Svona lítur söguleg úrslitakeppni NFL-deildarinnar út Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. janúar 2021 11:01 Baker Mayfield, leikstjórnandi Cleveland Browns fagnar sigri á Pittsburgh Steelers og sæti í úrslitakeppninni. AP/Ron Schwane Úrslitakeppni NFL-deildarinnar hefst um næstu helgi og nú eru allar dags- og tímasetningar klárar. Deildarkeppni ameríska fótboltans lauk í nótt og um leið er endanlega ljóst hvaða lið komust í úrslitakeppnina og hvaða lið munu mætast í fyrstu umferðinni um næstu helgi. Ein stærsta frétt gærdagsins var að Cleveland Browns vann 24-22 sigur á Pittsburgh Steelers og tryggði sér þar með sæti í úrslitakeppninni í fyrsta sinn í nítján ár eða síðan árið 2002. Tennessee Titans, Baltimore Ravens, Indianapolis Colts, Los Angeles Rams, Chicago Bears og Washington Football Team tryggðu sér líka öll sæti í úrslitakeppninni. Lið Miami Dolphins, Arizona Cardinals, New York Giants og Dallas Cowboys sátu aftur á móti eftir með sárt ennið. Kansas City Chiefs var búið að tryggja sér efsta sætið í Ameríkudeildinni en aðeins efsta sætið gefur nú frí í fyrstu umferðinni og sæti í undanúrslitum deildanna. Green Bay Packers tryggði sér efsta sætið í Þjóðardeildinni með sigri á nágrönnunum í Chicago Bears í gær. Packers með leikstjórnandann Aaron Rodgers í fararbroddi kemur inn í úrslitakeppnina á sex leikja sigurgöngu. NFL-deildin er líka búin að gefa út hvenær leikirnir fara fram í fyrstu umferð úrslitakeppninnar um næstu helgi. The #NFLPlayoffs are set! #SuperWildCard pic.twitter.com/M8oWEK6CgL— NFL (@NFL) January 4, 2021 Þetta er söguleg úrslitakeppni því það verða fjórtán lið í henni í stað tólf áður. Það þýðir jafnframt að það fara fram sex leikir á fyrstu helgi úrslitakeppninnar eða þrír á laugardegi og þrír á sunnudegi. Stöð 2 Sport mun sýna alla þessa leiki í beinni útsendingu og það er því mikil veisla framundan um komandi helgi. Hér fyrir neðan má sjá hvaða lið mætast í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og hvenær hver leikur er á dagskrá. Fyrsta umferð úrslitakeppni NFL-deildarinnar Laugardagurinn 9. janúar Buffalo Bills - Indianapolis Colts / Klukkan 18:05 að ísl.tíma [Stöð 2 Sport 2] Seattle Seahawks - Los Angeles Rams / Kl. 21:40 að ísl. tíma [Stöð 2 Sport 2] Washington - Tampa Bay Buccaneers / Kl. 01:15 að ísl. tíma [Stöð 2 Sport 2] Sunnudagurinn 10. janúar Tennessee Titans - Baltimore Ravens / Kl. 18:05 að ísl. tíma [Stöð 2 Sport 2] New Orleans Saints - Chicago Bears / Kl. 21:40 að ísl. tíma [Stöð 2 Sport 2] Pittsburgh Steelers - Cleveland Browns / Kl. 01:15 að ísl. tíma [Stöð 2 Sport 2] We've got a #SuperWildCard Weekend! #NFLPlayoffs pic.twitter.com/oBv5TPWUtd— NFL (@NFL) January 4, 2021 NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði. NFL Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Sjá meira
Deildarkeppni ameríska fótboltans lauk í nótt og um leið er endanlega ljóst hvaða lið komust í úrslitakeppnina og hvaða lið munu mætast í fyrstu umferðinni um næstu helgi. Ein stærsta frétt gærdagsins var að Cleveland Browns vann 24-22 sigur á Pittsburgh Steelers og tryggði sér þar með sæti í úrslitakeppninni í fyrsta sinn í nítján ár eða síðan árið 2002. Tennessee Titans, Baltimore Ravens, Indianapolis Colts, Los Angeles Rams, Chicago Bears og Washington Football Team tryggðu sér líka öll sæti í úrslitakeppninni. Lið Miami Dolphins, Arizona Cardinals, New York Giants og Dallas Cowboys sátu aftur á móti eftir með sárt ennið. Kansas City Chiefs var búið að tryggja sér efsta sætið í Ameríkudeildinni en aðeins efsta sætið gefur nú frí í fyrstu umferðinni og sæti í undanúrslitum deildanna. Green Bay Packers tryggði sér efsta sætið í Þjóðardeildinni með sigri á nágrönnunum í Chicago Bears í gær. Packers með leikstjórnandann Aaron Rodgers í fararbroddi kemur inn í úrslitakeppnina á sex leikja sigurgöngu. NFL-deildin er líka búin að gefa út hvenær leikirnir fara fram í fyrstu umferð úrslitakeppninnar um næstu helgi. The #NFLPlayoffs are set! #SuperWildCard pic.twitter.com/M8oWEK6CgL— NFL (@NFL) January 4, 2021 Þetta er söguleg úrslitakeppni því það verða fjórtán lið í henni í stað tólf áður. Það þýðir jafnframt að það fara fram sex leikir á fyrstu helgi úrslitakeppninnar eða þrír á laugardegi og þrír á sunnudegi. Stöð 2 Sport mun sýna alla þessa leiki í beinni útsendingu og það er því mikil veisla framundan um komandi helgi. Hér fyrir neðan má sjá hvaða lið mætast í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og hvenær hver leikur er á dagskrá. Fyrsta umferð úrslitakeppni NFL-deildarinnar Laugardagurinn 9. janúar Buffalo Bills - Indianapolis Colts / Klukkan 18:05 að ísl.tíma [Stöð 2 Sport 2] Seattle Seahawks - Los Angeles Rams / Kl. 21:40 að ísl. tíma [Stöð 2 Sport 2] Washington - Tampa Bay Buccaneers / Kl. 01:15 að ísl. tíma [Stöð 2 Sport 2] Sunnudagurinn 10. janúar Tennessee Titans - Baltimore Ravens / Kl. 18:05 að ísl. tíma [Stöð 2 Sport 2] New Orleans Saints - Chicago Bears / Kl. 21:40 að ísl. tíma [Stöð 2 Sport 2] Pittsburgh Steelers - Cleveland Browns / Kl. 01:15 að ísl. tíma [Stöð 2 Sport 2] We've got a #SuperWildCard Weekend! #NFLPlayoffs pic.twitter.com/oBv5TPWUtd— NFL (@NFL) January 4, 2021 NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
Fyrsta umferð úrslitakeppni NFL-deildarinnar Laugardagurinn 9. janúar Buffalo Bills - Indianapolis Colts / Klukkan 18:05 að ísl.tíma [Stöð 2 Sport 2] Seattle Seahawks - Los Angeles Rams / Kl. 21:40 að ísl. tíma [Stöð 2 Sport 2] Washington - Tampa Bay Buccaneers / Kl. 01:15 að ísl. tíma [Stöð 2 Sport 2] Sunnudagurinn 10. janúar Tennessee Titans - Baltimore Ravens / Kl. 18:05 að ísl. tíma [Stöð 2 Sport 2] New Orleans Saints - Chicago Bears / Kl. 21:40 að ísl. tíma [Stöð 2 Sport 2] Pittsburgh Steelers - Cleveland Browns / Kl. 01:15 að ísl. tíma [Stöð 2 Sport 2]
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Sjá meira