Ellý Ármanns spáir fyrir helstu leikendum í íslensku samfélagi Stefán Árni Pálsson skrifar 6. janúar 2021 10:30 Ellý Ármanns er fær spákona. Ellý Ármannsdóttir spákona hefur haft nóg að gera að undanförnu við að spá fyrir Íslendingum sem vilja vita hvað framtíðin ber í skauti sér. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir fékk hana til að draga fram spilastokkinn og spá í spilin fyrir komandi ár í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Hvað er í kortum Kára Stefánssonar og þríeykisins árið 2021? Heldur sigurganga Bríetar áfram í tónlistinni? Verður árið erfitt ríkisstjórninni? Hvernig lítur framtíð Icelandair út og hver er sá Íslendingur sem mun skína skærast á árinu? „Það er allt bjart og bara birta framundan,“ segir Ellý er hún tók upp fyrsta spilið. „Nú erum við komin inn í nýtt upphaf, 2021, og tveir plús 2 plús 1 eru fimm og fimm er heillatala. Við erum að fara inn í ár sem er hjartaár.“ Ellý segir að á árinu muni þrengja svolítið að hjá Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. „Hún er miklu öflugri en við höldum. Hún er kona sem kemur með góðar hugmyndir án þess að vilja endilega fá hól fyrir.“ Kári Stef flytur út á land Ellý segir að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra muni ekki segja af sér á þessu ári. „Hann situr á sínum fáki en hann mun líka hleypa unga fólkinu að. Hann er í trausti og hugrekki og hann gefur öðrum sviðið. Það eru einhverjir tveir ungir menn sem koma og taka við. Hann stendur í báðar lappir, heldur áfram en dregur sig aðeins til baka. Eins og við sjáum þá er hann farinn að grána aðeins, rosa sætur og líður vel með þessar ákvarðanir.“ Ellý segir að Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar muni flytja út á land á næstunni. „Hann stendur í birtu og er búinn að fá nóg af slagsmálum. Kári stendur út í náttúrunni og er að byggja eitthvað setur, eitthvað rannsóknarsetur. Hann er með mikið fjármagn sem hann er að koma með inn í landið en hann er kominn með leið á þessu stríði.“ Ellý spáir einnig fyrir þríeykinu. „Ég sé mikla og sterka vernd og það er passað upp á þessa einstaklinga. Þau eru á vegamótum, það er sól og þau hætta að birtast í sjónvarpinu með fundi. Þetta er liðið, við höldum áfram og þau fara í sitthvora áttina. Hvað þau gera er ekki búið að ákveða en þau fá allskonar tilboð. Þarna eru leiðtogastöður en pólitíkin er ekki fyrir þau.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni þar sem Ellý spáir fyrir fleiri hlutum eins og skærustu stjörnum Íslands, íslenskum fyrirtækjum og margt fleira. Ísland í dag Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Finnur flottari flíkur í kvenmannsdeildunum Tíska og hönnun Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Sigrún Ósk Kristjánsdóttir fékk hana til að draga fram spilastokkinn og spá í spilin fyrir komandi ár í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Hvað er í kortum Kára Stefánssonar og þríeykisins árið 2021? Heldur sigurganga Bríetar áfram í tónlistinni? Verður árið erfitt ríkisstjórninni? Hvernig lítur framtíð Icelandair út og hver er sá Íslendingur sem mun skína skærast á árinu? „Það er allt bjart og bara birta framundan,“ segir Ellý er hún tók upp fyrsta spilið. „Nú erum við komin inn í nýtt upphaf, 2021, og tveir plús 2 plús 1 eru fimm og fimm er heillatala. Við erum að fara inn í ár sem er hjartaár.“ Ellý segir að á árinu muni þrengja svolítið að hjá Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. „Hún er miklu öflugri en við höldum. Hún er kona sem kemur með góðar hugmyndir án þess að vilja endilega fá hól fyrir.“ Kári Stef flytur út á land Ellý segir að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra muni ekki segja af sér á þessu ári. „Hann situr á sínum fáki en hann mun líka hleypa unga fólkinu að. Hann er í trausti og hugrekki og hann gefur öðrum sviðið. Það eru einhverjir tveir ungir menn sem koma og taka við. Hann stendur í báðar lappir, heldur áfram en dregur sig aðeins til baka. Eins og við sjáum þá er hann farinn að grána aðeins, rosa sætur og líður vel með þessar ákvarðanir.“ Ellý segir að Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar muni flytja út á land á næstunni. „Hann stendur í birtu og er búinn að fá nóg af slagsmálum. Kári stendur út í náttúrunni og er að byggja eitthvað setur, eitthvað rannsóknarsetur. Hann er með mikið fjármagn sem hann er að koma með inn í landið en hann er kominn með leið á þessu stríði.“ Ellý spáir einnig fyrir þríeykinu. „Ég sé mikla og sterka vernd og það er passað upp á þessa einstaklinga. Þau eru á vegamótum, það er sól og þau hætta að birtast í sjónvarpinu með fundi. Þetta er liðið, við höldum áfram og þau fara í sitthvora áttina. Hvað þau gera er ekki búið að ákveða en þau fá allskonar tilboð. Þarna eru leiðtogastöður en pólitíkin er ekki fyrir þau.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni þar sem Ellý spáir fyrir fleiri hlutum eins og skærustu stjörnum Íslands, íslenskum fyrirtækjum og margt fleira.
Ísland í dag Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Finnur flottari flíkur í kvenmannsdeildunum Tíska og hönnun Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira