Rúmur hálfur milljarður aukalega í loftslagsaðgerðir Kjartan Kjartansson skrifar 5. maí 2020 16:46 Vísir að birkiskógi á Skeiðarársandi árið 2017. Um 75 milljónir króna verða lagðar í aukna skógrækt með birkiplöntum með aukaframlagi ríkisstjórnarinnar til loftslagsmála. Vísir/Arnar Meirihluti um 550 milljóna króna aukaframlags til loftslagsmála í sérstöku tímabundnu fjárfestingaátaki ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins verður varið til verkefna sem tengjast orkuskiptum. Um 200 milljónir króna verða settar í kolefnisbindingarverkefni. Af þeim 300 milljónum króna sem fara í orkuskipti fara um 210 milljónir í styrki til að stuðla að frekari rafvæðingu hafna. Þá verður fé lagt í úttekt á ávinningi innlendrar eldsneytisframleiðslu, greiningu á hindrunum og tækifærum í að hraða orkuskiptum bílaflota bílaleiga og rannsókn á möguleikum til orkuskipta í þungaflutningum. Styrkir verða veittir félagasamtökum til rafvæðingar gistiskála sem liggja utan almenna raforkukerfisins. Á sviði kolefnisbindingar verður mestu fé varið til aukinnar skógræktar með birkiplöntum, alls 75 milljónir. Tuttugu milljónir verða settar í aukna endurheimt votlendis. Ráðist verður í átak í grisjun ungskóga, verkefni landgræðslufélaga verða efld, ráðist verður í tilrauna- og átaksverkefni á Norðurlandi og Suðurnesjum um nýtingu moltu, meðal annars til repju- og skógræktar og uppgræðslu. Fimmtíu milljónunum króna verður veitt til Loftslagssjóðs til viðbótar í úthlutunarfé hans, samkvæmt tilkynningu ríkisstjórnarinnar í dag. Fjárveitingarnar eru liður í fjárfestingaátaki sem Alþingi samþykkti í lok mars til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Aðgerðapakki upp á tæpa 26 milljarða afgreiddur í kvöld Alþingi hyggst afgreiða sex mál sem tengjast aðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins í kvöld. 30. mars 2020 19:00 Mest lesið Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Sjá meira
Meirihluti um 550 milljóna króna aukaframlags til loftslagsmála í sérstöku tímabundnu fjárfestingaátaki ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins verður varið til verkefna sem tengjast orkuskiptum. Um 200 milljónir króna verða settar í kolefnisbindingarverkefni. Af þeim 300 milljónum króna sem fara í orkuskipti fara um 210 milljónir í styrki til að stuðla að frekari rafvæðingu hafna. Þá verður fé lagt í úttekt á ávinningi innlendrar eldsneytisframleiðslu, greiningu á hindrunum og tækifærum í að hraða orkuskiptum bílaflota bílaleiga og rannsókn á möguleikum til orkuskipta í þungaflutningum. Styrkir verða veittir félagasamtökum til rafvæðingar gistiskála sem liggja utan almenna raforkukerfisins. Á sviði kolefnisbindingar verður mestu fé varið til aukinnar skógræktar með birkiplöntum, alls 75 milljónir. Tuttugu milljónir verða settar í aukna endurheimt votlendis. Ráðist verður í átak í grisjun ungskóga, verkefni landgræðslufélaga verða efld, ráðist verður í tilrauna- og átaksverkefni á Norðurlandi og Suðurnesjum um nýtingu moltu, meðal annars til repju- og skógræktar og uppgræðslu. Fimmtíu milljónunum króna verður veitt til Loftslagssjóðs til viðbótar í úthlutunarfé hans, samkvæmt tilkynningu ríkisstjórnarinnar í dag. Fjárveitingarnar eru liður í fjárfestingaátaki sem Alþingi samþykkti í lok mars til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu vegna heimsfaraldurs kórónuveiru.
Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Aðgerðapakki upp á tæpa 26 milljarða afgreiddur í kvöld Alþingi hyggst afgreiða sex mál sem tengjast aðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins í kvöld. 30. mars 2020 19:00 Mest lesið Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Sjá meira
Aðgerðapakki upp á tæpa 26 milljarða afgreiddur í kvöld Alþingi hyggst afgreiða sex mál sem tengjast aðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins í kvöld. 30. mars 2020 19:00