (@FCKobenhavn) November 15, 2020 Danski boltinn Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Valur - Breiðablik | Nýkrýndir meistarar mæta á Hlíðarenda FH - Víkingur | FH-ingar vilja tryggja sér annað sætið Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Sjá meira
Gisle Thorsen, blaðamaður á Ekstra Bladet, gerði í desember grein í blað Ekstra Bladet þar sem hann taldi upp tíu leikmenn sem eiga að bjarga framtíð FCK. Á listanum eru tveir íslenskir dengir. Hinn sextán ára gamli Orri Stein Óskarsson af Seltjarnarnesi og hinn sautján ára Hákon Arnar Haraldsson af Akranesi. „Með fimmtán mörk í U17 deildinni er Orri ofarlega á markaskoraralistanum í deildinni. Einungis Oliver Roos í AaB og samherji hans Roony Bardghji hafa skorað jafn mörg mörk,“ stendur um Orra. „Hann fékk þrettán ára sinn fyrsta leik fyrir Gróttu í meistaraflokki og hann hefur síðan í sumar leikið með FCK eftir að hafa heimsótt félagið. Hann er með góða hæð og er fljótur og öflugur markaskorari.“ „Þegar FCK vann FC Midtjylland 8-1 skoraði hann þrjú mörk. Í síðustu viku [í desember] fékk hann sinn fyrsta leik fyrir U19 liðið og skoraði tvisvar. Í gær [í desember] skoraði hann tvisvar er þeir unnu OB 4-2.“ View this post on Instagram A post shared by KB Talent U9-U13 (@kbtalent) Í blaðinu er einnig umsögn um Hákon Arnar sem er lýst sem öflugum sóknarþenkjandi leikmann sem er öflugur með boltann í fótunum. „FCK náði í hinn íslenska Haraldsson á Akranes sumarið 2019. Íslenski sóknarmaðurinn er vanalega á hægri kantinum en er duglegur að koma inn í völlinn til að taka þátt í leiknum.“ „Hann er ekki sterkasti leikmaðurinn en hann er tæknilega góður og getur tengt vel í spili. Hákon Arnar Haraldsson getur tekið þátt í spili í litlum svæðum og kemur af mörkum af og til,“ sagði í greininni. Sá sem er talinn efnilegastur er þó hinn fimmtán ára gamli Roony Bardghji sem hefur vakið afar mikla athygli en hann skrifaði undir sinn fyrsta samning á dögunum. På sin 15-års fødselsdag har det svenske stortalent Roony Bardghji skrevet kontrakt med FCK Talent. Sidste weekend scorede han 4 (!) mål mod FCM i U17-ligaen. Det ene vildere end det andet. Se hans Messi-mål og de tre andre her... 👀😱🔥 #fcklive pic.twitter.com/3JiBrB89ri— F.C. København (@FCKobenhavn) November 15, 2020
Danski boltinn Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Valur - Breiðablik | Nýkrýndir meistarar mæta á Hlíðarenda FH - Víkingur | FH-ingar vilja tryggja sér annað sætið Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Sjá meira