Hvass en umhyggjusamur maður sem hafði litla þolinmæði fyrir bulli og froðu Stefán Árni Pálsson skrifar 5. maí 2020 11:29 Flestir Íslendingar þekkja röddina sem heyrðist í áratugi í útvarpstækjum landsmanna. Gissur kvaddi 5. apríl. Eins og margir vita lést Gissur Sigurðsson af veikindum á Landspítalanum í Fossvogi þann 5. apríl síðastliðinn. Gissur sagði morgunfréttir á Bylgjunni í aldarfjórðung og ófáir landsmenn ólust upp við fréttaflutning Gissurar sem hann gæddi lífi með hrjúfri og hlýrri rödd. Hann gat verið fljótur að verða fúll, gat illa legið á skoðunum sínum, leitaði frétta alls staðar sem hann kom, var fróður og sagði skemmtilega frá. Svona lýsa vinir og ættingjar Gissurar en allir voru sammála um að hann var einstaklega góður sögumaður. Gissur fæddist 7. desember árið 1947 í Hraungerði í Flóa. Hann var næstyngstur af sjö systkinum. „Þegar hann hringdi í ráðherra eða viðmælendur og það kom einhver langloka þá stoppaði hann strax og sagði, já nei þetta er tómt bull. Segðu þetta, þetta og þetta og það er það sem ég þarf og ekkert kjaftæði. Hann lét menn alveg heyra það,“ segir Þráinn Steinsson sem vann með Gissuri í 26 ára. Hvöss umhyggja „Hann hafði litla þolinmæði fyrir bulli og froðu. Hann gat verið svolítið hvass við fólk sem honum fannst ekki vera standa sig í vinnunni ,“ segir Jón Grétar Gissurarson, sonur hans, og bætir við. „Það var ákveðin umhyggja fólgin í því, svona hvöss umhyggja.“ „Ég geri mér alveg grein fyrir því að þegar fólk hitti hann í fyrsta sinn þá fannst það hann svolítið hrjúfur og kannski svolítið til baka. En þegar þú ert kominn inn fyrir skinnið þá var hann meira eins og ljúfur bangsi,“ segir Heimir Karlsson, fyrrum samstarfsmaður. Gissur skilur eftir sig fjögur börn og eitt stjúpbarn. „Gissur gat verið svolítið hastur og maður var svolítið hræddur við hann til að byrja með. Hann var minn mentor í fjölmiðlum og kannski ástæðan fyrir því að maður hefur haldist í því í svona langan tíma,“ segir Sunna Karen Sigurþórsdóttir, fyrrum samstarfsmaður, og bætir hún við að hann gerði aldrei upp á milli fólks. „Það skipti engu máli hvort þú værir ráðherra eða starfsmaður í sjoppu. Hann talaði við alla eins og tók öllum fagnandi.“ Kenndi mér að fara út að borða Gissur skilur eftir sig fjögur börn, eina stjúpdóttir og sjö barnabörn. Börn hans eru Guðbjörg, útgefandi, Gissur Páll söngvari, Jón Grétar kvikmynda og þáttagerðamaður, Hrafnhildur myndlistamaður og sýningarstjóri og Helga Auðardóttir sálfræðingur. „Hann átti fjögur börn með fjórum konum, enda sagði hann að hann legði þetta ekki á eina konu,“ segir Guðbjörg Gissurardóttir, dóttir hans. „Hann var pabbi síns tíma sem að leit inn í glerbox og kíkti á litla barnið sitt og gerði það besta úr því sem hann gat. Ég ólst upp hjá honum til fjögurra ára aldurs og okkar samband snerist að mestu leyti um símasamtöl,“ segir Guðbjörg. „Við fórum í svona pabbaheimsóknir og ég var stundum hjá honum í lengri tíma. Ég man þegar við hittumst þá byrjuðum við alltaf á því að fara á Hornið út að borða og hann kenndi mér að fara út að borða,“ segir Gissur Páll Gissurarson, sonur. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni en þar er rætt við fleiri viðmælendur um þennan merka mann. Ísland í dag Fjölmiðlar Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Catherine O'Hara er látin Lífið Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Sjá meira
Eins og margir vita lést Gissur Sigurðsson af veikindum á Landspítalanum í Fossvogi þann 5. apríl síðastliðinn. Gissur sagði morgunfréttir á Bylgjunni í aldarfjórðung og ófáir landsmenn ólust upp við fréttaflutning Gissurar sem hann gæddi lífi með hrjúfri og hlýrri rödd. Hann gat verið fljótur að verða fúll, gat illa legið á skoðunum sínum, leitaði frétta alls staðar sem hann kom, var fróður og sagði skemmtilega frá. Svona lýsa vinir og ættingjar Gissurar en allir voru sammála um að hann var einstaklega góður sögumaður. Gissur fæddist 7. desember árið 1947 í Hraungerði í Flóa. Hann var næstyngstur af sjö systkinum. „Þegar hann hringdi í ráðherra eða viðmælendur og það kom einhver langloka þá stoppaði hann strax og sagði, já nei þetta er tómt bull. Segðu þetta, þetta og þetta og það er það sem ég þarf og ekkert kjaftæði. Hann lét menn alveg heyra það,“ segir Þráinn Steinsson sem vann með Gissuri í 26 ára. Hvöss umhyggja „Hann hafði litla þolinmæði fyrir bulli og froðu. Hann gat verið svolítið hvass við fólk sem honum fannst ekki vera standa sig í vinnunni ,“ segir Jón Grétar Gissurarson, sonur hans, og bætir við. „Það var ákveðin umhyggja fólgin í því, svona hvöss umhyggja.“ „Ég geri mér alveg grein fyrir því að þegar fólk hitti hann í fyrsta sinn þá fannst það hann svolítið hrjúfur og kannski svolítið til baka. En þegar þú ert kominn inn fyrir skinnið þá var hann meira eins og ljúfur bangsi,“ segir Heimir Karlsson, fyrrum samstarfsmaður. Gissur skilur eftir sig fjögur börn og eitt stjúpbarn. „Gissur gat verið svolítið hastur og maður var svolítið hræddur við hann til að byrja með. Hann var minn mentor í fjölmiðlum og kannski ástæðan fyrir því að maður hefur haldist í því í svona langan tíma,“ segir Sunna Karen Sigurþórsdóttir, fyrrum samstarfsmaður, og bætir hún við að hann gerði aldrei upp á milli fólks. „Það skipti engu máli hvort þú værir ráðherra eða starfsmaður í sjoppu. Hann talaði við alla eins og tók öllum fagnandi.“ Kenndi mér að fara út að borða Gissur skilur eftir sig fjögur börn, eina stjúpdóttir og sjö barnabörn. Börn hans eru Guðbjörg, útgefandi, Gissur Páll söngvari, Jón Grétar kvikmynda og þáttagerðamaður, Hrafnhildur myndlistamaður og sýningarstjóri og Helga Auðardóttir sálfræðingur. „Hann átti fjögur börn með fjórum konum, enda sagði hann að hann legði þetta ekki á eina konu,“ segir Guðbjörg Gissurardóttir, dóttir hans. „Hann var pabbi síns tíma sem að leit inn í glerbox og kíkti á litla barnið sitt og gerði það besta úr því sem hann gat. Ég ólst upp hjá honum til fjögurra ára aldurs og okkar samband snerist að mestu leyti um símasamtöl,“ segir Guðbjörg. „Við fórum í svona pabbaheimsóknir og ég var stundum hjá honum í lengri tíma. Ég man þegar við hittumst þá byrjuðum við alltaf á því að fara á Hornið út að borða og hann kenndi mér að fara út að borða,“ segir Gissur Páll Gissurarson, sonur. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni en þar er rætt við fleiri viðmælendur um þennan merka mann.
Ísland í dag Fjölmiðlar Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Catherine O'Hara er látin Lífið Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“