Keppni í íþróttum leyfð án áhorfenda Sindri Sverrisson skrifar 8. janúar 2021 12:41 Keppni í körfubolta hér á landi hefur legið niðri síðan snemma í október, líkt og í öðrum greinum, ef undan eru skildir alþjóðlegir leikir. vísir/vilhelm Frá og með næsta miðvikudegi, þegar tæplega hundrað dagar verða liðnir frá síðasta leik í íslenskri deildakeppni í íþróttum, verður keppni heimiluð á nýjan leik. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef heilbrigðisráðuneytisins. Þar segir meðal annars: „Fjöldatakmarkanir verða 20 manns, heilsu- og líkamsræktarstöðvum verður gert kleift að hefja starfsemi á ný en með ströngum skilyrðum og skíðasvæðunum sömuleiðis. Íþróttastarf barna og fullorðinna verður heimilað að uppfylltum skilyrðum og sömuleiðis íþróttakeppnir án áhorfenda.“ Þar segir jafnframt að frá og með miðvikudeginum heimilt að hafa að hámarki 50 manns í sama rými á íþróttaæfingum barna og fullorðinna, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Samkvæmt núgildandi reglugerð, sem tók gildi 10. desember, hafa íþróttaæfingar einstaklinga sem fæddir eru árið 2004 eða fyrr verið heimilar, hvort heldur er með eða án snertingar, en aðeins hjá liðum í efstu deildum sérsambanda ÍSÍ. Æfingar afreksmanna í einstaklingsgreinum á vegum ÍSÍ hafa einnig verið heimilar. Miðað við þetta hefst keppni strax á miðvikudagskvöld, meðal annars í Dominos-deild kvenna í körfubolta þar sem ekki hefur verið spilað síðan 3. október. Síðast var leikið í Dominos-deild karla í körfubolta 6. október en þar ætti keppni nú að geta hafist að nýju samkvæmt áætlun næsta fimmtudagskvöld, og verður leikið þétt vikurnar þar á eftir. Í Olís-deild kvenna í handbolta er ráðgert að næsta umferð fari fram laugardaginn 16. janúar. Olís-deild karla hefst að nýju öllu síðar, vegna HM í Egyptalandi, en þó strax 24. janúar, áður en HM er lokið. Sömuleiðis er nú útlit fyrir að Reykjavíkurleikarnir geti farið fram en þeir eiga að hefjast 28. janúar. Þá ætti fótboltinn að byrja að rúlla von bráðar en Reykjavíkurmótið hefst 16. janúar. Olís-deild karla Olís-deild kvenna Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef heilbrigðisráðuneytisins. Þar segir meðal annars: „Fjöldatakmarkanir verða 20 manns, heilsu- og líkamsræktarstöðvum verður gert kleift að hefja starfsemi á ný en með ströngum skilyrðum og skíðasvæðunum sömuleiðis. Íþróttastarf barna og fullorðinna verður heimilað að uppfylltum skilyrðum og sömuleiðis íþróttakeppnir án áhorfenda.“ Þar segir jafnframt að frá og með miðvikudeginum heimilt að hafa að hámarki 50 manns í sama rými á íþróttaæfingum barna og fullorðinna, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Samkvæmt núgildandi reglugerð, sem tók gildi 10. desember, hafa íþróttaæfingar einstaklinga sem fæddir eru árið 2004 eða fyrr verið heimilar, hvort heldur er með eða án snertingar, en aðeins hjá liðum í efstu deildum sérsambanda ÍSÍ. Æfingar afreksmanna í einstaklingsgreinum á vegum ÍSÍ hafa einnig verið heimilar. Miðað við þetta hefst keppni strax á miðvikudagskvöld, meðal annars í Dominos-deild kvenna í körfubolta þar sem ekki hefur verið spilað síðan 3. október. Síðast var leikið í Dominos-deild karla í körfubolta 6. október en þar ætti keppni nú að geta hafist að nýju samkvæmt áætlun næsta fimmtudagskvöld, og verður leikið þétt vikurnar þar á eftir. Í Olís-deild kvenna í handbolta er ráðgert að næsta umferð fari fram laugardaginn 16. janúar. Olís-deild karla hefst að nýju öllu síðar, vegna HM í Egyptalandi, en þó strax 24. janúar, áður en HM er lokið. Sömuleiðis er nú útlit fyrir að Reykjavíkurleikarnir geti farið fram en þeir eiga að hefjast 28. janúar. Þá ætti fótboltinn að byrja að rúlla von bráðar en Reykjavíkurmótið hefst 16. janúar.
Olís-deild karla Olís-deild kvenna Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Sjá meira