Tími Brady runninn upp en ungstirnið ætlar sér að ná í skottið á honum í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. janúar 2021 12:01 Tom Brady og félagar í Tampa Bay Buccaneers mæta á fjögurra leikja sigurgöngu inn í úrslitakeppnina. Getty/Leon Halip Úrslitakeppni NFL-deildarinnar hefst í dag með þremur flottum leikjum sem verða allir sýndir beint á sportstöðvunum. Úrslitakeppni ameríska fótboltans er öðruvísi í ár en fyrri ár því fjórtán lið komust í úrslitakeppnina á þessu tímabili í stað tólf áður. Það þýðir að fyrsta helgi úrslitakeppninnar mun bjóða upp á sex leiki í staðinn fyrir fjóra og því er þriggja leikja veisla á bæði laugardegi og sunnudegi. Stórleikur dagsins í dag gæti vel verið viðureign Washington og Tampa Bay Buccaneers. Áður mætast fyrst Buffalo Bills og Indianapolis Colts en annar leikur dagsins er svo á milli Seattle Seahawks og LA Rams. Það eru hins vegar mikill áhugi að sjá hvernig Tom Brady mætir með nýja liðið sitt í úrslitakeppnina en hann kom Tampa Bay Buccaneers þangað sem liðið hefur ekki verið í þrettán ár. Á sama tíma missti gamla liðið hans, New England Patriots, af úrslitakeppninni. Það er ljóst að einn kappsamur leikmaður mótherja Tom Brady í kvöld er með eitt á matseðlinum í kvöld og það er sexfaldi meistarinn. Washington Football Team star rookie Chase Young (@youngchase907) isn't sorry for his "I Want Tom Brady" comments https://t.co/TBRkqt0sft pic.twitter.com/ovv4XgnGb2— Sports Illustrated (@SInow) January 8, 2021 Ungur og mjög öflugur varnarmaður Washington liðsins hitaði nefnilega upp fyrir leik helgarinnar með því að kalla á eftir sigursælasta leikmanni NFL sögunnar. Chase Young hefur átt mjög flott tímabil með Washington og fagnaði sæti í úrslitakeppninni með því að segjast ætla að ná Tom Brady í leiknum í kvöld. „Tom Brady,“ kallaði Chase Young og hélt áfram: „Tom Brady, ég er að koma. Ég vil ná Tom. Ég vil ná í Tom,“ öskraði Chase Young um leið og hann hljóp út af vellinum. Chase Young spilar í Washington vörninni sem fær það verkefni að stöðva sjóðheita sókn Brady og félaga. Chase Young hefur ekki viljað taka þessi orð til baka í samskiptum við fjölmiðla síðan. Hann ætlar sér að stoppa hinn goðsagnakennda leikstjórnanda í leiknum í kvöld. Tampa Bay Buccaneers lenti í smá basli um mitt tímabil en Tom Brady og félagar koma inn í úrslitakeppnina á fjögurra leikja sigurgöngu. Það lítur því margt út fyrir að liðið sé að topp á hárréttum tíma og það væri ekki í fyrsta sinn hjá liði Tom Brady. Fyrsti leikur dagsins er á milli Buffalo Bills og Indianapolis Colts en hann hefst klukkan 18.00 á Stöð 2 Sport 3. Buffalo Bills vann sex síðustu leiki deildarkeppninnar og alls þrettán af sextán leikjum sínum. Colts liðið tryggði sér aftur á móti sæti í úrslitakeppninni á lokahelginni. Annar leikur dagsins er á milli Seattle Seahawks og LA Rams en hann hefst klukkan 21.35 á Stöð 2 Sport 3. Seattle Seahawks vann fjóra síðustu deildarleiki sína en liðin voru bæði í vesturriðli Þjóðardeildarinnar og hafa því þegar mæst tvisvar á tímabilinu. Seahawks vann báða leikina, útileikinn 23-16 um miðjan nóvember og heimaleikinn 20-9 í lok desember. Lið Washington og Tampa Bay Buccaneers hefja síðan leik rétt eftir eitt um nóttina en hann er sýndur á Stöð 2 Sport 2. Tampa Bay liðið vann fjóra fleiri leiki en Washington er með heimaleikinn af því að liðið vann sinn riðil. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði. NFL Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Sjá meira
Úrslitakeppni ameríska fótboltans er öðruvísi í ár en fyrri ár því fjórtán lið komust í úrslitakeppnina á þessu tímabili í stað tólf áður. Það þýðir að fyrsta helgi úrslitakeppninnar mun bjóða upp á sex leiki í staðinn fyrir fjóra og því er þriggja leikja veisla á bæði laugardegi og sunnudegi. Stórleikur dagsins í dag gæti vel verið viðureign Washington og Tampa Bay Buccaneers. Áður mætast fyrst Buffalo Bills og Indianapolis Colts en annar leikur dagsins er svo á milli Seattle Seahawks og LA Rams. Það eru hins vegar mikill áhugi að sjá hvernig Tom Brady mætir með nýja liðið sitt í úrslitakeppnina en hann kom Tampa Bay Buccaneers þangað sem liðið hefur ekki verið í þrettán ár. Á sama tíma missti gamla liðið hans, New England Patriots, af úrslitakeppninni. Það er ljóst að einn kappsamur leikmaður mótherja Tom Brady í kvöld er með eitt á matseðlinum í kvöld og það er sexfaldi meistarinn. Washington Football Team star rookie Chase Young (@youngchase907) isn't sorry for his "I Want Tom Brady" comments https://t.co/TBRkqt0sft pic.twitter.com/ovv4XgnGb2— Sports Illustrated (@SInow) January 8, 2021 Ungur og mjög öflugur varnarmaður Washington liðsins hitaði nefnilega upp fyrir leik helgarinnar með því að kalla á eftir sigursælasta leikmanni NFL sögunnar. Chase Young hefur átt mjög flott tímabil með Washington og fagnaði sæti í úrslitakeppninni með því að segjast ætla að ná Tom Brady í leiknum í kvöld. „Tom Brady,“ kallaði Chase Young og hélt áfram: „Tom Brady, ég er að koma. Ég vil ná Tom. Ég vil ná í Tom,“ öskraði Chase Young um leið og hann hljóp út af vellinum. Chase Young spilar í Washington vörninni sem fær það verkefni að stöðva sjóðheita sókn Brady og félaga. Chase Young hefur ekki viljað taka þessi orð til baka í samskiptum við fjölmiðla síðan. Hann ætlar sér að stoppa hinn goðsagnakennda leikstjórnanda í leiknum í kvöld. Tampa Bay Buccaneers lenti í smá basli um mitt tímabil en Tom Brady og félagar koma inn í úrslitakeppnina á fjögurra leikja sigurgöngu. Það lítur því margt út fyrir að liðið sé að topp á hárréttum tíma og það væri ekki í fyrsta sinn hjá liði Tom Brady. Fyrsti leikur dagsins er á milli Buffalo Bills og Indianapolis Colts en hann hefst klukkan 18.00 á Stöð 2 Sport 3. Buffalo Bills vann sex síðustu leiki deildarkeppninnar og alls þrettán af sextán leikjum sínum. Colts liðið tryggði sér aftur á móti sæti í úrslitakeppninni á lokahelginni. Annar leikur dagsins er á milli Seattle Seahawks og LA Rams en hann hefst klukkan 21.35 á Stöð 2 Sport 3. Seattle Seahawks vann fjóra síðustu deildarleiki sína en liðin voru bæði í vesturriðli Þjóðardeildarinnar og hafa því þegar mæst tvisvar á tímabilinu. Seahawks vann báða leikina, útileikinn 23-16 um miðjan nóvember og heimaleikinn 20-9 í lok desember. Lið Washington og Tampa Bay Buccaneers hefja síðan leik rétt eftir eitt um nóttina en hann er sýndur á Stöð 2 Sport 2. Tampa Bay liðið vann fjóra fleiri leiki en Washington er með heimaleikinn af því að liðið vann sinn riðil. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Sjá meira