Svona lítur söguleg úrslitakeppni NFL-deildarinnar út Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. janúar 2021 11:01 Baker Mayfield, leikstjórnandi Cleveland Browns fagnar sigri á Pittsburgh Steelers og sæti í úrslitakeppninni. AP/Ron Schwane Úrslitakeppni NFL-deildarinnar hefst um næstu helgi og nú eru allar dags- og tímasetningar klárar. Deildarkeppni ameríska fótboltans lauk í nótt og um leið er endanlega ljóst hvaða lið komust í úrslitakeppnina og hvaða lið munu mætast í fyrstu umferðinni um næstu helgi. Ein stærsta frétt gærdagsins var að Cleveland Browns vann 24-22 sigur á Pittsburgh Steelers og tryggði sér þar með sæti í úrslitakeppninni í fyrsta sinn í nítján ár eða síðan árið 2002. Tennessee Titans, Baltimore Ravens, Indianapolis Colts, Los Angeles Rams, Chicago Bears og Washington Football Team tryggðu sér líka öll sæti í úrslitakeppninni. Lið Miami Dolphins, Arizona Cardinals, New York Giants og Dallas Cowboys sátu aftur á móti eftir með sárt ennið. Kansas City Chiefs var búið að tryggja sér efsta sætið í Ameríkudeildinni en aðeins efsta sætið gefur nú frí í fyrstu umferðinni og sæti í undanúrslitum deildanna. Green Bay Packers tryggði sér efsta sætið í Þjóðardeildinni með sigri á nágrönnunum í Chicago Bears í gær. Packers með leikstjórnandann Aaron Rodgers í fararbroddi kemur inn í úrslitakeppnina á sex leikja sigurgöngu. NFL-deildin er líka búin að gefa út hvenær leikirnir fara fram í fyrstu umferð úrslitakeppninnar um næstu helgi. The #NFLPlayoffs are set! #SuperWildCard pic.twitter.com/M8oWEK6CgL— NFL (@NFL) January 4, 2021 Þetta er söguleg úrslitakeppni því það verða fjórtán lið í henni í stað tólf áður. Það þýðir jafnframt að það fara fram sex leikir á fyrstu helgi úrslitakeppninnar eða þrír á laugardegi og þrír á sunnudegi. Stöð 2 Sport mun sýna alla þessa leiki í beinni útsendingu og það er því mikil veisla framundan um komandi helgi. Hér fyrir neðan má sjá hvaða lið mætast í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og hvenær hver leikur er á dagskrá. Fyrsta umferð úrslitakeppni NFL-deildarinnar Laugardagurinn 9. janúar Buffalo Bills - Indianapolis Colts / Klukkan 18:05 að ísl.tíma [Stöð 2 Sport 2] Seattle Seahawks - Los Angeles Rams / Kl. 21:40 að ísl. tíma [Stöð 2 Sport 2] Washington - Tampa Bay Buccaneers / Kl. 01:15 að ísl. tíma [Stöð 2 Sport 2] Sunnudagurinn 10. janúar Tennessee Titans - Baltimore Ravens / Kl. 18:05 að ísl. tíma [Stöð 2 Sport 2] New Orleans Saints - Chicago Bears / Kl. 21:40 að ísl. tíma [Stöð 2 Sport 2] Pittsburgh Steelers - Cleveland Browns / Kl. 01:15 að ísl. tíma [Stöð 2 Sport 2] We've got a #SuperWildCard Weekend! #NFLPlayoffs pic.twitter.com/oBv5TPWUtd— NFL (@NFL) January 4, 2021 NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði. NFL Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Sjá meira
Deildarkeppni ameríska fótboltans lauk í nótt og um leið er endanlega ljóst hvaða lið komust í úrslitakeppnina og hvaða lið munu mætast í fyrstu umferðinni um næstu helgi. Ein stærsta frétt gærdagsins var að Cleveland Browns vann 24-22 sigur á Pittsburgh Steelers og tryggði sér þar með sæti í úrslitakeppninni í fyrsta sinn í nítján ár eða síðan árið 2002. Tennessee Titans, Baltimore Ravens, Indianapolis Colts, Los Angeles Rams, Chicago Bears og Washington Football Team tryggðu sér líka öll sæti í úrslitakeppninni. Lið Miami Dolphins, Arizona Cardinals, New York Giants og Dallas Cowboys sátu aftur á móti eftir með sárt ennið. Kansas City Chiefs var búið að tryggja sér efsta sætið í Ameríkudeildinni en aðeins efsta sætið gefur nú frí í fyrstu umferðinni og sæti í undanúrslitum deildanna. Green Bay Packers tryggði sér efsta sætið í Þjóðardeildinni með sigri á nágrönnunum í Chicago Bears í gær. Packers með leikstjórnandann Aaron Rodgers í fararbroddi kemur inn í úrslitakeppnina á sex leikja sigurgöngu. NFL-deildin er líka búin að gefa út hvenær leikirnir fara fram í fyrstu umferð úrslitakeppninnar um næstu helgi. The #NFLPlayoffs are set! #SuperWildCard pic.twitter.com/M8oWEK6CgL— NFL (@NFL) January 4, 2021 Þetta er söguleg úrslitakeppni því það verða fjórtán lið í henni í stað tólf áður. Það þýðir jafnframt að það fara fram sex leikir á fyrstu helgi úrslitakeppninnar eða þrír á laugardegi og þrír á sunnudegi. Stöð 2 Sport mun sýna alla þessa leiki í beinni útsendingu og það er því mikil veisla framundan um komandi helgi. Hér fyrir neðan má sjá hvaða lið mætast í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og hvenær hver leikur er á dagskrá. Fyrsta umferð úrslitakeppni NFL-deildarinnar Laugardagurinn 9. janúar Buffalo Bills - Indianapolis Colts / Klukkan 18:05 að ísl.tíma [Stöð 2 Sport 2] Seattle Seahawks - Los Angeles Rams / Kl. 21:40 að ísl. tíma [Stöð 2 Sport 2] Washington - Tampa Bay Buccaneers / Kl. 01:15 að ísl. tíma [Stöð 2 Sport 2] Sunnudagurinn 10. janúar Tennessee Titans - Baltimore Ravens / Kl. 18:05 að ísl. tíma [Stöð 2 Sport 2] New Orleans Saints - Chicago Bears / Kl. 21:40 að ísl. tíma [Stöð 2 Sport 2] Pittsburgh Steelers - Cleveland Browns / Kl. 01:15 að ísl. tíma [Stöð 2 Sport 2] We've got a #SuperWildCard Weekend! #NFLPlayoffs pic.twitter.com/oBv5TPWUtd— NFL (@NFL) January 4, 2021 NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
Fyrsta umferð úrslitakeppni NFL-deildarinnar Laugardagurinn 9. janúar Buffalo Bills - Indianapolis Colts / Klukkan 18:05 að ísl.tíma [Stöð 2 Sport 2] Seattle Seahawks - Los Angeles Rams / Kl. 21:40 að ísl. tíma [Stöð 2 Sport 2] Washington - Tampa Bay Buccaneers / Kl. 01:15 að ísl. tíma [Stöð 2 Sport 2] Sunnudagurinn 10. janúar Tennessee Titans - Baltimore Ravens / Kl. 18:05 að ísl. tíma [Stöð 2 Sport 2] New Orleans Saints - Chicago Bears / Kl. 21:40 að ísl. tíma [Stöð 2 Sport 2] Pittsburgh Steelers - Cleveland Browns / Kl. 01:15 að ísl. tíma [Stöð 2 Sport 2]
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Sjá meira