Telur bændur hafa rekið fé á hálendið allt frá landnámi Kristján Már Unnarsson skrifar 2. janúar 2021 06:26 Landmannahellir sem fjallaskálaþyrpingin dregur nafn sitt af. Heimildir eru um að í fjárleitum fyrr á tímum hafi fjallmenn reist tjaldbúðir við hellinn en nýtt hann fremur sem skjól fyrir hesta. Þó kom fyrir að menn sváfu einnig í hellinum. Einar Árnason „Sagan segir að menn hafi byrjað að reka bara um landnám,“ svarar fjallkóngurinn á Landmannaafrétti, Kristinn Guðnason, þegar við veltum því upp hversu rótgróinn þáttur fjárleitir á hálendinu er í þjóðmenningu Íslendinga. Í þættinum Um land allt á Stöð 2 er fylgst með fjallmönnum Land- og Holtamanna í smalamennsku í síðari hluta septembermánaðar í haust. Elsti gangnamannakofinn við Landmannahelli er í dag friðlýstur sem fornminjar.Einar Árnason -Þannig að þið eruð að gera það sama og kannski fyrstu íbúar landsins gerðu? „Já, það erum við að gera. Allavega svo lengi sem sögur eru skráðar, þá hefur þessi afréttur verið notaður svona; upprekstur af þessum bæjum í þessum sveitum,“ svarar fjallkóngurinn. „Öll sveitin verður bara svona ein fjölskylda,“ svarar Anna Björg Stefánsdóttir, bóndi í Hrólfsstaðahelli, spurð um stemmninguna. Með henni eru bæði börn og barnabörn, sem fá frí úr skólanum til að koma á fjall. Anna Björg Stefánsdóttir, bóndi í Hrólfsstaðahelli, var með börnin og barnabörnin í fjallferðinni.Einar Árnason „Þetta er bara sterk hefð,“ segir hún. Og rétt eins og hjá kynslóðum fyrri alda eru það hesturinn og hundurinn sem gagnast manninum best til að leita uppi sauðféð og smala því aftur til byggða. Talstöðin kemur sér þó vel í seinni tíð. Afrétturinn að Fjallabaki er rómaður fyrir stórbrotið landslag og náttúrufegurð. Þeir Bragi Guðmundsson í Flagbjarnarholti og Rökkvi Hljómur Kristjánsson á Hólum á Rangárvöllum eiga erfitt með að gera upp við sig hvaða hluti hans sé fallegastur. „Ég held að hann sé bara allur fallegur. Hann er náttúrulega ofboðslega fallegur í Jökulgili, inn af Landmannalaugum,“ svarar Bragi. Þeir Rökkvi Hljómur Kristjánsson og Bragi Guðmundsson glettast í hríðinni við Löðmundarvatn þann 22. september í haust. Vatnið er í 587 metra yfir sjávarmáli en upp af því rís fjallið Löðmundur upp í 1.077 metra hæð.Einar Árnason „Ég held að þetta sé nú eins og að spyrja hver sé fallegasti hlutinn af konunni þinni, Bragi. Þú gerir ekkert upp á milli,“ segir Rökkvi en Bragi lætur ekki teyma sig lengra út í þá umræðu. Gamli gangnamannakofinn við Landmannahelli er talinn frá árinu 1907 og friðlýstur sem fornminjar. Áður fyrr tjölduðu gangnamenn fyrir framan hinn eiginlega Landmannahelli, sem var nýttur sem skjól fyrir hesta þótt fyrir hafi komið að menn hafi einnig sofið í hellinum. Það gengur á ýmsu í fjárleitunum þetta haustið. Þannig biðja sjónvarpsmenn Stöðvar 2 tvær konur, sem eru að reka kindahóp, að fara af hestbaki og koma í viðtal. Hin norska Silje Dahlen Alviniussen komin af baki til að ræða við sjónvarpsmenn. Fjallið Löðmundur sést fyrir aftan.Einar Árnason Meðan fréttamaðurinn er að stilla þeim Silju frá Noregi og Monicu frá Sviss upp fyrir viðtalið rjúka þær skyndilega í burtu. Truflunin verður til þess að þær missa augnablik sjónar af kindunum, sem nýta tækifærið og taka á rás til baka. Hægt er að sjá þáttinn í heild sinni á Maraþoni Stöðvar 2. Hér má sjá sjö mínútna myndskeið: Landbúnaður Rangárþing ytra Ásahreppur Hálendisþjóðgarður Hestar Um land allt Tengdar fréttir Fjallmönnum fylgt í erfiðum leitum á Landmannaafrétti Fjárleitir Land- og Holtamanna á Landmannaafrétti í síðari hluta septembermánaðar í haust voru með þeim erfiðustu um árabil sökum illviðris sem göngumenn hrepptu á hálendinu. Fjallkóngurinn Kristinn Guðnason fór þar fyrir flokki fimmtíu fjallmanna en göngunum lauk á sjöunda degi með réttum í Áfangagili norðan Heklu. 13. desember 2020 23:52 Eltast við ullarhnoðra í hríðarbyl að Fjallabaki Tvær konur á hestum í hríðarbyl sjást eltast við kindur í flughálku utan í bröttum hlíðum Dómadals. Önnur þeirra hrasar. 19. desember 2020 23:41 Fjárbændur ætla að verja nytjarétt sinn á hálendinu Sauðfjárbændur sem sakaðir hafa verið um ofbeit á hálendinu segja þvert á móti að afréttarlönd séu í framför. Þeir hafa ekki í hyggju að gefa nytjaréttinn frá sér. 14. desember 2020 23:23 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Í þættinum Um land allt á Stöð 2 er fylgst með fjallmönnum Land- og Holtamanna í smalamennsku í síðari hluta septembermánaðar í haust. Elsti gangnamannakofinn við Landmannahelli er í dag friðlýstur sem fornminjar.Einar Árnason -Þannig að þið eruð að gera það sama og kannski fyrstu íbúar landsins gerðu? „Já, það erum við að gera. Allavega svo lengi sem sögur eru skráðar, þá hefur þessi afréttur verið notaður svona; upprekstur af þessum bæjum í þessum sveitum,“ svarar fjallkóngurinn. „Öll sveitin verður bara svona ein fjölskylda,“ svarar Anna Björg Stefánsdóttir, bóndi í Hrólfsstaðahelli, spurð um stemmninguna. Með henni eru bæði börn og barnabörn, sem fá frí úr skólanum til að koma á fjall. Anna Björg Stefánsdóttir, bóndi í Hrólfsstaðahelli, var með börnin og barnabörnin í fjallferðinni.Einar Árnason „Þetta er bara sterk hefð,“ segir hún. Og rétt eins og hjá kynslóðum fyrri alda eru það hesturinn og hundurinn sem gagnast manninum best til að leita uppi sauðféð og smala því aftur til byggða. Talstöðin kemur sér þó vel í seinni tíð. Afrétturinn að Fjallabaki er rómaður fyrir stórbrotið landslag og náttúrufegurð. Þeir Bragi Guðmundsson í Flagbjarnarholti og Rökkvi Hljómur Kristjánsson á Hólum á Rangárvöllum eiga erfitt með að gera upp við sig hvaða hluti hans sé fallegastur. „Ég held að hann sé bara allur fallegur. Hann er náttúrulega ofboðslega fallegur í Jökulgili, inn af Landmannalaugum,“ svarar Bragi. Þeir Rökkvi Hljómur Kristjánsson og Bragi Guðmundsson glettast í hríðinni við Löðmundarvatn þann 22. september í haust. Vatnið er í 587 metra yfir sjávarmáli en upp af því rís fjallið Löðmundur upp í 1.077 metra hæð.Einar Árnason „Ég held að þetta sé nú eins og að spyrja hver sé fallegasti hlutinn af konunni þinni, Bragi. Þú gerir ekkert upp á milli,“ segir Rökkvi en Bragi lætur ekki teyma sig lengra út í þá umræðu. Gamli gangnamannakofinn við Landmannahelli er talinn frá árinu 1907 og friðlýstur sem fornminjar. Áður fyrr tjölduðu gangnamenn fyrir framan hinn eiginlega Landmannahelli, sem var nýttur sem skjól fyrir hesta þótt fyrir hafi komið að menn hafi einnig sofið í hellinum. Það gengur á ýmsu í fjárleitunum þetta haustið. Þannig biðja sjónvarpsmenn Stöðvar 2 tvær konur, sem eru að reka kindahóp, að fara af hestbaki og koma í viðtal. Hin norska Silje Dahlen Alviniussen komin af baki til að ræða við sjónvarpsmenn. Fjallið Löðmundur sést fyrir aftan.Einar Árnason Meðan fréttamaðurinn er að stilla þeim Silju frá Noregi og Monicu frá Sviss upp fyrir viðtalið rjúka þær skyndilega í burtu. Truflunin verður til þess að þær missa augnablik sjónar af kindunum, sem nýta tækifærið og taka á rás til baka. Hægt er að sjá þáttinn í heild sinni á Maraþoni Stöðvar 2. Hér má sjá sjö mínútna myndskeið:
Landbúnaður Rangárþing ytra Ásahreppur Hálendisþjóðgarður Hestar Um land allt Tengdar fréttir Fjallmönnum fylgt í erfiðum leitum á Landmannaafrétti Fjárleitir Land- og Holtamanna á Landmannaafrétti í síðari hluta septembermánaðar í haust voru með þeim erfiðustu um árabil sökum illviðris sem göngumenn hrepptu á hálendinu. Fjallkóngurinn Kristinn Guðnason fór þar fyrir flokki fimmtíu fjallmanna en göngunum lauk á sjöunda degi með réttum í Áfangagili norðan Heklu. 13. desember 2020 23:52 Eltast við ullarhnoðra í hríðarbyl að Fjallabaki Tvær konur á hestum í hríðarbyl sjást eltast við kindur í flughálku utan í bröttum hlíðum Dómadals. Önnur þeirra hrasar. 19. desember 2020 23:41 Fjárbændur ætla að verja nytjarétt sinn á hálendinu Sauðfjárbændur sem sakaðir hafa verið um ofbeit á hálendinu segja þvert á móti að afréttarlönd séu í framför. Þeir hafa ekki í hyggju að gefa nytjaréttinn frá sér. 14. desember 2020 23:23 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Fjallmönnum fylgt í erfiðum leitum á Landmannaafrétti Fjárleitir Land- og Holtamanna á Landmannaafrétti í síðari hluta septembermánaðar í haust voru með þeim erfiðustu um árabil sökum illviðris sem göngumenn hrepptu á hálendinu. Fjallkóngurinn Kristinn Guðnason fór þar fyrir flokki fimmtíu fjallmanna en göngunum lauk á sjöunda degi með réttum í Áfangagili norðan Heklu. 13. desember 2020 23:52
Eltast við ullarhnoðra í hríðarbyl að Fjallabaki Tvær konur á hestum í hríðarbyl sjást eltast við kindur í flughálku utan í bröttum hlíðum Dómadals. Önnur þeirra hrasar. 19. desember 2020 23:41
Fjárbændur ætla að verja nytjarétt sinn á hálendinu Sauðfjárbændur sem sakaðir hafa verið um ofbeit á hálendinu segja þvert á móti að afréttarlönd séu í framför. Þeir hafa ekki í hyggju að gefa nytjaréttinn frá sér. 14. desember 2020 23:23