Fannst nakinn á flótta við fljót krökkt af krókódílum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. janúar 2021 10:29 Maður sagðist hafa verið villtur í fjóra daga en yfirvöld telja hann hafa verið á flótta undan réttvísinni. Skjáskot Ástralskur maður, Luke Voskresensky, sem talinn er hafa verið á flótta undan réttvísinni fannst fyrir tilviljun fyrr í vikunni þar sem hann sat nakinn á fenjavið við fljót nærri Darwin í Ástralíu. Fljótið var krökkt af krókódílum og voru það tveir veiðimenn sem fundu Voskresensky þegar hann hrópaði á hjálp. Voskresensky sætir ákæru fyrir vopnað rán. Honum hafði verið sleppt gegn tryggingu en þurfti að ganga um með ökklaband. Talið er að hann hafi losað sig við bandið í liðinni viku og reynt að flýja en ekki komist lengra en að fyrrnefndu fljóti. Hann sætir nú annarri ákæru fyrir flóttatilraunina og fyrir líkamsárás. Fjallað er um málið á vef Guardian. Þar er rætt við þá Cam Faust og Kev Joiner sem voru að leggja krabbagildrur í fljótið á sunnudaginn þegar þeir heyrðu einhvern kalla á hjálp. Two fishermen have bizarrely stumbled across a naked fugitive in the Northern Territory, who had been hiding in a mangrove tree over croc-infested waters. The wanted man said he'd been eating snails and was desperate for water.The full story tonight at 6.00pm on #9News pic.twitter.com/8URzjwk3x3— 9News Australia (@9NewsAUS) January 5, 2021 Þeir fundu Voskresensky þar sem hann sat uppi í tré við fljótið kviknakinn. Hann sagði veiðimönnunum að hann hefði verið villtur í fjóra daga, hann hefði borðað snigla til að halda sér á lífið og notað fötin sín á leiðinni í allskonar hluti. „Okkur fannst þetta einhvern veginn ekki ganga upp,“ segir Faust um útskýringar Voskresesky á nekt hans. „Hann hafði búið sér til hreiður uppi í trénu, hann var bara um meter fyrir ofan fljótið sem var fullt af krókódílum svo það var vel gert hjá honum að lifa af.“ Joiner segir að þeir félagarnir hafi hikað áður en þeir tóku Voskresensky í bátinn sinn. „En svo sáum við í hversu slæmu ásigkomulagi hann var, allur skorinn, uppþornaður og frekar veikburða… þá töldum við betra að taka hann um borð. Við héldum að hann hefði kannski djammað aðeins of mikið á gamlárskvöld, villst af leið og gert eitthvað af sér þarna í skóginum,“ segir Joiner. Faust lánaði Voskresensky nærbuxurnar sínar og gaf honum bjór þegar hann kom um borð í bátinn. Sjúkrabíll beið svo í Darwin þegar þeir komu í land þar sem flutti Voskresensky á spítala. Þar fékk hann aðhlynningu og var svo settur undir eftirlit lögreglu. Ástralía Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fleiri fréttir NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Sjá meira
Fljótið var krökkt af krókódílum og voru það tveir veiðimenn sem fundu Voskresensky þegar hann hrópaði á hjálp. Voskresensky sætir ákæru fyrir vopnað rán. Honum hafði verið sleppt gegn tryggingu en þurfti að ganga um með ökklaband. Talið er að hann hafi losað sig við bandið í liðinni viku og reynt að flýja en ekki komist lengra en að fyrrnefndu fljóti. Hann sætir nú annarri ákæru fyrir flóttatilraunina og fyrir líkamsárás. Fjallað er um málið á vef Guardian. Þar er rætt við þá Cam Faust og Kev Joiner sem voru að leggja krabbagildrur í fljótið á sunnudaginn þegar þeir heyrðu einhvern kalla á hjálp. Two fishermen have bizarrely stumbled across a naked fugitive in the Northern Territory, who had been hiding in a mangrove tree over croc-infested waters. The wanted man said he'd been eating snails and was desperate for water.The full story tonight at 6.00pm on #9News pic.twitter.com/8URzjwk3x3— 9News Australia (@9NewsAUS) January 5, 2021 Þeir fundu Voskresensky þar sem hann sat uppi í tré við fljótið kviknakinn. Hann sagði veiðimönnunum að hann hefði verið villtur í fjóra daga, hann hefði borðað snigla til að halda sér á lífið og notað fötin sín á leiðinni í allskonar hluti. „Okkur fannst þetta einhvern veginn ekki ganga upp,“ segir Faust um útskýringar Voskresesky á nekt hans. „Hann hafði búið sér til hreiður uppi í trénu, hann var bara um meter fyrir ofan fljótið sem var fullt af krókódílum svo það var vel gert hjá honum að lifa af.“ Joiner segir að þeir félagarnir hafi hikað áður en þeir tóku Voskresensky í bátinn sinn. „En svo sáum við í hversu slæmu ásigkomulagi hann var, allur skorinn, uppþornaður og frekar veikburða… þá töldum við betra að taka hann um borð. Við héldum að hann hefði kannski djammað aðeins of mikið á gamlárskvöld, villst af leið og gert eitthvað af sér þarna í skóginum,“ segir Joiner. Faust lánaði Voskresensky nærbuxurnar sínar og gaf honum bjór þegar hann kom um borð í bátinn. Sjúkrabíll beið svo í Darwin þegar þeir komu í land þar sem flutti Voskresensky á spítala. Þar fékk hann aðhlynningu og var svo settur undir eftirlit lögreglu.
Ástralía Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fleiri fréttir NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Sjá meira