Svona lítur söguleg úrslitakeppni NFL-deildarinnar út Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. janúar 2021 11:01 Baker Mayfield, leikstjórnandi Cleveland Browns fagnar sigri á Pittsburgh Steelers og sæti í úrslitakeppninni. AP/Ron Schwane Úrslitakeppni NFL-deildarinnar hefst um næstu helgi og nú eru allar dags- og tímasetningar klárar. Deildarkeppni ameríska fótboltans lauk í nótt og um leið er endanlega ljóst hvaða lið komust í úrslitakeppnina og hvaða lið munu mætast í fyrstu umferðinni um næstu helgi. Ein stærsta frétt gærdagsins var að Cleveland Browns vann 24-22 sigur á Pittsburgh Steelers og tryggði sér þar með sæti í úrslitakeppninni í fyrsta sinn í nítján ár eða síðan árið 2002. Tennessee Titans, Baltimore Ravens, Indianapolis Colts, Los Angeles Rams, Chicago Bears og Washington Football Team tryggðu sér líka öll sæti í úrslitakeppninni. Lið Miami Dolphins, Arizona Cardinals, New York Giants og Dallas Cowboys sátu aftur á móti eftir með sárt ennið. Kansas City Chiefs var búið að tryggja sér efsta sætið í Ameríkudeildinni en aðeins efsta sætið gefur nú frí í fyrstu umferðinni og sæti í undanúrslitum deildanna. Green Bay Packers tryggði sér efsta sætið í Þjóðardeildinni með sigri á nágrönnunum í Chicago Bears í gær. Packers með leikstjórnandann Aaron Rodgers í fararbroddi kemur inn í úrslitakeppnina á sex leikja sigurgöngu. NFL-deildin er líka búin að gefa út hvenær leikirnir fara fram í fyrstu umferð úrslitakeppninnar um næstu helgi. The #NFLPlayoffs are set! #SuperWildCard pic.twitter.com/M8oWEK6CgL— NFL (@NFL) January 4, 2021 Þetta er söguleg úrslitakeppni því það verða fjórtán lið í henni í stað tólf áður. Það þýðir jafnframt að það fara fram sex leikir á fyrstu helgi úrslitakeppninnar eða þrír á laugardegi og þrír á sunnudegi. Stöð 2 Sport mun sýna alla þessa leiki í beinni útsendingu og það er því mikil veisla framundan um komandi helgi. Hér fyrir neðan má sjá hvaða lið mætast í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og hvenær hver leikur er á dagskrá. Fyrsta umferð úrslitakeppni NFL-deildarinnar Laugardagurinn 9. janúar Buffalo Bills - Indianapolis Colts / Klukkan 18:05 að ísl.tíma [Stöð 2 Sport 2] Seattle Seahawks - Los Angeles Rams / Kl. 21:40 að ísl. tíma [Stöð 2 Sport 2] Washington - Tampa Bay Buccaneers / Kl. 01:15 að ísl. tíma [Stöð 2 Sport 2] Sunnudagurinn 10. janúar Tennessee Titans - Baltimore Ravens / Kl. 18:05 að ísl. tíma [Stöð 2 Sport 2] New Orleans Saints - Chicago Bears / Kl. 21:40 að ísl. tíma [Stöð 2 Sport 2] Pittsburgh Steelers - Cleveland Browns / Kl. 01:15 að ísl. tíma [Stöð 2 Sport 2] We've got a #SuperWildCard Weekend! #NFLPlayoffs pic.twitter.com/oBv5TPWUtd— NFL (@NFL) January 4, 2021 NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði. NFL Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Fleiri fréttir „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Sjá meira
Deildarkeppni ameríska fótboltans lauk í nótt og um leið er endanlega ljóst hvaða lið komust í úrslitakeppnina og hvaða lið munu mætast í fyrstu umferðinni um næstu helgi. Ein stærsta frétt gærdagsins var að Cleveland Browns vann 24-22 sigur á Pittsburgh Steelers og tryggði sér þar með sæti í úrslitakeppninni í fyrsta sinn í nítján ár eða síðan árið 2002. Tennessee Titans, Baltimore Ravens, Indianapolis Colts, Los Angeles Rams, Chicago Bears og Washington Football Team tryggðu sér líka öll sæti í úrslitakeppninni. Lið Miami Dolphins, Arizona Cardinals, New York Giants og Dallas Cowboys sátu aftur á móti eftir með sárt ennið. Kansas City Chiefs var búið að tryggja sér efsta sætið í Ameríkudeildinni en aðeins efsta sætið gefur nú frí í fyrstu umferðinni og sæti í undanúrslitum deildanna. Green Bay Packers tryggði sér efsta sætið í Þjóðardeildinni með sigri á nágrönnunum í Chicago Bears í gær. Packers með leikstjórnandann Aaron Rodgers í fararbroddi kemur inn í úrslitakeppnina á sex leikja sigurgöngu. NFL-deildin er líka búin að gefa út hvenær leikirnir fara fram í fyrstu umferð úrslitakeppninnar um næstu helgi. The #NFLPlayoffs are set! #SuperWildCard pic.twitter.com/M8oWEK6CgL— NFL (@NFL) January 4, 2021 Þetta er söguleg úrslitakeppni því það verða fjórtán lið í henni í stað tólf áður. Það þýðir jafnframt að það fara fram sex leikir á fyrstu helgi úrslitakeppninnar eða þrír á laugardegi og þrír á sunnudegi. Stöð 2 Sport mun sýna alla þessa leiki í beinni útsendingu og það er því mikil veisla framundan um komandi helgi. Hér fyrir neðan má sjá hvaða lið mætast í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og hvenær hver leikur er á dagskrá. Fyrsta umferð úrslitakeppni NFL-deildarinnar Laugardagurinn 9. janúar Buffalo Bills - Indianapolis Colts / Klukkan 18:05 að ísl.tíma [Stöð 2 Sport 2] Seattle Seahawks - Los Angeles Rams / Kl. 21:40 að ísl. tíma [Stöð 2 Sport 2] Washington - Tampa Bay Buccaneers / Kl. 01:15 að ísl. tíma [Stöð 2 Sport 2] Sunnudagurinn 10. janúar Tennessee Titans - Baltimore Ravens / Kl. 18:05 að ísl. tíma [Stöð 2 Sport 2] New Orleans Saints - Chicago Bears / Kl. 21:40 að ísl. tíma [Stöð 2 Sport 2] Pittsburgh Steelers - Cleveland Browns / Kl. 01:15 að ísl. tíma [Stöð 2 Sport 2] We've got a #SuperWildCard Weekend! #NFLPlayoffs pic.twitter.com/oBv5TPWUtd— NFL (@NFL) January 4, 2021 NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
Fyrsta umferð úrslitakeppni NFL-deildarinnar Laugardagurinn 9. janúar Buffalo Bills - Indianapolis Colts / Klukkan 18:05 að ísl.tíma [Stöð 2 Sport 2] Seattle Seahawks - Los Angeles Rams / Kl. 21:40 að ísl. tíma [Stöð 2 Sport 2] Washington - Tampa Bay Buccaneers / Kl. 01:15 að ísl. tíma [Stöð 2 Sport 2] Sunnudagurinn 10. janúar Tennessee Titans - Baltimore Ravens / Kl. 18:05 að ísl. tíma [Stöð 2 Sport 2] New Orleans Saints - Chicago Bears / Kl. 21:40 að ísl. tíma [Stöð 2 Sport 2] Pittsburgh Steelers - Cleveland Browns / Kl. 01:15 að ísl. tíma [Stöð 2 Sport 2]
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Fleiri fréttir „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Sjá meira