Dularfulli skiltalistamaðurinn er Sigurjón Sighvatsson Jakob Bjarnar skrifar 9. janúar 2021 08:00 Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi stígur nú fram sem listamaður. Það var ekkert endilega sjálfgefið. visir/vilhelm Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi stígur nú fram sem sjálfstæður listamaður eftir áratugi „bak við tjöldin“ sem framleiðandi. Hann segist vera með eilítinn sviðsskrekk. Milli jóla og nýárs, nánar tiltekið 26. desember, opnaði myndlistamaður sem kallar sig CozYboy sýninguna Becoming Richard. Sýningin er að sönnu nýstárleg bæði að formi og innihaldi. Verkin, sem eru margslungin, birtast á 287 auglýsingaskjám sem eru á strætóskýlum og risa LED-skiltum við fjölförnustu gatnamót á höfuðborgarsvæðinu. „CozYboy gefur ekki upp raunverulegt nafn sitt en á auglýsingaskiltunum má sjá ýmiskonar skilaboð sem hafa vakið athygli vegfarenda,“ segir í frétt Vísis um sýninguna. Fréttin sem og verkin hafa vakið mikla athygli. Meðal annars segir í einu verkanna: „Nine Lives – Says Who?? Bubbi Morthens !!! LOL Gimmi A Break!“ Sýningin er enn yfirstandandi og verður út sunnudag. Það tókst með eftirgangsmunum að svæla listamanninn fram í dagsljósið, í höfundatal Vísis en það stóð ekkert endilega til að opinbera hver stæði að baki listamannsnafninu CozYboy. Á óvart kemur að þar er á ferðinni maður sem vissulega hefur lengi starfað að listsköpun en þá sem framleiðandi. Er reyndar einn þekktasti kvikmyndaframleiðandi sem Ísland hefur alið. Sigurjón á sem slíkur að baki afar merkan ferli en nú er spurt: Hvað gengur þér til? „Hvað gengur mér til með verkinu? Já. Ég vinn í mörgu og kem nálægt ýmsum listgreinum. Engu að síður er starfsheitið kvikmyndaframleiðandi. En ég hef komið að ýmsum öðrum greinum, til dæmis hönnun þá sem einn eigandi ´66 Norður og hvað sem er … ég er áhugamaður um alla list,“ segir Sigurjón í samtali við Vísi. Ekki hátt skrifaður í bókmenntafræðinni Ekki er eins einfalt og ætla mætti í fyrstu að komast að því hvað hangir á spýtunni. Til að skilja hvað býr að baki verkinu, hvert inntak verksins er og hvaðan það er ættað, þarf að fara aftur í tímann og skoða sögu Sigurjóns sem fyrst kom fram á sjónarsviðið sem skær poppstjarna, bassaleikari í vinsælustu hljómsveitum sinnar tíðar svo sem Ævintýri og Brimkló. Sigurjón var poppstjarna í kringum tvítugsaldurinn. Hér má sjá skjáskot af umfjöllun í Vikunni, frá árinu 1971, um stórtónleika hljómsveitarinnar Ævintýri, sem var ein vinsælasta hljómsveitin á Íslandi á sínum tíma.Timarit.is skjáskot „Já, ég stúderaði bókmenntir, er með gráðu í bókmenntum, en hef alltaf verið alæta á alla list. Ég var kannski ekki alltaf vel séður í mínum bekk í Háskóla Íslands í bókmenntafræðinni. Vegna þess að ég kom úr lágmenningartónlist en ekki hámenningartónlist. Við vorum ekki endilega hátt skrifaðir sem listamenn. Þetta þótti ekki tónlist heldur garg,“ segir Sigurjón kíminn. Og hann heldur áfram að rekja afskipti sín af því sem lengstum hefur verið flokkað sem lágmenning eða afþreying fremur en að það hafi mikið með listsköpun að gera. „Jafnvel áróðurstæki en ég myndi segja að ég hafi alltaf verið á þessari línu.“ Nema á undanförnum fimmtán til tuttugu árum hafa orðið hvörf, að mati Sigurjóns. Skilin milli hámenningar og lágmenningar hafa verið að mást út. Sigurjón segist hafa áttað sig á því þegar hann fór að vinna með sér yngri listamönnum. „Það er mikill munur á listamönnum sem eru 45 og yngri og þeim eldri. Listamenn sem eru eldri gera skýran greinarmun á afþreyingu og list. Þetta er svolítið eins og með dómarann í Kaliforníu sem skilgreindi klám. Hvað er að? Ég get ekki lýst því en ég þekki það þegar ég sé það. Eins er með alla þessa listaspekinga, þeir töldu sig hæglega geta greint mun á hámenningu og lágmenningu.“ Að blanda saman afþreyingu og listum Sigurjón segir að þó hann sé auðvitað eldri, „kominn á ellilífeyrisaldur,“ þá hafi hann ætíð dansað á þessari línu. „Þeir í Háskólanum, í bókmenntabekknum mínum, voru ekkert hrifnir af Brimkló. Ekki til mörg safneintök plötu þeirrar hljómsveitar hjá Einari Má eða Kárasyni, sem ég var með í bekk þó ég hafi unnið með honum seinna í Litlu hryllingsbúðinni. En ég fann að yngri listamenn, sem höfðu alist upp við teiknimyndasögur og Hollywood-bíómyndir þá öðru vísi en hástemmdari, rithöfundar eða krítíkerar, skildu alveg vægi og gildi lágmenningar sem svo er nefnd.“ Eitt verka Sigurjóns, sem hafa verið birt undir höfundarnafninu CozBoy, sem sjá má á einu af LED-skiltum Billboard ehf í strætóskýli í Reykjavík.Páll Stefánsson Sigurjón segir að hann hafi ekki fengist við framleiðslu risamynda, eða „blockböstera“ í Hollywood. Honum hafi aldrei fundist þær mjög merkilegar þó hann væri að vinna í sömu borg og þær eru framleiddar í. En hans sjónarmið hafi ætíð verið að ef fólk fari í bíó þá rekist það á eitthvað annað bitastæðara líka. „Ég fór í að framleiða unglingasápu, Beverly Hills 90210, sem var vinsæl, fyrsta unglingasápan og braut þannig blað og svo yfir í Twin Peaks, sem nýti sér sápuformið. Ég verð að segja að ég sé einhvers staðar þarna í miðjunni. Ég hef aldrei komist í hámenningarhópinn. Svoleiðis. En aldur og fyrri störf hafa leitt mig inn á þær brautir. Ég hef unnið með slíku fólki, í kvikmyndargerðinni og farið vítt og breytt. Ég hef gert kvikmyndir um listamenn svo sem Basquiat, og með listamönnum. Ég er einn sá fyrsti sem gerði bíómyndir sem var leikstýrt af myndlistarfólki; fótboltamyndir!