Endaði sem þjálfari Víkings eftir að hafa hitt formanninn á bar Anton Ingi Leifsson skrifar 4. maí 2020 11:00 Logi Ólafsson á síðari tíma sínum í Vikunni. Hann þjálfaði liðið frá 1990 til 1992 og svo aftur frá 2017 til 2018. mynd/víkingur Knattspyrnuþjálfarinn Logi Ólafsson segir að hann hafi endað sem þjálfari Víkinga árið 1990 eftir að hafa hitt formann knattspyrnudeildar félagsins á bar. Hann greindi frá þessu í þættinum Sportinu í kvöld. Logi tók við Víkingum árið 1990 eftir að hafa þrjú ár þar á undan gerð góða hluti með kvennalið Vals þar sem liðið vann flesta þá titla sem voru í boði. Hann var ekki með neitt í höndunum er hann hætti á Hlíðarenda en ferð á bar gerði honum að góðu. „Það kemur þannig til að ég hafði verið með Val í þrjú ár og ég ákvað að hætta þar. Ég var ekkert búinn að gera í mínum málum þegar ég hitti formann knattspyrnudeildar Víkings á förnum vegi,“ sagði Logi er hann gerði upp ferilinn. „Ég get alveg sagt þér það; það var á bar. Hann var að drekka ekki ég! En niðurstaðan varð sú að ég myndi hitta hann og ræða við hann. Við komumst að samkomulagi og ég er honum og stjórninni ævinlega þakklátur fyrir að hafa gefið mér þetta tækifæri.“ Logi segir að breytingarnar sem hafi verið ráðist í eftir hans fyrsta tímabil í Víkinni hafi skilað sér. Hann segir að þrír síðustu leikirnir tímabilið 1990 hafi gert honum það ljóst að breytingar þurfti að gera. „Yuri Sedov heitinn hafði verið þjálfari Víkings. Afskaplega góður þjálfari. Liðið hafði verið upp og niður í deildinni og á milli deilda. Það má segja að það hafi margt komið í ljós að þegar við tryggðum okkur í deildinni þegar þrír leikir voru eftir að þá töpuðum við síðustu þremur leikjunum.“ „Þá fannst mér eins og það hafi verið einhver meðalmanna hugsunarháttur sem hafði gripið um sig í liðinu. Það er ráðist í töluverðar breytingar og uppbyggingu á nýju liði,“ sagði Logi en árið eftir varð Víkingur eins og frægt er Íslandsmeistari. Klippa: Sportið í kvöld - Logi er hann tók við Víking Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Íslenski boltinn Sportið í kvöld Víkingur Reykjavík Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Fleiri fréttir Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Sjá meira
Knattspyrnuþjálfarinn Logi Ólafsson segir að hann hafi endað sem þjálfari Víkinga árið 1990 eftir að hafa hitt formann knattspyrnudeildar félagsins á bar. Hann greindi frá þessu í þættinum Sportinu í kvöld. Logi tók við Víkingum árið 1990 eftir að hafa þrjú ár þar á undan gerð góða hluti með kvennalið Vals þar sem liðið vann flesta þá titla sem voru í boði. Hann var ekki með neitt í höndunum er hann hætti á Hlíðarenda en ferð á bar gerði honum að góðu. „Það kemur þannig til að ég hafði verið með Val í þrjú ár og ég ákvað að hætta þar. Ég var ekkert búinn að gera í mínum málum þegar ég hitti formann knattspyrnudeildar Víkings á förnum vegi,“ sagði Logi er hann gerði upp ferilinn. „Ég get alveg sagt þér það; það var á bar. Hann var að drekka ekki ég! En niðurstaðan varð sú að ég myndi hitta hann og ræða við hann. Við komumst að samkomulagi og ég er honum og stjórninni ævinlega þakklátur fyrir að hafa gefið mér þetta tækifæri.“ Logi segir að breytingarnar sem hafi verið ráðist í eftir hans fyrsta tímabil í Víkinni hafi skilað sér. Hann segir að þrír síðustu leikirnir tímabilið 1990 hafi gert honum það ljóst að breytingar þurfti að gera. „Yuri Sedov heitinn hafði verið þjálfari Víkings. Afskaplega góður þjálfari. Liðið hafði verið upp og niður í deildinni og á milli deilda. Það má segja að það hafi margt komið í ljós að þegar við tryggðum okkur í deildinni þegar þrír leikir voru eftir að þá töpuðum við síðustu þremur leikjunum.“ „Þá fannst mér eins og það hafi verið einhver meðalmanna hugsunarháttur sem hafði gripið um sig í liðinu. Það er ráðist í töluverðar breytingar og uppbyggingu á nýju liði,“ sagði Logi en árið eftir varð Víkingur eins og frægt er Íslandsmeistari. Klippa: Sportið í kvöld - Logi er hann tók við Víking Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Íslenski boltinn Sportið í kvöld Víkingur Reykjavík Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Fleiri fréttir Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Sjá meira