Allt mótahald á dagskrá: „Þurfum að passa okkur vel svo að við fáum ekki aftur á okkur keppnis- og æfingabann“ Anton Ingi Leifsson skrifar 8. janúar 2021 19:46 Það voru fagnaðalæti í Laugardalnum í dag í höfuðstöðvum KKÍ sem og víðar. Stöð 2 skjáskot Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, var eðlilega himinlifandi með fréttir dagsins en í dag var tilkynnt að keppni í íslenskum íþróttum má fara af stað á nýjan leik frá og með næsta miðvikudegi. Þá verða tæplega hundrað dagar linir frá því að síðasta leiknum í íslenskri deildarkeppni í íþróttum fór fram og það hefur verið eðlilega mikið gleðihljóð í íþróttahreyfingunni í dag. Það má einnig segja af KKÍ. „Þetta er mikill gleðidagur. Að sjálfsögðu á enn eftir að gefa út reglugerðina en miðað við minnisblaðið og það sem ráðherra hefur sagt þá erum við mjög vongóð. Þetta er í þeim anda sem við bjuggumst við og vonuðumst eftir,“ sagði Hannes í dag. „Við erum mjög bjartsýn. Við þurfum að sjá reglugerðina en miðað við minnisblaðið og það sem kom út frá fundinum í morgun. Við erum að fara aftur á parketið á miðvikudaginn. Stelpurnar byrja á miðvikudaginn og svo koma hinar deildirnar.“ „Það sem er ofboðslega mikið gleðiefni er að það eru æfingar fyrir ungmennin okkar; 2004 til 2002 og þau geta svo hafið keppni í kjölfarið. Við vorum að hafa áhyggjur af brottfalli þarna. Þetta er mjög viðkvæmur hópur en nú mega þau æfa og fljótlega keppa. Það er margt að gleðjast yfir með þetta en við megum samt ekki gleyma að við þurfum áfram að fara varlega.“ Hannes segir að þó að fréttirnar í dag séu mikið gleðiefni, þá sé ansi mikilvægt að allir haldi áfram að passa sig, svo ekki þurfi að gera hlé á deildinni í annað sinn enda sé ansi mikið undir. „Veiran er langt frá því að vera farinn og við þurfum öll að taka þátt. Sama hvort það sé almennt í samfélaginu eða í íþróttahreyfingunni. Við í körfunni þurfum að passa okkur vel svo við fáum ekki aftur á okkur keppnis- eða æfingabann.“ „Það verður mikil íþróttaveisla næstu mánuðina. Fyrir okkur í körfuboltanum er ofboðslega gott að fara aftur af stað. Við vitum hvað gerðist í mars í fyrra, er við ásamt fleiri íþróttagreinum, þurftum að stöðva allt. Okkar annað keppnistímabil var undir en ef við pössum okkur er hér áfram hægt að spila íþróttir.“ Allt viðtalið við formanninn má sjá í spilaranum hér að neðan þar sem er farið yfir víðan völl. Hann nefnir meðal annars að allt Íslandsmótið verði spilað sem og bikarinn en spilað verði ansi þétt þar sem koma þurfi landsleikjahléum, bæði karla- og kvennamegin, í febrúar. Klippa: Sportpakkinn - Hannes um fréttir dagsins Íslenski körfuboltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Körfubolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Fótbolti Fleiri fréttir „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Sjá meira
Þá verða tæplega hundrað dagar linir frá því að síðasta leiknum í íslenskri deildarkeppni í íþróttum fór fram og það hefur verið eðlilega mikið gleðihljóð í íþróttahreyfingunni í dag. Það má einnig segja af KKÍ. „Þetta er mikill gleðidagur. Að sjálfsögðu á enn eftir að gefa út reglugerðina en miðað við minnisblaðið og það sem ráðherra hefur sagt þá erum við mjög vongóð. Þetta er í þeim anda sem við bjuggumst við og vonuðumst eftir,“ sagði Hannes í dag. „Við erum mjög bjartsýn. Við þurfum að sjá reglugerðina en miðað við minnisblaðið og það sem kom út frá fundinum í morgun. Við erum að fara aftur á parketið á miðvikudaginn. Stelpurnar byrja á miðvikudaginn og svo koma hinar deildirnar.“ „Það sem er ofboðslega mikið gleðiefni er að það eru æfingar fyrir ungmennin okkar; 2004 til 2002 og þau geta svo hafið keppni í kjölfarið. Við vorum að hafa áhyggjur af brottfalli þarna. Þetta er mjög viðkvæmur hópur en nú mega þau æfa og fljótlega keppa. Það er margt að gleðjast yfir með þetta en við megum samt ekki gleyma að við þurfum áfram að fara varlega.“ Hannes segir að þó að fréttirnar í dag séu mikið gleðiefni, þá sé ansi mikilvægt að allir haldi áfram að passa sig, svo ekki þurfi að gera hlé á deildinni í annað sinn enda sé ansi mikið undir. „Veiran er langt frá því að vera farinn og við þurfum öll að taka þátt. Sama hvort það sé almennt í samfélaginu eða í íþróttahreyfingunni. Við í körfunni þurfum að passa okkur vel svo við fáum ekki aftur á okkur keppnis- eða æfingabann.“ „Það verður mikil íþróttaveisla næstu mánuðina. Fyrir okkur í körfuboltanum er ofboðslega gott að fara aftur af stað. Við vitum hvað gerðist í mars í fyrra, er við ásamt fleiri íþróttagreinum, þurftum að stöðva allt. Okkar annað keppnistímabil var undir en ef við pössum okkur er hér áfram hægt að spila íþróttir.“ Allt viðtalið við formanninn má sjá í spilaranum hér að neðan þar sem er farið yfir víðan völl. Hann nefnir meðal annars að allt Íslandsmótið verði spilað sem og bikarinn en spilað verði ansi þétt þar sem koma þurfi landsleikjahléum, bæði karla- og kvennamegin, í febrúar. Klippa: Sportpakkinn - Hannes um fréttir dagsins
Íslenski körfuboltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Körfubolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Fótbolti Fleiri fréttir „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Sjá meira