“ Hámenning, lágmenning, örstutt Til marks um að girðingarnar séu orðnar lægri ef einhverjar nefnir Sigurjón dæmi um að hann hafi einhverju sinni verið með listamannasamkomu á Eiðum og þeir hafi verið æstastir í að spila fótbolta. „Ég sem hélt að þeir vildu helst bara sitja og þamba kaffi, reykja sígarettur og drekka dýr vín. Allar þessar hindranir voru að hverfa: Skil milli hámenningar og lágmenningar.“ Hvernig allt þetta tengist listaverkunum sem birtist á flenniskiltum, sem vart fara fram hjá þeim sem eiga leið um borgarlandið, og því hvernig það vildi til að Sigurjón Sighvatsson er að hasla sér völl sem sjálfstæður listamaður á eftir að koma í ljós. Við erum á leiðinni þangað en í upphafi skyldi endinn skoða. Nú þegar Sigurjón lítur um öxl segir hann að ferill sinn hafi alls ekki alltaf, og stundum alls ekki, einkennst af því sem flokkast sem listsköpun. Hann og fyrirtæki hans í kvikmyndagerðinni, Propaganda Films, hafa fengist við gerð tónlistarmyndbanda og auglýsingagerð sem aldrei hefur talist list. En Sigurjón hefur einnig setið í stjórn listasafna þannig að hann hefur komið víða við. „Löng leið að þessu. Ég nenni ekki að horfa á íþróttir þó ég hafi gert tvær myndir um fótbolta sem er meira en flestir íþróttaáhugamenn hafa gert. Ég veit ekki. Sem framleiðandi þá snýst þetta alltaf um „high lights“. En áhugamál mín hafa að mestu snúist um list. Og hugleiðslu, að koma íhugun til fleiri, en það svo tengist minni heilsu.“ Höfundarrétturinn snúinn Gallinn við kvikmyndagerð í tengslum við listsköpun er að sögn Sigurjóns sá að þar er um að ræða hópvinnu. Þar þarf hópur fólks að koma að þó ný tækni hafi að einhverju leyti dregið úr þeirri þörf. „Kosturinn við að taka ljósmyndir, mála, teikna, skrifa er sá að þú þarft ekki aðra. Þú þarft bara blað og blýant. Oft er talið að fyrsta alþýðulistin hafi verið ljósmyndin. Þá gafst alþýðu kostur á að tjá sig án þess að kunna að teikna. Fyrr á tímum var það metið svo að ef þú gast ekki teiknað sæmilega var þetta bara krass. Eða allt þar til abstraktlistin fór að kom. Málverk Jackson Pollocks voru bara einhverjar slettur. Sem allir töldu sig geta gert. En þú sérð samt muninn.“ Samhliða því að fást við framleiðslu afurða sem flokkast sem afþreying fylgdist Sigurjón grannt með myndlistinni. Og áhugi hans vaknaði fyrir alvöru þegar Richard Prince varð á á vegi hans. „Appropriation art.“ „Sem eigandi höfundarréttar hef ég haft mikinn áhuga á honum. Og hér vaknar spurningin: Hvað er upprunalegt og hvað er ekki upprunalegt? Þó ég fái ekki nema hundrað krónur á ári fyrir tónsmíðar mínar fyrr á árum er ég að fá höfundalaun. Í kvikmyndum er þetta mjög flókið fyrirbæri. Ég átti í Scanbox Emntertainment, sem er þriðji stærsti dreifingaraðili í Skandinavíu, sem þurfti að eiga við niðurhalið þegar það kom til sögunnar. Brotið á rétthöfum og höfundum sem skópu listina. Hvar liggja þessi mörk? Það má því segja að ég hafi fylgst vel með í þessum geira og þróun.“ Hinn mjög svo athyglisverði Richard Prince Sigurjón segir jafnframt að popplistin, Andy Warhol, Rauschenberg og fleiri listamenn, hafi höfðað mikið til hans. Og svo þegar Prince, sem Sigurjón segir sinn eftirlætis myndlistarmann, kemur fram fari þetta að gerast nánast í beinni. Hann ögrar með því að taka efni án þess að hika frá öðrum, oft nánast hrátt, og nota í sínum verkum. Richard Prince hefur haft mikil áhrif á Sigurjón og þá ekki síst varðandi pælingar sem snúa að höfundarrétti og uppruna listarinnar. „Ég hef fylgst grannt með hans ferli. Hann varð fyrst frægur fyrir þetta Marlboro Man málverk „sitt“. En hann tók ljósmyndir tiltölulega óþekkts ljósmyndara, sem hafði tekið myndir fyrir Marlboro á sínum tíma, og gerði málverk úr þeim án þess að breyta þeim nokkuð.“ Í kjölfarið hófust miklar deilur um hvað teljist höfundaverk og hvað ekki. Og málaferli. Prince tapaði ekki Marlboro-málinu en hann hefur tapað öðrum málum. „Einna umdeildast var þegar hann fór að taka efni af Instragram. Mér finnst það áhugaverður miðill þó mér finnist hann ekki merkilegur. Eins og að leita að nál í heystakk að finna eitthvað merkilegt þar. En það er til. Prince fór inná Instagram hjá öðru fólki, skrifaði komment, tók mynd af því, tók svo þá mynd og gerði málverk af því. Ivanka Trump er frægasta dæmið en það innihélt þá einnig hans eigin setningar og athugasemdir. Ég fór á þessa sýningu, 2015 eða 2016, og fannst þetta afar áhugavert.“ Spurning er hvort með því að bæta athugasemdum við sé Prince búinn að breyta Instagram-færslu Ivönku Trump í sitt eigið verk. En fyrir það hefur hann verið kærður. „Aðallega eru þetta konur sem hafa sagt að hann hafi tekið myndir þeirra í leyfisleysi, þær eigi myndirnar. Mér fannst þessir textar hans skemmtilegir, írónískir og merkilegir. Og fékk ýmsar hugmyndir. Ég hef tekið myndir af textanum og þetta hefur verið að gerjast í huganum í nokkur ár, þá að nota þessa texta. Að þeir gætu staðið sér sem verk.“ Að stela frá þjófi eða þannig Og nú styðst Sigurjón við verk Richards Prince sem sakaður hefur verið um höfundarréttarbrot. Þannig að þetta eru komnir nokkrir snúningar á skrúfuna. Becoming Richard. Sigurjón segist hafa verið að vinna að ljósmyndaverkum í mörg ár, verkum sem byggjast á ljósmyndum en ekki þá þannig að ljósmyndirnar sem slíkar séu verkið. Sigurjón hefur ekki dvalið eins lengi í senn á Íslandi og nú í fjörutíu ár. Ástæðan er ... Covid.vísir/vilhelm „Maður er ekki endilega að fara að keppa við þá ljósmyndara sem líta á ljósmyndina sjálfa sem listaverk. Ég er ekki að reyna að taka fallegustu myndina, ég keppi ekkert við Rax í því, heldur er þetta „conseptual“ verk. Ljósmyndir sem ég hef verið að taka og vinna en þá ekki endilega út frá fagurfræði ljósmyndarinnar sem forms heldur hugmyndafræðilega.“ Sigurjón hefur verið að vinna að þeirri sýningu í langan tíma, sem hann vill reyndar leggja upp sem áhugamál fremur en nokkuð annað. „Ég er með ýmislegt annað sem tengist mínu áhugamáli í farteskinu. Og svo meðal annars hafa þessir textar Richard Prince lengi verið að veltast með mér. Verk hans hafa alltaf verið að taka meira pláss í listaverkaheiminum. Mér hefur fundist það áhugaverðara, en ekki fundið rétt form til að koma þessu á framfæri.“ Sunset Boulevard hefur haft áhrif Sigurjón bendir á, í tengslum við umrædd skiltaverk sín, að reynsla hans úr kvikmyndabransanum veiti honum ágæta innsýn í tæknina sem við sögu kemur. Formið hlýtur að tengjast innihaldinu en þó með óræðum hætti. „Ég átti lengi stærsta auglýsingafyrirtæki Bandaríkjanna, Propaganda Films, sem framleiddi einmitt sjónvarpsauglýsingar. Sem er kannski ómerkilegt form og krefst ekki mikilla listrænna hæfileika. En ég og við sem störfuðum við þetta höfðum áhuga á því hvort það gæti leitt til einhvers sem hefði raunverulegt listrænt gildi í framhaldinu. Frekar en að þjóna einhverju fyrir fram gefnu markmiði eins og því að auglýsa vöru. Fyrir mann eins og mig þá skiptir máli hvernig þú mótar umhverfi þitt. Eitt verka Sigurjóns en þau hafa vakið mikla athygli.Páll Stefánsson Ég hef búið lengi við Sunset Boulevard og fundist útiskiltið afar áhugavert. Það er ekki umhverfismengandi og ekkert er eins flott og að keyra eftir Sunset Boulevard og horfa á auglýsingaskiltin. Sem er jafnframt afar skrítið því þú veist að þetta eru neytendaskilaboð fyrst og fremst. Þessi útiskilti geta fallið vel inn í umhverfið og náttúruna. Ég hef mótast af þessum flottu skiltum.“ Sigurjón segist vera að vinna að verki sem heitir Every Billboard on Sunset Boulevard, sem er undir áhrifum frá Edward Ruscha, sem gerði frægt ljósmyndaverk sem minnir á Dieter Roth; myndir af hverri einustu byggingu á Sunset Strip sem heitir einfaldlega Every Building on the Sunset Strip. „Þetta er óklárað verk. Ég var orðinn þreyttur á öllum þessum ókláruðu verkum mínum,“ segir Sigurjón hugsi. Og vísar til þess að nú sé Becoming Richard orðið að veruleika. Þeir Billboard menn tóku vel í hugmyndina „Það var að vefjast fyrir mér hvaða form væri við hæfi. Mér finnst nútímalegt hvernig Prince notfærir sér athugasemdir, emoji, samfélagsmiðla og svo LED sem gefur mikla möguleika. Ég er tilbúinn með hreyfilistaverk en það má ekki hér. Þannig að ég nálgaðist eigendur Billboard, þá sem reka þessi skilti, og sagði: Ég er hér með verk. Eruð þið ekki til í að prufa eitthvað nýtt? Þeir tóku vel í hugmyndina.“ Sigurjón segir að aðstæður hafi haft sitt að segja með að þetta varð úr. Vegna Covid er allt lokað, fresta varð fyrirhugaðri ljósmyndasýningu, hvergi hægt að sýna eða gera nokkurn skapaðan hlut. Nema þá þennan. Sigurjón hefur dansað á línunni, milli hámenningar og lágmenningar. Honum sýnist sem þeir sem yngri eru gefi ekki mikið fyrir slíkar skilgreiningar. Ekki eins og þeir sem eldri eru.vísir/vilhelm Þegar Sigurjón veltir fyrir sér tilurð verksins og vettvangi, en skiltin eru byggð sem vettvangur fyrir auglýsingar, rifjast upp fyrir honum samtal sem hann átti við mann sem er hátt skrifaður í grafískri hönnun. Þeir voru að ræða um tímarit. „Honum fannst tímarit ekki vera tímarit nema þar væru auglýsingar. Ég varð steinhissa. Og spurði hvort það væri ekki bara eitthvað sem gengi út á að selja okkur allskonar drasl? En hann sagði að þetta væri bara svo flott. Vel gerðar síður og svona.“ Á dágott safn verðmætra listaverka Þannig snýst þetta um konseptið. Eins og áður sagði er Sigurjón mikill áhugamaður um myndlist og blaðamanni er kunnugt um að hann á mikið og verðmætt safn listaverka. Það kemur hik á Sigurjón þegar hann er spurður út í það, hvort það sé ekki rétt að hann sé mikilvirkur listaverkasafnari? „Hmmm. Ég hef aldrei selt listaverk á ævinni, ég hef aldrei keypt til að selja. Ég hef kannski verið svo heppinn í því eins og svo mörgu að hafa keypt mikið af listamönnum sem eru að koma fram. Alltaf þegar ég kaupi list hef ég ekki borgað svo mikið fyrir það eins og svo hefur kannski gerst með þann listamann.“ Þú ert þá naskur að lesa í þetta? „Njá, en ég tel mig ekki raunverulegan safnara. Ekki meiri en svo að ég sá mynd á uppboði hjá Fold í gær og steingleymdi að kaupa hana. Hún átti að kosta 15 þúsund, en það var ákveðin ástæða fyrir því að ég ætlaði að kaupa hana. Já, ég hef mikinn áhuga á þessu og fylgist með sem er kostur í mínu djobbi. Ég er með skrifstofur víða um heim og hef getað fylgst með heimslistinni, ekki af því ég sé svona mikill heimsborgari heldur einfaldlega verið í þeim borgum sem mikið hefur verið að gerast í list. Ég á verk eftir listamenn víða að úr heiminum og margir þeirra hafa hlotið alþjóðlega viðurkenningu.“ Sigurjón segir að því fylgi vellíðan þegar aðrir viðurkenni eitthvað sem menn eiga eða hafa gert. En hann hafi misst yfirsýn. Með tilkomu listamanna frá Asíu hafi staðan gerbreyst. Í Evrópu eru um 150 þúsund manns í listaháskólum. Í Kína eru 2,5 milljónir manna í listaháskólum. „Listin sem ég hef séð koma frá Asíu er ótrúlega flott.“ Sigurjón hefur undanfarin árin átt sæti í stjórn Hammer listasafnsins í Los Angeles, næst stærsta safns þar – Sigurjón hefur unnið fyrir það lengi. „Kostur minn í kringum aldamót var sá að hafa yfirsýn yfir allt sem var að gerast í hinum vestræna listheimi. Sem svo skyndilega verður alþjóðlegur. Ég missti áhugann á að fylgjast með eins og ég hafði áður gert, hreinlega. Ég er enn starfandi, er í fullri vinnu og hef ekkert hug á öðru en að vera það áfram. Hvernig sem það er skilgreint. Og ég áttaði mig á því að ég hafði misst yfirsýnina.“ Sviðsskrekkur fylgir því að stíga fram á sviðið Sigurjón segir erfitt að meta stöðuna. Og hann hafi séð listamenn sem hann hafi talið verulega góða sem séu að drukkna í umræðunni. Þeir nái ekki í gegn í hinni tvístruðu og uppbrotnu fjölmiðlun sem nú er uppi. „Ég fór að finna fyrir þessu fyrir nokkrum árum. Þeir náðu bara ekki í gegn. Þannig að ég fór að vinna meira í eigin list. Í staðinn fyrir að fylgjast með annarra manna list; hef meiri ánægju af því sem ég er að gera sjálfur. Sigurjón gengst fúslega við því að nokkur sviðsskrekkur fylgi því að stíga fram sem myndlistarmaður, en hann hefur í áratugi pælt í myndlist.visir/vilhelm En miðað við það sem við köllum alvarlegan safnara, þá held ég að ég teljist ekki slíkur. Ég kaupi oftast verk af því að ég fíla það og ég sel ekki. Ég á verk eftir krakka sem eru að útskrifast úr listaháskóla í LA og svo á ég verk eftir þekktustu listamenn heims, lifandi og dauða sem ég hef örugglega þá verið svo heppinn að eignast án þess að eyða formúu, þó allt sé það nú afstætt. Listaverkasafnarar eru oft með meiri sérþekkingu en ég hef áhuga á öllu.“ Ég spyr meðal annars af því að nú ert þú sjálfur að stíga fram á sviðið sem listarmaður. Sem þú hefur ekki gert bara síðan þú varst í poppinu um tvítugt. Er … sviðsskjálfti? „Hmmmm. Já. Þess vegna kom ég fram undir öðru nafni, en það er reyndar ákveðinn gjörningur líka. En, jú. Ég myndi segja það. En um leið er það svo að ég er ekki að fara að keppa við ungt listafólk sem er að koma út úr listaháskólum eða stíga sín fyrstu skref. Ég ætla ekki að bjóða uppá mín verk í galleríum eða listasöfnum, ég hef ekki áhuga á því. Það er annar vettvangur.“ Sérhæfingin í Hollywood Sigurjón segist alltaf hafa verið betri í að gefa öðrum ráð en sjálfum sér. Hann segir að sérhæfing sé alpha og omega alls í Hollywood. Einn gerir bara hasarmyndir, annar er bara í sjónvarpi og svo framvegis og miða allt við að vera bestir á sínu sviði. „Ég hef aldrei sérhæft mig. Og hef stömblast áfram í Hollywood án þess. Þeir eru að hrynja allir þessir gömlu múrar en ég trúi engu að síður á það að framleiðandans sé að vita eilítið um marga hluti en vera ekki sérfræðingur í neinu. Ekki stendur til að etja kappi við þá listamenn sem fyrir eru og því síður þá sem eru að stíga sín fyrstu skref. Enda er um nýstárlegan vettvang að ræða.vísir/vilhelm Það þarf yfirsýn og það hefur hentað mér mjög vel. Sem listamaður, þegar þú stígur fram, þá tel ég nú að þú þurfir að eiga og gefa 120 prósent í verkefnið. Þetta hef ég sagt við fólk sem hefur komið frá Íslandi og ekki talið þetta neitt mál. Að þeir bestu gefi 110 prósent auk reynslu og hæfileika.“ Að þessu sögðu segist Sigurjón sem listamaður ekki hafa hugsað sér það, á ellilífeyristekjum, að fara inná þetta svið með að markmiði að framleiða list sem verður til sölu í galleríum eða listasölum. En hann hafi dottið niður á athyglisvert konsept. „Ég hef verið heppinn í því oft. Ég tek mig svolítið alvarlega, þó ekki svo, en ég hef oft verið í framvarðarsveit þess nýja sem er að gerast og fann þarna nýtt form. Ekki margar sýningar sem hafa verið í þessum miðli og sannarlega ekki eftir að þessi tækni fór að verða svona spennandi. Þannig að viðmiðin, hvort þetta er gott eða slæmt, verða svo miklu erfiðari. Miðað við hvað? Kannski datt ég niður á þetta vegna aldurs og fyrri starfa að setja verkin í þetta form sem hentar þessu verki mjög vel.“ Hefur ekki verið eins lengi á Íslandi í 40 ár Sigurjón er sem sagt að vinna í öðru formi en flestir myndlistarmenn hafa verið að fást við í dag. „Jú, ég er að bera fram list sem ekki hefur verið borin fram áður. Vegna aðstæðna sem eru í dag, þá til listupplifunar, er þessi miðill kannski mun athyglisverðari en nokkru sinni. Hvað eigum við að gera? Allur heimurinn er breyttur. Mikil umræða er um alla listumfjöllun, allt er breytt. Þarna er tækifæri til að koma list á framfæri til almennings án þess að brjóta fjöldatakmarkanir eða hvað sem er.“ Sigurjón er búsettur í Bandaríkjunum en hefur nú dvalið á Íslandi í átta mánuði. „Út af einhverju sem heitir Covid. Ég hef ekki verið svona lengi í einu á Íslandi í fjörutíu ár.“ Fyrir þá sem vilja skoða sýninguna vandlega en ekki í sviphendingu á ferð um gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins þá verður hún uppi í 24 tíma samtals, aðfararnótt 10. janúar til 11. janúar en aka má á bílastæði sem liggur út af Fífuhvammsvegi í Kópavogi og þá blasa skiltin við, Becoming Richard. Höfundatal Höfundarréttur Myndlist Tónlist Bíó og sjónvarp Auglýsinga- og markaðsmál Styttur og útilistaverk Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Milli jóla og nýárs, nánar tiltekið 26. desember, opnaði myndlistamaður sem kallar sig CozYboy sýninguna Becoming Richard. Sýningin er að sönnu nýstárleg bæði að formi og innihaldi. Verkin, sem eru margslungin, birtast á 287 auglýsingaskjám sem eru á strætóskýlum og risa LED-skiltum við fjölförnustu gatnamót á höfuðborgarsvæðinu. „CozYboy gefur ekki upp raunverulegt nafn sitt en á auglýsingaskiltunum má sjá ýmiskonar skilaboð sem hafa vakið athygli vegfarenda,“ segir í frétt Vísis um sýninguna. Fréttin sem og verkin hafa vakið mikla athygli. Meðal annars segir í einu verkanna: „Nine Lives – Says Who?? Bubbi Morthens !!! LOL Gimmi A Break!“ Sýningin er enn yfirstandandi og verður út sunnudag. Það tókst með eftirgangsmunum að svæla listamanninn fram í dagsljósið, í höfundatal Vísis en það stóð ekkert endilega til að opinbera hver stæði að baki listamannsnafninu CozYboy. Á óvart kemur að þar er á ferðinni maður sem vissulega hefur lengi starfað að listsköpun en þá sem framleiðandi. Er reyndar einn þekktasti kvikmyndaframleiðandi sem Ísland hefur alið. Sigurjón á sem slíkur að baki afar merkan ferli en nú er spurt: Hvað gengur þér til? „Hvað gengur mér til með verkinu? Já. Ég vinn í mörgu og kem nálægt ýmsum listgreinum. Engu að síður er starfsheitið kvikmyndaframleiðandi. En ég hef komið að ýmsum öðrum greinum, til dæmis hönnun þá sem einn eigandi ´66 Norður og hvað sem er … ég er áhugamaður um alla list,“ segir Sigurjón í samtali við Vísi. Ekki hátt skrifaður í bókmenntafræðinni Ekki er eins einfalt og ætla mætti í fyrstu að komast að því hvað hangir á spýtunni. Til að skilja hvað býr að baki verkinu, hvert inntak verksins er og hvaðan það er ættað, þarf að fara aftur í tímann og skoða sögu Sigurjóns sem fyrst kom fram á sjónarsviðið sem skær poppstjarna, bassaleikari í vinsælustu hljómsveitum sinnar tíðar svo sem Ævintýri og Brimkló. Sigurjón var poppstjarna í kringum tvítugsaldurinn. Hér má sjá skjáskot af umfjöllun í Vikunni, frá árinu 1971, um stórtónleika hljómsveitarinnar Ævintýri, sem var ein vinsælasta hljómsveitin á Íslandi á sínum tíma.Timarit.is skjáskot „Já, ég stúderaði bókmenntir, er með gráðu í bókmenntum, en hef alltaf verið alæta á alla list. Ég var kannski ekki alltaf vel séður í mínum bekk í Háskóla Íslands í bókmenntafræðinni. Vegna þess að ég kom úr lágmenningartónlist en ekki hámenningartónlist. Við vorum ekki endilega hátt skrifaðir sem listamenn. Þetta þótti ekki tónlist heldur garg,“ segir Sigurjón kíminn. Og hann heldur áfram að rekja afskipti sín af því sem lengstum hefur verið flokkað sem lágmenning eða afþreying fremur en að það hafi mikið með listsköpun að gera. „Jafnvel áróðurstæki en ég myndi segja að ég hafi alltaf verið á þessari línu.“ Nema á undanförnum fimmtán til tuttugu árum hafa orðið hvörf, að mati Sigurjóns. Skilin milli hámenningar og lágmenningar hafa verið að mást út. Sigurjón segist hafa áttað sig á því þegar hann fór að vinna með sér yngri listamönnum. „Það er mikill munur á listamönnum sem eru 45 og yngri og þeim eldri. Listamenn sem eru eldri gera skýran greinarmun á afþreyingu og list. Þetta er svolítið eins og með dómarann í Kaliforníu sem skilgreindi klám. Hvað er að? Ég get ekki lýst því en ég þekki það þegar ég sé það. Eins er með alla þessa listaspekinga, þeir töldu sig hæglega geta greint mun á hámenningu og lágmenningu.“ Að blanda saman afþreyingu og listum Sigurjón segir að þó hann sé auðvitað eldri, „kominn á ellilífeyrisaldur,“ þá hafi hann ætíð dansað á þessari línu. „Þeir í Háskólanum, í bókmenntabekknum mínum, voru ekkert hrifnir af Brimkló. Ekki til mörg safneintök plötu þeirrar hljómsveitar hjá Einari Má eða Kárasyni, sem ég var með í bekk þó ég hafi unnið með honum seinna í Litlu hryllingsbúðinni. En ég fann að yngri listamenn, sem höfðu alist upp við teiknimyndasögur og Hollywood-bíómyndir þá öðru vísi en hástemmdari, rithöfundar eða krítíkerar, skildu alveg vægi og gildi lágmenningar sem svo er nefnd.“ Eitt verka Sigurjóns, sem hafa verið birt undir höfundarnafninu CozBoy, sem sjá má á einu af LED-skiltum Billboard ehf í strætóskýli í Reykjavík.Páll Stefánsson Sigurjón segir að hann hafi ekki fengist við framleiðslu risamynda, eða „blockböstera“ í Hollywood. Honum hafi aldrei fundist þær mjög merkilegar þó hann væri að vinna í sömu borg og þær eru framleiddar í. En hans sjónarmið hafi ætíð verið að ef fólk fari í bíó þá rekist það á eitthvað annað bitastæðara líka. „Ég fór í að framleiða unglingasápu, Beverly Hills 90210, sem var vinsæl, fyrsta unglingasápan og braut þannig blað og svo yfir í Twin Peaks, sem nýti sér sápuformið. Ég verð að segja að ég sé einhvers staðar þarna í miðjunni. Ég hef aldrei komist í hámenningarhópinn. Svoleiðis. En aldur og fyrri störf hafa leitt mig inn á þær brautir. Ég hef unnið með slíku fólki, í kvikmyndargerðinni og farið vítt og breytt. Ég hef gert kvikmyndir um listamenn svo sem Basquiat, og með listamönnum. Ég er einn sá fyrsti sem gerði bíómyndir sem var leikstýrt af myndlistarfólki; fótboltamyndir!“ Hámenning, lágmenning, örstutt Til marks um að girðingarnar séu orðnar lægri ef einhverjar nefnir Sigurjón dæmi um að hann hafi einhverju sinni verið með listamannasamkomu á Eiðum og þeir hafi verið æstastir í að spila fótbolta. „Ég sem hélt að þeir vildu helst bara sitja og þamba kaffi, reykja sígarettur og drekka dýr vín. Allar þessar hindranir voru að hverfa: Skil milli hámenningar og lágmenningar.“ Hvernig allt þetta tengist listaverkunum sem birtist á flenniskiltum, sem vart fara fram hjá þeim sem eiga leið um borgarlandið, og því hvernig það vildi til að Sigurjón Sighvatsson er að hasla sér völl sem sjálfstæður listamaður á eftir að koma í ljós. Við erum á leiðinni þangað en í upphafi skyldi endinn skoða. Nú þegar Sigurjón lítur um öxl segir hann að ferill sinn hafi alls ekki alltaf, og stundum alls ekki, einkennst af því sem flokkast sem listsköpun. Hann og fyrirtæki hans í kvikmyndagerðinni, Propaganda Films, hafa fengist við gerð tónlistarmyndbanda og auglýsingagerð sem aldrei hefur talist list. En Sigurjón hefur einnig setið í stjórn listasafna þannig að hann hefur komið víða við. „Löng leið að þessu. Ég nenni ekki að horfa á íþróttir þó ég hafi gert tvær myndir um fótbolta sem er meira en flestir íþróttaáhugamenn hafa gert. Ég veit ekki. Sem framleiðandi þá snýst þetta alltaf um „high lights“. En áhugamál mín hafa að mestu snúist um list. Og hugleiðslu, að koma íhugun til fleiri, en það svo tengist minni heilsu.“ Höfundarrétturinn snúinn Gallinn við kvikmyndagerð í tengslum við listsköpun er að sögn Sigurjóns sá að þar er um að ræða hópvinnu. Þar þarf hópur fólks að koma að þó ný tækni hafi að einhverju leyti dregið úr þeirri þörf. „Kosturinn við að taka ljósmyndir, mála, teikna, skrifa er sá að þú þarft ekki aðra. Þú þarft bara blað og blýant. Oft er talið að fyrsta alþýðulistin hafi verið ljósmyndin. Þá gafst alþýðu kostur á að tjá sig án þess að kunna að teikna. Fyrr á tímum var það metið svo að ef þú gast ekki teiknað sæmilega var þetta bara krass. Eða allt þar til abstraktlistin fór að kom. Málverk Jackson Pollocks voru bara einhverjar slettur. Sem allir töldu sig geta gert. En þú sérð samt muninn.“ Samhliða því að fást við framleiðslu afurða sem flokkast sem afþreying fylgdist Sigurjón grannt með myndlistinni. Og áhugi hans vaknaði fyrir alvöru þegar Richard Prince varð á á vegi hans. „Appropriation art.“ „Sem eigandi höfundarréttar hef ég haft mikinn áhuga á honum. Og hér vaknar spurningin: Hvað er upprunalegt og hvað er ekki upprunalegt? Þó ég fái ekki nema hundrað krónur á ári fyrir tónsmíðar mínar fyrr á árum er ég að fá höfundalaun. Í kvikmyndum er þetta mjög flókið fyrirbæri. Ég átti í Scanbox Emntertainment, sem er þriðji stærsti dreifingaraðili í Skandinavíu, sem þurfti að eiga við niðurhalið þegar það kom til sögunnar. Brotið á rétthöfum og höfundum sem skópu listina. Hvar liggja þessi mörk? Það má því segja að ég hafi fylgst vel með í þessum geira og þróun.“ Hinn mjög svo athyglisverði Richard Prince Sigurjón segir jafnframt að popplistin, Andy Warhol, Rauschenberg og fleiri listamenn, hafi höfðað mikið til hans. Og svo þegar Prince, sem Sigurjón segir sinn eftirlætis myndlistarmann, kemur fram fari þetta að gerast nánast í beinni. Hann ögrar með því að taka efni án þess að hika frá öðrum, oft nánast hrátt, og nota í sínum verkum. Richard Prince hefur haft mikil áhrif á Sigurjón og þá ekki síst varðandi pælingar sem snúa að höfundarrétti og uppruna listarinnar. „Ég hef fylgst grannt með hans ferli. Hann varð fyrst frægur fyrir þetta Marlboro Man málverk „sitt“. En hann tók ljósmyndir tiltölulega óþekkts ljósmyndara, sem hafði tekið myndir fyrir Marlboro á sínum tíma, og gerði málverk úr þeim án þess að breyta þeim nokkuð.“ Í kjölfarið hófust miklar deilur um hvað teljist höfundaverk og hvað ekki. Og málaferli. Prince tapaði ekki Marlboro-málinu en hann hefur tapað öðrum málum. „Einna umdeildast var þegar hann fór að taka efni af Instragram. Mér finnst það áhugaverður miðill þó mér finnist hann ekki merkilegur. Eins og að leita að nál í heystakk að finna eitthvað merkilegt þar. En það er til. Prince fór inná Instagram hjá öðru fólki, skrifaði komment, tók mynd af því, tók svo þá mynd og gerði málverk af því. Ivanka Trump er frægasta dæmið en það innihélt þá einnig hans eigin setningar og athugasemdir. Ég fór á þessa sýningu, 2015 eða 2016, og fannst þetta afar áhugavert.“ Spurning er hvort með því að bæta athugasemdum við sé Prince búinn að breyta Instagram-færslu Ivönku Trump í sitt eigið verk. En fyrir það hefur hann verið kærður. „Aðallega eru þetta konur sem hafa sagt að hann hafi tekið myndir þeirra í leyfisleysi, þær eigi myndirnar. Mér fannst þessir textar hans skemmtilegir, írónískir og merkilegir. Og fékk ýmsar hugmyndir. Ég hef tekið myndir af textanum og þetta hefur verið að gerjast í huganum í nokkur ár, þá að nota þessa texta. Að þeir gætu staðið sér sem verk.“ Að stela frá þjófi eða þannig Og nú styðst Sigurjón við verk Richards Prince sem sakaður hefur verið um höfundarréttarbrot. Þannig að þetta eru komnir nokkrir snúningar á skrúfuna. Becoming Richard. Sigurjón segist hafa verið að vinna að ljósmyndaverkum í mörg ár, verkum sem byggjast á ljósmyndum en ekki þá þannig að ljósmyndirnar sem slíkar séu verkið. Sigurjón hefur ekki dvalið eins lengi í senn á Íslandi og nú í fjörutíu ár. Ástæðan er ... Covid.vísir/vilhelm „Maður er ekki endilega að fara að keppa við þá ljósmyndara sem líta á ljósmyndina sjálfa sem listaverk. Ég er ekki að reyna að taka fallegustu myndina, ég keppi ekkert við Rax í því, heldur er þetta „conseptual“ verk. Ljósmyndir sem ég hef verið að taka og vinna en þá ekki endilega út frá fagurfræði ljósmyndarinnar sem forms heldur hugmyndafræðilega.