Norska smalakonan segist vera kölluð trans-Íslendingur Kristján Már Unnarsson skrifar 10. janúar 2021 06:13 Silje Dahlen Alviniussen er frá Tønsberg í Noregi, sem til forna hét Túnsberg, en hefur undanfarin fjögur ár búið á Íslandi. Einar Árnason „Mig langaði bara að búa hérna, einhvernveginn. Ég hef alltaf verið mjög hrifin af landinu. Fólk er oft að gera grín að mér, segir að ég sé trans-Íslendingur. Ég er bara fædd í vitlausu landi,“ segir hin norska Silje Dahlen Alviniussen og hlær, nýkomin úr sex daga fjárleitum að Fjallabaki þriðja árið í röð. Sjónvarpsmenn Stöðvar 2 lentu í þeirri neyðarlegu stöðu á Landmannaafrétti í haust, við upptökur á þættinum Um land allt, að trufla fjárrekstur tveggja kvenna með þeirri afleiðingu að kindahópurinn tók á rás til fjalla. Fréttamaðurinn hafði beðið þær um að stíga af hestbaki og koma í viðtal en á meðan hann var að stilla þeim upp ruku þær skyndilega í burtu þegar þær áttuðu sig á því að kindurnar voru að sleppa frá þeim. Réttardagurinn hófst við fossinn Tröllkonuhlaup í Þjórsá. Þar var fé dregið í sundur sem komið var niður af hálendinu á undan aðalfjárrekstrinum.Einar Árnason Þremur dögum síðar, að morgni réttardagsins 25. september, rekumst við aftur á aðra þeirra, hina norsku Silje. Hún var þá stödd í einskonar forréttum á bökkum Þjórsár við fossinn Tröllkonuhlaup. Fréttamaðurinn hafði vonast til að smalakonurnar hefðu náð að redda málunum uppi á fjöllum þremur dögum áður en hér lýsir Silje því hvernig það fór. Einnig segir hún okkur frá því hversvegna hún tók upp á því fyrir fjórum árum að flytja til Íslands og hversvegna fólk kalli hana trans-Íslending: Hér geta áhorfendur svo séð neyðarlega atvikið þegar fréttamaðurinn flæktist fyrir: Hægt er að sjá þáttinn í heild sinni á Maraþoni Stöðvar 2. Landbúnaður Rangárþing ytra Ásahreppur Noregur Hestar Um land allt Tengdar fréttir Fornar lögbækur sýna að fjárrekstur á hálendið hófst skömmu eftir landnám Ákvæði um afrétti sem finna má í elstu lögbókum Íslendinga, bæði Grágás og Jónsbók, benda til að íbúar landsins hafi snemma farið að nýta hálendið til búfjárbeitar. Fornar heimildir styðja þannig það álit Kristins Guðnasonar, fjallkóngs Land- og Holtamanna, að menn hafi byrjað að reka fé á fjöll um landnám. 4. janúar 2021 22:32 Telur bændur hafa rekið fé á hálendið allt frá landnámi „Sagan segir að menn hafi byrjað að reka bara um landnám,“ svarar fjallkóngurinn á Landmannaafrétti, Kristinn Guðnason, þegar við veltum því upp hversu rótgróinn þáttur fjárleitir á hálendinu er í þjóðmenningu Íslendinga. 2. janúar 2021 06:26 Eltast við ullarhnoðra í hríðarbyl að Fjallabaki Tvær konur á hestum í hríðarbyl sjást eltast við kindur í flughálku utan í bröttum hlíðum Dómadals. Önnur þeirra hrasar. 19. desember 2020 23:41 Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Sjá meira
Sjónvarpsmenn Stöðvar 2 lentu í þeirri neyðarlegu stöðu á Landmannaafrétti í haust, við upptökur á þættinum Um land allt, að trufla fjárrekstur tveggja kvenna með þeirri afleiðingu að kindahópurinn tók á rás til fjalla. Fréttamaðurinn hafði beðið þær um að stíga af hestbaki og koma í viðtal en á meðan hann var að stilla þeim upp ruku þær skyndilega í burtu þegar þær áttuðu sig á því að kindurnar voru að sleppa frá þeim. Réttardagurinn hófst við fossinn Tröllkonuhlaup í Þjórsá. Þar var fé dregið í sundur sem komið var niður af hálendinu á undan aðalfjárrekstrinum.Einar Árnason Þremur dögum síðar, að morgni réttardagsins 25. september, rekumst við aftur á aðra þeirra, hina norsku Silje. Hún var þá stödd í einskonar forréttum á bökkum Þjórsár við fossinn Tröllkonuhlaup. Fréttamaðurinn hafði vonast til að smalakonurnar hefðu náð að redda málunum uppi á fjöllum þremur dögum áður en hér lýsir Silje því hvernig það fór. Einnig segir hún okkur frá því hversvegna hún tók upp á því fyrir fjórum árum að flytja til Íslands og hversvegna fólk kalli hana trans-Íslending: Hér geta áhorfendur svo séð neyðarlega atvikið þegar fréttamaðurinn flæktist fyrir: Hægt er að sjá þáttinn í heild sinni á Maraþoni Stöðvar 2.
Landbúnaður Rangárþing ytra Ásahreppur Noregur Hestar Um land allt Tengdar fréttir Fornar lögbækur sýna að fjárrekstur á hálendið hófst skömmu eftir landnám Ákvæði um afrétti sem finna má í elstu lögbókum Íslendinga, bæði Grágás og Jónsbók, benda til að íbúar landsins hafi snemma farið að nýta hálendið til búfjárbeitar. Fornar heimildir styðja þannig það álit Kristins Guðnasonar, fjallkóngs Land- og Holtamanna, að menn hafi byrjað að reka fé á fjöll um landnám. 4. janúar 2021 22:32 Telur bændur hafa rekið fé á hálendið allt frá landnámi „Sagan segir að menn hafi byrjað að reka bara um landnám,“ svarar fjallkóngurinn á Landmannaafrétti, Kristinn Guðnason, þegar við veltum því upp hversu rótgróinn þáttur fjárleitir á hálendinu er í þjóðmenningu Íslendinga. 2. janúar 2021 06:26 Eltast við ullarhnoðra í hríðarbyl að Fjallabaki Tvær konur á hestum í hríðarbyl sjást eltast við kindur í flughálku utan í bröttum hlíðum Dómadals. Önnur þeirra hrasar. 19. desember 2020 23:41 Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Sjá meira
Fornar lögbækur sýna að fjárrekstur á hálendið hófst skömmu eftir landnám Ákvæði um afrétti sem finna má í elstu lögbókum Íslendinga, bæði Grágás og Jónsbók, benda til að íbúar landsins hafi snemma farið að nýta hálendið til búfjárbeitar. Fornar heimildir styðja þannig það álit Kristins Guðnasonar, fjallkóngs Land- og Holtamanna, að menn hafi byrjað að reka fé á fjöll um landnám. 4. janúar 2021 22:32
Telur bændur hafa rekið fé á hálendið allt frá landnámi „Sagan segir að menn hafi byrjað að reka bara um landnám,“ svarar fjallkóngurinn á Landmannaafrétti, Kristinn Guðnason, þegar við veltum því upp hversu rótgróinn þáttur fjárleitir á hálendinu er í þjóðmenningu Íslendinga. 2. janúar 2021 06:26
Eltast við ullarhnoðra í hríðarbyl að Fjallabaki Tvær konur á hestum í hríðarbyl sjást eltast við kindur í flughálku utan í bröttum hlíðum Dómadals. Önnur þeirra hrasar. 19. desember 2020 23:41