Tímabilið í japönsku úrvalsdeildinni hefst 27. febrúar en daginn áður fagnar Miura 54 ára afmæli sínu. Hann fæddist í Shizouka 26. febrúar 1967.
Miura er elsti atvinnumaður í fótbolta í heiminum og elsti leikmaðurinn sem hefur skorað í atvinnumannadeild.
Hann gekk í raðir Yokohoma 2005 og næsta tímabil verður hans sautjánda hjá félaginu.
— J.LEAGUE Official EN (@J_League_En) January 11, 2021
At 11:11 on January 11th, @yokohama_fc announced big news about their #11: The renewal of 53-year-old forward Kazuyoshi Miura's contract for the 2021 season! https://t.co/tz6iu2WTs5
Miura er ein stærsta fótboltastjarna sem Japan hefur átt. Hann lék 89 landsleiki á árunum 1990-2000 og skoraði í þeim 55 mörk.
Miura lék lengi í Brasilíu en hefur einnig leikið á Ítalíu og í Króatíu. Hann lék sína fyrstu leiki á ferlinum 1986.