“ Sigurjón hefur verið að vinna að þeirri sýningu í langan tíma, sem hann vill reyndar leggja upp sem áhugamál fremur en nokkuð annað. „Ég er með ýmislegt annað sem tengist mínu áhugamáli í farteskinu. Og svo meðal annars hafa þessir textar Richard Prince lengi verið að veltast með mér. Verk hans hafa alltaf verið að taka meira pláss í listaverkaheiminum. Mér hefur fundist það áhugaverðara, en ekki fundið rétt form til að koma þessu á framfæri.“ Sunset Boulevard hefur haft áhrif Sigurjón bendir á, í tengslum við umrædd skiltaverk sín, að reynsla hans úr kvikmyndabransanum veiti honum ágæta innsýn í tæknina sem við sögu kemur. Formið hlýtur að tengjast innihaldinu en þó með óræðum hætti. „Ég átti lengi stærsta auglýsingafyrirtæki Bandaríkjanna, Propaganda Films, sem framleiddi einmitt sjónvarpsauglýsingar. Sem er kannski ómerkilegt form og krefst ekki mikilla listrænna hæfileika. En ég og við sem störfuðum við þetta höfðum áhuga á því hvort það gæti leitt til einhvers sem hefði raunverulegt listrænt gildi í framhaldinu. Frekar en að þjóna einhverju fyrir fram gefnu markmiði eins og því að auglýsa vöru. Fyrir mann eins og mig þá skiptir máli hvernig þú mótar umhverfi þitt. Eitt verka Sigurjóns en þau hafa vakið mikla athygli.Páll Stefánsson Ég hef búið lengi við Sunset Boulevard og fundist útiskiltið afar áhugavert. Það er ekki umhverfismengandi og ekkert er eins flott og að keyra eftir Sunset Boulevard og horfa á auglýsingaskiltin. Sem er jafnframt afar skrítið því þú veist að þetta eru neytendaskilaboð fyrst og fremst. Þessi útiskilti geta fallið vel inn í umhverfið og náttúruna. Ég hef mótast af þessum flottu skiltum.“ Sigurjón segist vera að vinna að verki sem heitir Every Billboard on Sunset Boulevard, sem er undir áhrifum frá Edward Ruscha, sem gerði frægt ljósmyndaverk sem minnir á Dieter Roth; myndir af hverri einustu byggingu á Sunset Strip sem heitir einfaldlega Every Building on the Sunset Strip. „Þetta er óklárað verk. Ég var orðinn þreyttur á öllum þessum ókláruðu verkum mínum,“ segir Sigurjón hugsi. Og vísar til þess að nú sé Becoming Richard orðið að veruleika. Þeir Billboard menn tóku vel í hugmyndina „Það var að vefjast fyrir mér hvaða form væri við hæfi. Mér finnst nútímalegt hvernig Prince notfærir sér athugasemdir, emoji, samfélagsmiðla og svo LED sem gefur mikla möguleika. Ég er tilbúinn með hreyfilistaverk en það má ekki hér. Þannig að ég nálgaðist eigendur Billboard, þá sem reka þessi skilti, og sagði: Ég er hér með verk. Eruð þið ekki til í að prufa eitthvað nýtt? Þeir tóku vel í hugmyndina.“ Sigurjón segir að aðstæður hafi haft sitt að segja með að þetta varð úr. Vegna Covid er allt lokað, fresta varð fyrirhugaðri ljósmyndasýningu, hvergi hægt að sýna eða gera nokkurn skapaðan hlut. Nema þá þennan. Sigurjón hefur dansað á línunni, milli hámenningar og lágmenningar. Honum sýnist sem þeir sem yngri eru gefi ekki mikið fyrir slíkar skilgreiningar. Ekki eins og þeir sem eldri eru.vísir/vilhelm Þegar Sigurjón veltir fyrir sér tilurð verksins og vettvangi, en skiltin eru byggð sem vettvangur fyrir auglýsingar, rifjast upp fyrir honum samtal sem hann átti við mann sem er hátt skrifaður í grafískri hönnun. Þeir voru að ræða um tímarit. „Honum fannst tímarit ekki vera tímarit nema þar væru auglýsingar. Ég varð steinhissa. Og spurði hvort það væri ekki bara eitthvað sem gengi út á að selja okkur allskonar drasl? En hann sagði að þetta væri bara svo flott. Vel gerðar síður og svona.“ Á dágott safn verðmætra listaverka Þannig snýst þetta um konseptið. Eins og áður sagði er Sigurjón mikill áhugamaður um myndlist og blaðamanni er kunnugt um að hann á mikið og verðmætt safn listaverka. Það kemur hik á Sigurjón þegar hann er spurður út í það, hvort það sé ekki rétt að hann sé mikilvirkur listaverkasafnari? „Hmmm. Ég hef aldrei selt listaverk á ævinni, ég hef aldrei keypt til að selja. Ég hef kannski verið svo heppinn í því eins og svo mörgu að hafa keypt mikið af listamönnum sem eru að koma fram. Alltaf þegar ég kaupi list hef ég ekki borgað svo mikið fyrir það eins og svo hefur kannski gerst með þann listamann.“ Þú ert þá naskur að lesa í þetta? „Njá, en ég tel mig ekki raunverulegan safnara. Ekki meiri en svo að ég sá mynd á uppboði hjá Fold í gær og steingleymdi að kaupa hana. Hún átti að kosta 15 þúsund, en það var ákveðin ástæða fyrir því að ég ætlaði að kaupa hana. Já, ég hef mikinn áhuga á þessu og fylgist með sem er kostur í mínu djobbi. Ég er með skrifstofur víða um heim og hef getað fylgst með heimslistinni, ekki af því ég sé svona mikill heimsborgari heldur einfaldlega verið í þeim borgum sem mikið hefur verið að gerast í list. Ég á verk eftir listamenn víða að úr heiminum og margir þeirra hafa hlotið alþjóðlega viðurkenningu.“ Sigurjón segir að því fylgi vellíðan þegar aðrir viðurkenni eitthvað sem menn eiga eða hafa gert. En hann hafi misst yfirsýn. Með tilkomu listamanna frá Asíu hafi staðan gerbreyst. Í Evrópu eru um 150 þúsund manns í listaháskólum. Í Kína eru 2,5 milljónir manna í listaháskólum. „Listin sem ég hef séð koma frá Asíu er ótrúlega flott.“ Sigurjón hefur undanfarin árin átt sæti í stjórn Hammer listasafnsins í Los Angeles, næst stærsta safns þar – Sigurjón hefur unnið fyrir það lengi. „Kostur minn í kringum aldamót var sá að hafa yfirsýn yfir allt sem var að gerast í hinum vestræna listheimi. Sem svo skyndilega verður alþjóðlegur. Ég missti áhugann á að fylgjast með eins og ég hafði áður gert, hreinlega. Ég er enn starfandi, er í fullri vinnu og hef ekkert hug á öðru en að vera það áfram. Hvernig sem það er skilgreint. Og ég áttaði mig á því að ég hafði misst yfirsýnina.“ Sviðsskrekkur fylgir því að stíga fram á sviðið Sigurjón segir erfitt að meta stöðuna. Og hann hafi séð listamenn sem hann hafi talið verulega góða sem séu að drukkna í umræðunni. Þeir nái ekki í gegn í hinni tvístruðu og uppbrotnu fjölmiðlun sem nú er uppi. „Ég fór að finna fyrir þessu fyrir nokkrum árum. Þeir náðu bara ekki í gegn. Þannig að ég fór að vinna meira í eigin list. Í staðinn fyrir að fylgjast með annarra manna list; hef meiri ánægju af því sem ég er að gera sjálfur. Sigurjón gengst fúslega við því að nokkur sviðsskrekkur fylgi því að stíga fram sem myndlistarmaður, en hann hefur í áratugi pælt í myndlist.visir/vilhelm En miðað við það sem við köllum alvarlegan safnara, þá held ég að ég teljist ekki slíkur. Ég kaupi oftast verk af því að ég fíla það og ég sel ekki. Ég á verk eftir krakka sem eru að útskrifast úr listaháskóla í LA og svo á ég verk eftir þekktustu listamenn heims, lifandi og dauða sem ég hef örugglega þá verið svo heppinn að eignast án þess að eyða formúu, þó allt sé það nú afstætt. Listaverkasafnarar eru oft með meiri sérþekkingu en ég hef áhuga á öllu.“ Ég spyr meðal annars af því að nú ert þú sjálfur að stíga fram á sviðið sem listarmaður. Sem þú hefur ekki gert bara síðan þú varst í poppinu um tvítugt. Er … sviðsskjálfti? „Hmmmm. Já. Þess vegna kom ég fram undir öðru nafni, en það er reyndar ákveðinn gjörningur líka. En, jú. Ég myndi segja það. En um leið er það svo að ég er ekki að fara að keppa við ungt listafólk sem er að koma út úr listaháskólum eða stíga sín fyrstu skref. Ég ætla ekki að bjóða uppá mín verk í galleríum eða listasöfnum, ég hef ekki áhuga á því. Það er annar vettvangur.“ Sérhæfingin í Hollywood Sigurjón segist alltaf hafa verið betri í að gefa öðrum ráð en sjálfum sér. Hann segir að sérhæfing sé alpha og omega alls í Hollywood. Einn gerir bara hasarmyndir, annar er bara í sjónvarpi og svo framvegis og miða allt við að vera bestir á sínu sviði. „Ég hef aldrei sérhæft mig. Og hef stömblast áfram í Hollywood án þess. Þeir eru að hrynja allir þessir gömlu múrar en ég trúi engu að síður á það að framleiðandans sé að vita eilítið um marga hluti en vera ekki sérfræðingur í neinu. Ekki stendur til að etja kappi við þá listamenn sem fyrir eru og því síður þá sem eru að stíga sín fyrstu skref. Enda er um nýstárlegan vettvang að ræða.vísir/vilhelm Það þarf yfirsýn og það hefur hentað mér mjög vel. Sem listamaður, þegar þú stígur fram, þá tel ég nú að þú þurfir að eiga og gefa 120 prósent í verkefnið. Þetta hef ég sagt við fólk sem hefur komið frá Íslandi og ekki talið þetta neitt mál. Að þeir bestu gefi 110 prósent auk reynslu og hæfileika.“ Að þessu sögðu segist Sigurjón sem listamaður ekki hafa hugsað sér það, á ellilífeyristekjum, að fara inná þetta svið með að markmiði að framleiða list sem verður til sölu í galleríum eða listasölum. En hann hafi dottið niður á athyglisvert konsept. „Ég hef verið heppinn í því oft. Ég tek mig svolítið alvarlega, þó ekki svo, en ég hef oft verið í framvarðarsveit þess nýja sem er að gerast og fann þarna nýtt form. Ekki margar sýningar sem hafa verið í þessum miðli og sannarlega ekki eftir að þessi tækni fór að verða svona spennandi. Þannig að viðmiðin, hvort þetta er gott eða slæmt, verða svo miklu erfiðari. Miðað við hvað? Kannski datt ég niður á þetta vegna aldurs og fyrri starfa að setja verkin í þetta form sem hentar þessu verki mjög vel.“ Hefur ekki verið eins lengi á Íslandi í 40 ár Sigurjón er sem sagt að vinna í öðru formi en flestir myndlistarmenn hafa verið að fást við í dag. „Jú, ég er að bera fram list sem ekki hefur verið borin fram áður. Vegna aðstæðna sem eru í dag, þá til listupplifunar, er þessi miðill kannski mun athyglisverðari en nokkru sinni. Hvað eigum við að gera? Allur heimurinn er breyttur. Mikil umræða er um alla listumfjöllun, allt er breytt. Þarna er tækifæri til að koma list á framfæri til almennings án þess að brjóta fjöldatakmarkanir eða hvað sem er.“ Sigurjón er búsettur í Bandaríkjunum en hefur nú dvalið á Íslandi í átta mánuði. „Út af einhverju sem heitir Covid. Ég hef ekki verið svona lengi í einu á Íslandi í fjörutíu ár.“ Fyrir þá sem vilja skoða sýninguna vandlega en ekki í sviphendingu á ferð um gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins þá verður hún uppi í 24 tíma samtals, aðfararnótt 10. janúar til 11. janúar en aka má á bílastæði sem liggur út af Fífuhvammsvegi í Kópavogi og þá blasa skiltin við, Becoming Richard.
Höfundatal Höfundarréttur Myndlist Tónlist Bíó og sjónvarp Auglýsinga- og markaðsmál Styttur og útilistaverk Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira