Vandræðin aukast vegna veirunnar en NBA heldur áfram Sindri Sverrisson skrifar 11. janúar 2021 07:30 Anthony Davis fór mikinn í Texas í nótt. Getty/Carmen Mandato Þó að leikmannahópar nokkurra NBA-liða hafi þynnst og að í gær hafi þurft að fresta leik Boston Celtics og Miami Heat, vegna kórónuveirusmita eða gruns um smit, stendur ekki til að stöðva keppni í deildinni. Þetta segir Mike Bass, talsmaður NBA, en blaðamaðurinn Sopan Deb hjá New York Times hafði eftirfarandi eftir honum: „Við sáum það fyrir að það yrði leikjum frestað á þessu tímabili og skipulögðum tímabilið út frá því. Það eru engar áætlanir um að stöðva tímabilið. Við höldum áfram í samræmi við ráðgjöf frá okkar heilbrigðissérfræðingum og miðað við okkar heilbrigðis- og öryggisreglur.“ NEW from NBA spokesman Mike Bass: We anticipated that there would be game postponements this season and planned this season accordingly. There are no plans to pause the season. We will continue to be guided by our medical experts and our health and safety protocols. — Sopan Deb (@SopanDeb) January 10, 2021 Leik Boston og Miami var frestað þar sem að Miami var ekki með átta leikmenn til taks til að spila, vegna gruns um smit, en það er lágmarksfjöldinn sem þarf svo að lið spili. Boston-menn ætluðu að spila en voru aðeins með átta leikmenn til taks samkvæmt ESPN. Þetta er annar leikurinn sem fresta þarf vegna Covid-19 en sá fyrri var á milli Houston Rockets og Oklahoma City Thunder þegar tímabilið var að hefjast, á Þorláksmessu. Hins vegar hefur kórónuveiran sett sterkan svip á fjölda leikja, því lið hafa verið án leikmanna vegna hennar. Philadelphia 76ers léku til að mynda ansi fáliðaðir gegn Denver Nuggets um helgina og óvíst er hvernig næstu leikir verða hjá liðinu. Davis bara að vera Davis Sjö leikir fóru hins vegar fram í gærkvöld og í nótt. Meistarar Los Angeles Lakers áttu ekki í vandræðum með Houston Rockets og unnu 120-102 sigur þar sem að Anthony Davis var í aðalhlutverki og skoraði 27 stig. LeBron James bætti við 18. „Í kvöld var A. D. bara að vera A. D. og það að fá hann aftur gefur okkur allt annað gangverk bæði í sókn og vörn,“ sagði James um Davis sem missti af leik á föstudaginn vegna meiðsla í nára. @AntDavis23 (27 PTS, 3 BLK) and @KingJames (18 PTS, 7 REB, 7 AST) lead the @Lakers to 8-3. #LakeShow pic.twitter.com/uFwgBNu7D0— NBA (@NBA) January 11, 2021 Það dugði Zach LaVine ekki að skora 45 stig fyrir Chicago Bulls þegar liðið tapaði 130-127 fyrir Los Angeles Clippers. Kawhi Leonard skoraði 35 stig fyrir Clippers og hefur þar með náð 10.000 stigum á sínum ferli. Damion Lee tryggði Golden State Warriors 106-105 sigur á Toronto Raptors af vítalínunni þegar 3,3 sekúndur voru eftir. Andrew Wiggins (@22wiggins) gets it done on both ends for the @warriors! 17 PTS 4 BLK Game-winning defensive stop pic.twitter.com/sDf1FbvBwk— NBA (@NBA) January 11, 2021 Stephen Curry var í afar óvenjulegum vandræðum í leiknum, klúðraði níu af tíu þriggja stiga skotum sínum, og skoraði aðeins 11 stig í leiknum eftir samtals 143 stig í síðustu fjórum leikjum. Það kom þó ekki að sök. Úrslitin í nótt Denver 86 – 96 Utah LA Clippers 130 – 127 Chicago Bulls Brooklyn 116 – 129 Oklahoma New York 89 – 114 Denver Houston 102 – 120 LA Lakers Minnesota 96 – 88 San Antonio Golden State 106 – 105 Toronto NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Fleiri fréttir Valur og Keflavík í undanúrslit Leik lokið: KR - Njarðvík 101-57 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Sjá meira
Þetta segir Mike Bass, talsmaður NBA, en blaðamaðurinn Sopan Deb hjá New York Times hafði eftirfarandi eftir honum: „Við sáum það fyrir að það yrði leikjum frestað á þessu tímabili og skipulögðum tímabilið út frá því. Það eru engar áætlanir um að stöðva tímabilið. Við höldum áfram í samræmi við ráðgjöf frá okkar heilbrigðissérfræðingum og miðað við okkar heilbrigðis- og öryggisreglur.“ NEW from NBA spokesman Mike Bass: We anticipated that there would be game postponements this season and planned this season accordingly. There are no plans to pause the season. We will continue to be guided by our medical experts and our health and safety protocols. — Sopan Deb (@SopanDeb) January 10, 2021 Leik Boston og Miami var frestað þar sem að Miami var ekki með átta leikmenn til taks til að spila, vegna gruns um smit, en það er lágmarksfjöldinn sem þarf svo að lið spili. Boston-menn ætluðu að spila en voru aðeins með átta leikmenn til taks samkvæmt ESPN. Þetta er annar leikurinn sem fresta þarf vegna Covid-19 en sá fyrri var á milli Houston Rockets og Oklahoma City Thunder þegar tímabilið var að hefjast, á Þorláksmessu. Hins vegar hefur kórónuveiran sett sterkan svip á fjölda leikja, því lið hafa verið án leikmanna vegna hennar. Philadelphia 76ers léku til að mynda ansi fáliðaðir gegn Denver Nuggets um helgina og óvíst er hvernig næstu leikir verða hjá liðinu. Davis bara að vera Davis Sjö leikir fóru hins vegar fram í gærkvöld og í nótt. Meistarar Los Angeles Lakers áttu ekki í vandræðum með Houston Rockets og unnu 120-102 sigur þar sem að Anthony Davis var í aðalhlutverki og skoraði 27 stig. LeBron James bætti við 18. „Í kvöld var A. D. bara að vera A. D. og það að fá hann aftur gefur okkur allt annað gangverk bæði í sókn og vörn,“ sagði James um Davis sem missti af leik á föstudaginn vegna meiðsla í nára. @AntDavis23 (27 PTS, 3 BLK) and @KingJames (18 PTS, 7 REB, 7 AST) lead the @Lakers to 8-3. #LakeShow pic.twitter.com/uFwgBNu7D0— NBA (@NBA) January 11, 2021 Það dugði Zach LaVine ekki að skora 45 stig fyrir Chicago Bulls þegar liðið tapaði 130-127 fyrir Los Angeles Clippers. Kawhi Leonard skoraði 35 stig fyrir Clippers og hefur þar með náð 10.000 stigum á sínum ferli. Damion Lee tryggði Golden State Warriors 106-105 sigur á Toronto Raptors af vítalínunni þegar 3,3 sekúndur voru eftir. Andrew Wiggins (@22wiggins) gets it done on both ends for the @warriors! 17 PTS 4 BLK Game-winning defensive stop pic.twitter.com/sDf1FbvBwk— NBA (@NBA) January 11, 2021 Stephen Curry var í afar óvenjulegum vandræðum í leiknum, klúðraði níu af tíu þriggja stiga skotum sínum, og skoraði aðeins 11 stig í leiknum eftir samtals 143 stig í síðustu fjórum leikjum. Það kom þó ekki að sök. Úrslitin í nótt Denver 86 – 96 Utah LA Clippers 130 – 127 Chicago Bulls Brooklyn 116 – 129 Oklahoma New York 89 – 114 Denver Houston 102 – 120 LA Lakers Minnesota 96 – 88 San Antonio Golden State 106 – 105 Toronto NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Denver 86 – 96 Utah LA Clippers 130 – 127 Chicago Bulls Brooklyn 116 – 129 Oklahoma New York 89 – 114 Denver Houston 102 – 120 LA Lakers Minnesota 96 – 88 San Antonio Golden State 106 – 105 Toronto
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Fleiri fréttir Valur og Keflavík í undanúrslit Leik lokið: KR - Njarðvík 101-57 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti