Gríðarlega stolt af skólakerfinu sem hafi tæknivæðst á mettíma Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. maí 2020 13:01 Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra, heimsótti nokkra skóla nú í morgunsárið eftir að skólastarf hófst með hefðbundnum hætti. Hún kveðst stolt af íslenskum nemendum og kennurum sem hafi yfirstigið fjölmargar hindranir í samkomubanninu. Vísir Fjórði maí er runninn upp sem þýðir að samkomubannið, sem hefur verið í gildi, verður í dag að hluta til aflétt. Skólahald í leik-og grunnskólum hófst með hefðbundnum hætti í morgun. Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra heimsótti nokkra skóla í morgunsárið og kvaðst vera gríðarlega stolt af því þrekvirki sem íslenskt menntakerfi hefur unnið. Það hafi tæknivæðst á mettíma í samkomubanninu. Í dag hófst skólastarf í leik-og grunnskólum með eðlilegum hætti. Í framhalds- og grunnskólum gildir meginreglan um hámark fimmtíu einstaklinga í sama rými. Byggingar Háskóla Íslands, þar á meðal Þjóðarbókhlaðan, verða þá opnaðar að nýju. Lilja stödd í Seljaskóla þegar fréttastofa náði tali af henni en áður heimsótti hún Menntaskólann við Hamrahlíð. „Mér finnst bara svo brýnt að við fáum það svona beint í æð, nákvæmlega það sem er að gerast í skólakerfinu og ég er gríðarlega stolt af þessu þrekvirki sem íslenskt menntakerfi hefur unnið á tímum samkomubanns.“ Lilja segir að taka þurfi tillit til þeirra aðstæðna sem séu uppi. Faraldurinn hafi mismunandi áhrif á börn en einnig foreldra. Þannig þurfi að sýna sveigjanleika en um leið festu. Lilja segir að þjóðin megi vera stolt af íslensku menntakerfi, vel hafi tekist til þrátt fyrir stórar og miklar áskoranir. „Allir hafa þurft að breyta því hvernig þeir nema og kenna og annað slíkt og það er álag en það eru líka tækifæri í þessu. Við erum búin að tæknivæðast á mjög skömmum tíma. Ég vil líka segja að það er tekið eftir þessu erlendis. Ég held að við séum eitt af mjög fáum ríkjum þar sem haldið verður námsmat. „Við erum öll tiltölulega glöð í hjartanu“ Arndís Steinþórsdóttir, skólastjóri Háteigsskóla, minnir á skólaskylduna sem við lýði er í landinu. Hún bindur vonir við að skólastarf verði með hefðbundnum hætti út skólaárið. Arndís Steinþórsdóttir, skólastjóri Háteigsskóla, segir að flest börn hafi snúið aftur í skólann í morgun. „Það er mikilvægt fyrir okkur að vera meðvituð um að það er skólaskylda. Það er mikilvægt fyrir krakkana að koma inn núna. Það er stutt þangað til við förum í sumarfrí. Við teljum það, allavega hér í Háteigsskóla, vera mjög mikilvægt að við klárum skólaárið eins rútínukennt og hefðbundið og hægt er“ Arndís segir krakkana vera afar meðvitaða um hvernig beri að haga sér í faraldri með tilliti til sóttvarna. „Það er nú svo skemmtilegt að krakkarnir eru mjög sáttir og ánægðir með þetta. Ég held að við séum öll tiltölulega glöð í hjartanu. Hvað varðar allar fjarlægðartakmarkanir og allt þetta þá virðast allir vera mjög meðvitaðir. Krakkarnir eru meðvitaðir og fullorðna fólkið er meðvitað. En það er svona aðeins frjálslegra fas en það var fyrir helgina,“ segir Arndís. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Víðir með þeim fyrstu til að fara í klippingu Samkomubanni vegna kórónuveirufaraldursins hefur verið aflétt að hluta í dag, 4. maí. 4. maí 2020 09:30 Þessir staðir opna á ný í dag Tilslakanir á veiruaðgerðum stjórnvalda tóku gildi nú á miðnætti, aðfaranótt 4. maí. Fjöldamörk samkomubanns voru þannig hækkuð úr 20 í 50 manns og ýmiss konar þjónustu var þar með aftur gefið grænt ljós. 4. maí 2020 12:59 Hvað breytist í dag? Samkomubanni vegna kórónuveirufaraldursins hefur verið aflétt að hluta í dag, 4. maí. 4. maí 2020 07:04 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Fleiri fréttir Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Sjá meira
Fjórði maí er runninn upp sem þýðir að samkomubannið, sem hefur verið í gildi, verður í dag að hluta til aflétt. Skólahald í leik-og grunnskólum hófst með hefðbundnum hætti í morgun. Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra heimsótti nokkra skóla í morgunsárið og kvaðst vera gríðarlega stolt af því þrekvirki sem íslenskt menntakerfi hefur unnið. Það hafi tæknivæðst á mettíma í samkomubanninu. Í dag hófst skólastarf í leik-og grunnskólum með eðlilegum hætti. Í framhalds- og grunnskólum gildir meginreglan um hámark fimmtíu einstaklinga í sama rými. Byggingar Háskóla Íslands, þar á meðal Þjóðarbókhlaðan, verða þá opnaðar að nýju. Lilja stödd í Seljaskóla þegar fréttastofa náði tali af henni en áður heimsótti hún Menntaskólann við Hamrahlíð. „Mér finnst bara svo brýnt að við fáum það svona beint í æð, nákvæmlega það sem er að gerast í skólakerfinu og ég er gríðarlega stolt af þessu þrekvirki sem íslenskt menntakerfi hefur unnið á tímum samkomubanns.“ Lilja segir að taka þurfi tillit til þeirra aðstæðna sem séu uppi. Faraldurinn hafi mismunandi áhrif á börn en einnig foreldra. Þannig þurfi að sýna sveigjanleika en um leið festu. Lilja segir að þjóðin megi vera stolt af íslensku menntakerfi, vel hafi tekist til þrátt fyrir stórar og miklar áskoranir. „Allir hafa þurft að breyta því hvernig þeir nema og kenna og annað slíkt og það er álag en það eru líka tækifæri í þessu. Við erum búin að tæknivæðast á mjög skömmum tíma. Ég vil líka segja að það er tekið eftir þessu erlendis. Ég held að við séum eitt af mjög fáum ríkjum þar sem haldið verður námsmat. „Við erum öll tiltölulega glöð í hjartanu“ Arndís Steinþórsdóttir, skólastjóri Háteigsskóla, minnir á skólaskylduna sem við lýði er í landinu. Hún bindur vonir við að skólastarf verði með hefðbundnum hætti út skólaárið. Arndís Steinþórsdóttir, skólastjóri Háteigsskóla, segir að flest börn hafi snúið aftur í skólann í morgun. „Það er mikilvægt fyrir okkur að vera meðvituð um að það er skólaskylda. Það er mikilvægt fyrir krakkana að koma inn núna. Það er stutt þangað til við förum í sumarfrí. Við teljum það, allavega hér í Háteigsskóla, vera mjög mikilvægt að við klárum skólaárið eins rútínukennt og hefðbundið og hægt er“ Arndís segir krakkana vera afar meðvitaða um hvernig beri að haga sér í faraldri með tilliti til sóttvarna. „Það er nú svo skemmtilegt að krakkarnir eru mjög sáttir og ánægðir með þetta. Ég held að við séum öll tiltölulega glöð í hjartanu. Hvað varðar allar fjarlægðartakmarkanir og allt þetta þá virðast allir vera mjög meðvitaðir. Krakkarnir eru meðvitaðir og fullorðna fólkið er meðvitað. En það er svona aðeins frjálslegra fas en það var fyrir helgina,“ segir Arndís.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Víðir með þeim fyrstu til að fara í klippingu Samkomubanni vegna kórónuveirufaraldursins hefur verið aflétt að hluta í dag, 4. maí. 4. maí 2020 09:30 Þessir staðir opna á ný í dag Tilslakanir á veiruaðgerðum stjórnvalda tóku gildi nú á miðnætti, aðfaranótt 4. maí. Fjöldamörk samkomubanns voru þannig hækkuð úr 20 í 50 manns og ýmiss konar þjónustu var þar með aftur gefið grænt ljós. 4. maí 2020 12:59 Hvað breytist í dag? Samkomubanni vegna kórónuveirufaraldursins hefur verið aflétt að hluta í dag, 4. maí. 4. maí 2020 07:04 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Fleiri fréttir Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Sjá meira
Víðir með þeim fyrstu til að fara í klippingu Samkomubanni vegna kórónuveirufaraldursins hefur verið aflétt að hluta í dag, 4. maí. 4. maí 2020 09:30
Þessir staðir opna á ný í dag Tilslakanir á veiruaðgerðum stjórnvalda tóku gildi nú á miðnætti, aðfaranótt 4. maí. Fjöldamörk samkomubanns voru þannig hækkuð úr 20 í 50 manns og ýmiss konar þjónustu var þar með aftur gefið grænt ljós. 4. maí 2020 12:59
Hvað breytist í dag? Samkomubanni vegna kórónuveirufaraldursins hefur verið aflétt að hluta í dag, 4. maí. 4. maí 2020 07:04