Kallar eftir skýrari áætlun lendi lið í sóttkví Sindri Sverrisson skrifar 8. janúar 2021 15:23 Nú er kominn janúar en Darri Freyr Atlason hefur enn aðeins fengið að stýra KR í einum deildarleik eftir að hann tók við liðinu síðasta sumar. Darri Freyr Atlason, þjálfari karlaliðs KR í körfubolta, segir vissulega gleðiefni að keppni geti hafist að nýju í Dominos-deildunum í næstu viku. Fyrirvarinn sé hins vegar skammur og því verði KR ekki með fullskipað lið í fyrstu leikjunum eftir hléið langa. Aðeins ein umferð var spiluð í Dominos-deild karla í haust áður en hlé var gert vegna kórónuveirufaraldursins. Æfingar með snertingu voru ekki leyfðar innanhúss fyrr en 10. desember en síðan þá hafa KR-ingar líkt og aðrir undirbúið sig, fyrir leiki sem óvíst var hvenær yrðu. Að óbreyttu verður næsti leikur KR athyglisverður slagur við Tindastól næsta fimmtudagskvöld. „Ég get svo sem bara talað fyrir sjálfan mig en maður er auðvitað bara spenntur að komast af stað aftur. En það er vissulega innan við vika í fyrsta leik núna og maður hefði alveg kosið meiri fyrirsjáanleika,“ segir Darri, og bætir við: „Einnig varðandi framhaldið núna, þá er ég að tala um fyrirsjáanleika frá KKÍ, þegar stefnan er enn að spila alla leiki. Ef það kemur upp smit og eitt lið þarf að fara í sóttkví, þá missir það af 3-4 leikjum miðað við planið núna, og það virðist ekkert pláss til að koma þeim fyrir. Hvað verður þá gert? Hvernig lítur planið út fyrir hinar og þessar aðstæður? Vonandi gengur þetta bara allt upp og við spilum allt mótið,“ segir Darri. „Þetta eru náttúrulega manneskjur“ Eins og fyrr segir hafa KR-ingar getað æft síðasta mánuðinn en Darri tekur undir að vissulega komi það niður á mönnum að hafa ekki vitað með vissu hvenær keppni gæti hafist að nýju. „Þetta eru náttúrulega manneskjur, svo að auðvitað hefur það áhrif að vera í þessari óvissu. Við erum eiginlega búnir að vera á undirbúningstímabili síðan í ágúst. En það eru öll lið í sömu sporum,“ segir Darri. Bandaríkjamaðurinn Ty Sabin, sem kom til KR eftir að hafa verið stigahæstur í sænsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, er mættur til landsins og er í sóttkví. Hann fékk að fara heim til Bandaríkjanna í haust þegar ekki var hægt að æfa hér á landi, enda hafði hann meira frelsi til að sinna æfingum í Bandaríkjunum. Þeir Roberts Stumbris og Ante Gospic eru hins vegar farnir og koma ekki aftur. „Þess vegna hefði maður viljað hafa meiri fyrirsjáanleika, því við sögðum upp samningi við erlenda leikmenn vegna ástandsins, að þeirra ósk. Við verðum að vinna í þessum málum næstu vikur,“ segir Darri. Dominos-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Gleðidagur fyrir íslenskt íþróttalíf“ Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar í Olís-deild karla í handbolta, segir tíðindi dagsins, um keppni í íþróttum hafi aftur fengið grænt ljós, séu kærkomin. 8. janúar 2021 15:00 Handboltinn hefst aftur í næstu viku: „Virkilega ánægjuleg niðurstaða“ Handknattleikssamband Íslands stefnir að því að hefja keppni á Íslandsmótinu um þarnæstu helgi. 8. janúar 2021 13:27 Keppni í íþróttum leyfð án áhorfenda Frá og með næsta miðvikudegi, þegar tæplega hundrað dagar verða liðnir frá síðasta leik í íslenskri deildakeppni í íþróttum, verður keppni heimiluð á nýjan leik. 8. janúar 2021 12:41 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Fleiri fréttir Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Sjá meira
