Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) og SpaceX munu skjóta geimförum á loft frá Bandaríkjunum þann 27. maí og verður það í fyrsta sinn frá 2011, þegar geimskutlurnar voru teknar úr notkun. Þeir Robert Behnken og Douglas Hurley, verða sendir til alþjóðlegu geimstöðvarinnar með Crew Dragon geimfari SpaceX og verður það í fyrsta sinn sem einkafyrirtæki sendir menn út í geim. Verkefnið gengur undir nafninu Demo-2 og stendur til að skjóta geimförunum tveimur á loft frá Flórída. Þeir Behnken og Hurley segjast báðir mjög spenntir fyrir tilraunaskotinu. Þeir ræddu við blaðamenn á föstudaginn og svöruðu fjölmörgum spurningum um verkefnið, Crew Dragon geimfarið og margt fleira. Hér að neðan má sjá myndband sem SpaceX hefur tekið saman og sýnir það þegar ómönnuðu Crew Dragon var skotið til geimstöðvarinnar í mars í fyrra. Um borð voru birgðir og Ripley, gína sem búið var að koma ýmsum skynjurum fyrir í. Þessi þróun geimfara og ferðir til geimstöðvarinnar eru þó aðeins liður í margra ára áætlun sem miðar að því að koma mönnum aftur til tunglsins og lengra út í sólkerfið. Í fyrra voru 50 ár liðin frá því að menn lentu fyrst á tunglinu. Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, tilkynnti á fundi Geimráðs ríkisins í fyrra, að flýta ætti áætlun NASA, sem ætlaði að senda menn til tunglsins fyrir 2028. Þess í stað yrðu menn sendir til tunglsins fyrir 2024. Geimfararnir Bob Behnken and Doug Hurley stefna að því að verða fyrstu geimfararnir sem skotið er á loft í Bandaríkjunum frá 2011. Tilraunaskotið á að fara fram þann 27. maí.Vísir/NASA Verkefnið ber heitið Artemis, í höfuð grísku gyðjunnar. Artemis er systir Apollo. Eins og frægt er var það nafn verkefnisins sem sneri að tunglferðunum sem farnar voru á árum áður. Sjá einnig: Pence vill menn á tunglið innan fimm ára Markmiðið er að nota tunglið svo sem stökkpall fyrir frekari geimferðir lengra út í sólkerfið. Jafnvel stendur til að gera nýja heimstöð á braut um tunglið. Rannsóknir sýna að finna má ís í gígum á pólum tunglsins og þann ís má bæði nota til að framleiða eldsneyti fyrir geimför og halda við byggð manna á tunglinu. Með því að skjóta geimförum af stað frá tunglinu í stað yfirborðs jarðarinnar væri hægt að spara mikið eldsneyti og í senn gera geimförum kleift að fljúga hraðar. Sérstaklega stendur til að nota tunglið sem stökkpall til Mars. Til að byrja með. Þann 30. apríl tilkynnti NASA að þrjú fyrirtæki hafi verið valin til að þróa lendingarför fyrir Artemis áætlunina. Eitt þeirra verði svo notað til að lenda mönnum á tunglinu. Fyrirtækin þrjú eru Blue Origin, í eigu Jeff Bezoz, SpaceX og Dynetics. Hér að neðan má sjá kynningarmyndbönd Dynatics og Blue Origin af lendingarförum þeirra. Starfsmenn SpaceX munu þróa sérstaka tegund Starship, geimskips sem er í raun bæði eldflaug og geimfar. A lunar optimized Starship can fly many times between the surface of the Moon and lunar orbit without flaps or heat shielding required for Earth return pic.twitter.com/Zpkldayy85— SpaceX (@SpaceX) April 30, 2020 Þessu þróunarstarfi fyrirtækjanna þriggja á að ljúka í febrúar á næsta ári. Á þeim tíma verður ákveðið hvaða fyrirtæki munu framkvæma frekari tilraunir og í kjölfarið munu forsvarsmenn NASA taka ákvörðun um lokaþróun lendingarfars. Tafir og allt of mikill kostnaður Það þykir þó mjög hæpið að NASA muni ná því markmiði að lenda mönnum á tunglinu fyrir árið 2025. Forsvarsmenn stofnunarinnar vilja nota sérstakar eldflaugar sem kallast Space Launch System, eða SLS, og eru til þróunar hjá hópi fyrirtækja sem leiddur er af Boeing. Sú vinna er langt á eftir áætlun og hefur kostað mun meira en til stóð. Sérstök eftirlitsstofnun Bandaríkjanna gaf í lok apríl út skýrslu um stærstu verkefni NASA. Við eftirgrennslan starfsmanna stofnunarinnar kom í ljós að kostnaður við öll stærstu verkefnin hafði aukist þriðja árið í röð. Auk þess er búist við að verkefnin muni tefjast enn frekar. Til stóð að skjóta SLS fyrst á loft á næsta ári, eftir margra ára tafir, en það er nú óvíst og þá meðal annars vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. NASA vinnur einig að þróun geimstöðvarinnar Gateway, sem koma á á braut tunglsins, og geimfarsins Orion, sem meðal annars á að nota til að flytja menn til mars. Eins og Artemis var upprunalega sett fram átti að nota SLS til að skjóta geimförum á loft í Orion geimfari. Þeir áttu að ferðast til Gateway, sem yrði þá á braut um tunglið, og fara þar um borð í lendingarfar og lenda á tunglinu. Þróun SLS-eldflaugarinnar hefur dregist verulega og kostað mun meira en til stóð.Vísir/NASA Tafir hafa einnig orðið á þeim þróunarverkefnum og kosta þau meira en til stóð. Útlit er fyrir miklar tafir á þróun Gateway-geimstöðvarinnar en Jim Bridenstine, yfirmaður NASA, hefur sagt að hún sé ekki nauðsynleg til að koma geimförum til tunglsins árið 2024. Þess í stað geti geimfararnir farið úr Orion geimfari yfir í lendingarfarið, sem bíði þeirra á braut um tunglið. Það sé einn möguleiki. Tunglskot eins og það á að ganga fyrir sig.Vísir/NASA Þetta mun allt kosta mikla peninga sem óvíst er að þing Bandaríkjanna sé tilbúið að veita. Sérstaklega með tilliti til þess kostnaðar sem leggst á ríkið vegna faraldursins, samkvæmt frétt New York Times. Bridensteins segist þó vongóður um að þingið muni veita NASA þær fjárveitingar sem til þarf. Þær eru smámunir miðað við heildarfjárútlát ríkisins og ekki nærri því á sama stigi og fjárveitingarnar sem NASA fékk á Apollo-árunum. Geimurinn Bandaríkin Vísindi Tunglið SpaceX Artemis-áætlunin Tengdar fréttir Fyrsta mannaða geimferðin frá Bandaríkjunum í áratug Bandaríska geimvísindastofnunin NASA tilkynnti í dag að fyrsta mannaða geimferðin í geimferju SpaceX verði farin í næsta mánuði. Það verður fyrsta mannaða geimferðin frá Bandaríkjunum frá því að geimskutluáætlunin leið undir lok fyrir tæpum tíu árum. 17. apríl 2020 23:05 Nýr Marsjeppi fær nafnið „Þrautseigja“ Þrettán ára gamall skólapiltur á heiðurinn á nafninu á nýjasta Marsjeppa bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. Jeppinn hlaut nafnið „Þrautseigja“ [e. Perseverance]. 6. mars 2020 10:17 Haugur af vélmennum sendur til Mars á árinu Þróun geimferða hefur verið mikil og hröð á undanförnum árum. Einkafyrirtæki eru farin að ryðja sér til rúms í geimnum og umsvif þeirra aukast sífellt. Á þessu ári munu koma sá tímapunktur að menn hafa búið samfleytt í geimnum í heil tuttugu ár. 9. janúar 2020 11:00 Toppurinn sprakk af geimfari SpaceX Um er að ræða frumgerð geimskipsins Starship og var verið að þrýstiprófa geimfarið með því að líkja eftir þeim mikla kulda sem geimferðir fela í sér. 21. nóvember 2019 14:21 Ísland geti leikið lykilhlutverk í geimferðarannsóknum Á meðan utanríkisráðuneytið skoðar hugsanlega aðild að Evrópsku geimferðastofnuninni (ESA) hefur verið stofnuð íslensk geimferðastofnun. 16. september 2019 09:00 Prófuðu Mars-geimbúning á Íslandi Hópur á vegum Iceland Space Agency dvaldi fyrr í mánuðinum við Grímsvötn á Vatnajökli til þess að safna gögnum og prófa geimbúning sem iðnhönnuður hannaði í samstarfi við NASA, bandarísku geimferðastofnunina. Markmiðið var að kanna hvernig geimbúningurinn virkar í umhverfi sem líkist því sem finna má á Mars 19. ágúst 2019 08:55 Undirbúa Marsleiðangur NASA undir Langjökli Bróðir Elizu Reid forsetafrúar stýrir nú prófunum á gervigreindarhugbúnaði sem gæti nýst fyrirhuguðum könnunarleiðangri til Mars. 14. júlí 2019 08:00 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent
Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) og SpaceX munu skjóta geimförum á loft frá Bandaríkjunum þann 27. maí og verður það í fyrsta sinn frá 2011, þegar geimskutlurnar voru teknar úr notkun. Þeir Robert Behnken og Douglas Hurley, verða sendir til alþjóðlegu geimstöðvarinnar með Crew Dragon geimfari SpaceX og verður það í fyrsta sinn sem einkafyrirtæki sendir menn út í geim. Verkefnið gengur undir nafninu Demo-2 og stendur til að skjóta geimförunum tveimur á loft frá Flórída. Þeir Behnken og Hurley segjast báðir mjög spenntir fyrir tilraunaskotinu. Þeir ræddu við blaðamenn á föstudaginn og svöruðu fjölmörgum spurningum um verkefnið, Crew Dragon geimfarið og margt fleira. Hér að neðan má sjá myndband sem SpaceX hefur tekið saman og sýnir það þegar ómönnuðu Crew Dragon var skotið til geimstöðvarinnar í mars í fyrra. Um borð voru birgðir og Ripley, gína sem búið var að koma ýmsum skynjurum fyrir í. Þessi þróun geimfara og ferðir til geimstöðvarinnar eru þó aðeins liður í margra ára áætlun sem miðar að því að koma mönnum aftur til tunglsins og lengra út í sólkerfið. Í fyrra voru 50 ár liðin frá því að menn lentu fyrst á tunglinu. Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, tilkynnti á fundi Geimráðs ríkisins í fyrra, að flýta ætti áætlun NASA, sem ætlaði að senda menn til tunglsins fyrir 2028. Þess í stað yrðu menn sendir til tunglsins fyrir 2024. Geimfararnir Bob Behnken and Doug Hurley stefna að því að verða fyrstu geimfararnir sem skotið er á loft í Bandaríkjunum frá 2011. Tilraunaskotið á að fara fram þann 27. maí.Vísir/NASA Verkefnið ber heitið Artemis, í höfuð grísku gyðjunnar. Artemis er systir Apollo. Eins og frægt er var það nafn verkefnisins sem sneri að tunglferðunum sem farnar voru á árum áður. Sjá einnig: Pence vill menn á tunglið innan fimm ára Markmiðið er að nota tunglið svo sem stökkpall fyrir frekari geimferðir lengra út í sólkerfið. Jafnvel stendur til að gera nýja heimstöð á braut um tunglið. Rannsóknir sýna að finna má ís í gígum á pólum tunglsins og þann ís má bæði nota til að framleiða eldsneyti fyrir geimför og halda við byggð manna á tunglinu. Með því að skjóta geimförum af stað frá tunglinu í stað yfirborðs jarðarinnar væri hægt að spara mikið eldsneyti og í senn gera geimförum kleift að fljúga hraðar. Sérstaklega stendur til að nota tunglið sem stökkpall til Mars. Til að byrja með. Þann 30. apríl tilkynnti NASA að þrjú fyrirtæki hafi verið valin til að þróa lendingarför fyrir Artemis áætlunina. Eitt þeirra verði svo notað til að lenda mönnum á tunglinu. Fyrirtækin þrjú eru Blue Origin, í eigu Jeff Bezoz, SpaceX og Dynetics. Hér að neðan má sjá kynningarmyndbönd Dynatics og Blue Origin af lendingarförum þeirra. Starfsmenn SpaceX munu þróa sérstaka tegund Starship, geimskips sem er í raun bæði eldflaug og geimfar. A lunar optimized Starship can fly many times between the surface of the Moon and lunar orbit without flaps or heat shielding required for Earth return pic.twitter.com/Zpkldayy85— SpaceX (@SpaceX) April 30, 2020 Þessu þróunarstarfi fyrirtækjanna þriggja á að ljúka í febrúar á næsta ári. Á þeim tíma verður ákveðið hvaða fyrirtæki munu framkvæma frekari tilraunir og í kjölfarið munu forsvarsmenn NASA taka ákvörðun um lokaþróun lendingarfars. Tafir og allt of mikill kostnaður Það þykir þó mjög hæpið að NASA muni ná því markmiði að lenda mönnum á tunglinu fyrir árið 2025. Forsvarsmenn stofnunarinnar vilja nota sérstakar eldflaugar sem kallast Space Launch System, eða SLS, og eru til þróunar hjá hópi fyrirtækja sem leiddur er af Boeing. Sú vinna er langt á eftir áætlun og hefur kostað mun meira en til stóð. Sérstök eftirlitsstofnun Bandaríkjanna gaf í lok apríl út skýrslu um stærstu verkefni NASA. Við eftirgrennslan starfsmanna stofnunarinnar kom í ljós að kostnaður við öll stærstu verkefnin hafði aukist þriðja árið í röð. Auk þess er búist við að verkefnin muni tefjast enn frekar. Til stóð að skjóta SLS fyrst á loft á næsta ári, eftir margra ára tafir, en það er nú óvíst og þá meðal annars vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. NASA vinnur einig að þróun geimstöðvarinnar Gateway, sem koma á á braut tunglsins, og geimfarsins Orion, sem meðal annars á að nota til að flytja menn til mars. Eins og Artemis var upprunalega sett fram átti að nota SLS til að skjóta geimförum á loft í Orion geimfari. Þeir áttu að ferðast til Gateway, sem yrði þá á braut um tunglið, og fara þar um borð í lendingarfar og lenda á tunglinu. Þróun SLS-eldflaugarinnar hefur dregist verulega og kostað mun meira en til stóð.Vísir/NASA Tafir hafa einnig orðið á þeim þróunarverkefnum og kosta þau meira en til stóð. Útlit er fyrir miklar tafir á þróun Gateway-geimstöðvarinnar en Jim Bridenstine, yfirmaður NASA, hefur sagt að hún sé ekki nauðsynleg til að koma geimförum til tunglsins árið 2024. Þess í stað geti geimfararnir farið úr Orion geimfari yfir í lendingarfarið, sem bíði þeirra á braut um tunglið. Það sé einn möguleiki. Tunglskot eins og það á að ganga fyrir sig.Vísir/NASA Þetta mun allt kosta mikla peninga sem óvíst er að þing Bandaríkjanna sé tilbúið að veita. Sérstaklega með tilliti til þess kostnaðar sem leggst á ríkið vegna faraldursins, samkvæmt frétt New York Times. Bridensteins segist þó vongóður um að þingið muni veita NASA þær fjárveitingar sem til þarf. Þær eru smámunir miðað við heildarfjárútlát ríkisins og ekki nærri því á sama stigi og fjárveitingarnar sem NASA fékk á Apollo-árunum.
Fyrsta mannaða geimferðin frá Bandaríkjunum í áratug Bandaríska geimvísindastofnunin NASA tilkynnti í dag að fyrsta mannaða geimferðin í geimferju SpaceX verði farin í næsta mánuði. Það verður fyrsta mannaða geimferðin frá Bandaríkjunum frá því að geimskutluáætlunin leið undir lok fyrir tæpum tíu árum. 17. apríl 2020 23:05
Nýr Marsjeppi fær nafnið „Þrautseigja“ Þrettán ára gamall skólapiltur á heiðurinn á nafninu á nýjasta Marsjeppa bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. Jeppinn hlaut nafnið „Þrautseigja“ [e. Perseverance]. 6. mars 2020 10:17
Haugur af vélmennum sendur til Mars á árinu Þróun geimferða hefur verið mikil og hröð á undanförnum árum. Einkafyrirtæki eru farin að ryðja sér til rúms í geimnum og umsvif þeirra aukast sífellt. Á þessu ári munu koma sá tímapunktur að menn hafa búið samfleytt í geimnum í heil tuttugu ár. 9. janúar 2020 11:00
Toppurinn sprakk af geimfari SpaceX Um er að ræða frumgerð geimskipsins Starship og var verið að þrýstiprófa geimfarið með því að líkja eftir þeim mikla kulda sem geimferðir fela í sér. 21. nóvember 2019 14:21
Ísland geti leikið lykilhlutverk í geimferðarannsóknum Á meðan utanríkisráðuneytið skoðar hugsanlega aðild að Evrópsku geimferðastofnuninni (ESA) hefur verið stofnuð íslensk geimferðastofnun. 16. september 2019 09:00
Prófuðu Mars-geimbúning á Íslandi Hópur á vegum Iceland Space Agency dvaldi fyrr í mánuðinum við Grímsvötn á Vatnajökli til þess að safna gögnum og prófa geimbúning sem iðnhönnuður hannaði í samstarfi við NASA, bandarísku geimferðastofnunina. Markmiðið var að kanna hvernig geimbúningurinn virkar í umhverfi sem líkist því sem finna má á Mars 19. ágúst 2019 08:55
Undirbúa Marsleiðangur NASA undir Langjökli Bróðir Elizu Reid forsetafrúar stýrir nú prófunum á gervigreindarhugbúnaði sem gæti nýst fyrirhuguðum könnunarleiðangri til Mars. 14. júlí 2019 08:00