Aðeins ein umferð var spiluð í Dominos-deild karla í haust áður en hlé var gert vegna kórónuveirufaraldursins. Æfingar með snertingu voru ekki leyfðar innanhúss fyrr en 10. desember en síðan þá hafa KR-ingar líkt og aðrir undirbúið sig, fyrir leiki sem óvíst var hvenær yrðu. Að óbreyttu verður næsti leikur KR athyglisverður slagur við Tindastól næsta fimmtudagskvöld. „Ég get svo sem bara talað fyrir sjálfan mig en maður er auðvitað bara spenntur að komast af stað aftur. En það er vissulega innan við vika í fyrsta leik núna og maður hefði alveg kosið meiri fyrirsjáanleika,“ segir Darri, og bætir við: „Einnig varðandi framhaldið núna, þá er ég að tala um fyrirsjáanleika frá KKÍ, þegar stefnan er enn að spila alla leiki. Ef það kemur upp smit og eitt lið þarf að fara í sóttkví, þá missir það af 3-4 leikjum miðað við planið núna, og það virðist ekkert pláss til að koma þeim fyrir. Hvað verður þá gert? Hvernig lítur planið út fyrir hinar og þessar aðstæður? Vonandi gengur þetta bara allt upp og við spilum allt mótið,“ segir Darri. „Þetta eru náttúrulega manneskjur“ Eins og fyrr segir hafa KR-ingar getað æft síðasta mánuðinn en Darri tekur undir að vissulega komi það niður á mönnum að hafa ekki vitað með vissu hvenær keppni gæti hafist að nýju. „Þetta eru náttúrulega manneskjur, svo að auðvitað hefur það áhrif að vera í þessari óvissu. Við erum eiginlega búnir að vera á undirbúningstímabili síðan í ágúst. En það eru öll lið í sömu sporum,“ segir Darri. Bandaríkjamaðurinn Ty Sabin, sem kom til KR eftir að hafa verið stigahæstur í sænsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, er mættur til landsins og er í sóttkví. Hann fékk að fara heim til Bandaríkjanna í haust þegar ekki var hægt að æfa hér á landi, enda hafði hann meira frelsi til að sinna æfingum í Bandaríkjunum. Þeir Roberts Stumbris og Ante Gospic eru hins vegar farnir og koma ekki aftur. „Þess vegna hefði maður viljað hafa meiri fyrirsjáanleika, því við sögðum upp samningi við erlenda leikmenn vegna ástandsins, að þeirra ósk. Við verðum að vinna í þessum málum næstu vikur,“ segir Darri.
Dominos-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Gleðidagur fyrir íslenskt íþróttalíf“ Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar í Olís-deild karla í handbolta, segir tíðindi dagsins, um keppni í íþróttum hafi aftur fengið grænt ljós, séu kærkomin. 8. janúar 2021 15:00 Handboltinn hefst aftur í næstu viku: „Virkilega ánægjuleg niðurstaða“ Handknattleikssamband Íslands stefnir að því að hefja keppni á Íslandsmótinu um þarnæstu helgi. 8. janúar 2021 13:27 Keppni í íþróttum leyfð án áhorfenda Frá og með næsta miðvikudegi, þegar tæplega hundrað dagar verða liðnir frá síðasta leik í íslenskri deildakeppni í íþróttum, verður keppni heimiluð á nýjan leik. 8. janúar 2021 12:41 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Fleiri fréttir Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Sjá meira
„Gleðidagur fyrir íslenskt íþróttalíf“ Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar í Olís-deild karla í handbolta, segir tíðindi dagsins, um keppni í íþróttum hafi aftur fengið grænt ljós, séu kærkomin. 8. janúar 2021 15:00
Handboltinn hefst aftur í næstu viku: „Virkilega ánægjuleg niðurstaða“ Handknattleikssamband Íslands stefnir að því að hefja keppni á Íslandsmótinu um þarnæstu helgi. 8. janúar 2021 13:27
Keppni í íþróttum leyfð án áhorfenda Frá og með næsta miðvikudegi, þegar tæplega hundrað dagar verða liðnir frá síðasta leik í íslenskri deildakeppni í íþróttum, verður keppni heimiluð á nýjan leik. 8. janúar 2021 12:41