Stefnir á að spila hér heima í sumar og hefur ekki gefið landsliðið upp á bátinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. maí 2020 16:30 Anna Björk stefnir á að vinna sæti sitt til baka í íslenska landsliðinu. Vísir/Getty Anna Björk Kristjánsdóttir, atvinnumaður hjá PSV í Hollandi, stefnir á að spila á Íslandi í sumar. Þetta staðfesti hún í hlaðvarpsþættinum Heimavöllurinn. Þar fór hún yfir víðan völl og ræddi feril sinn hér á landi sem og erlendis. Alls lék miðvörðurinn knái 168 leiki fyrir KR og Stjörnuna áður en hún fór í atvinnumennsku. Fyrst til Svíþjóðar en þaðan fór hún til Hollands á síðasta ári. Nú er ljós að hún mun spila á Íslandi í sumar. Hulda Mýrdal, annar þáttastjórnanda Heimavallarins og fyrrum leikmaður KR, ÍR, Fram og Einherja, ræddi mögulega heimkomu Önnu í sumar í ljósi þess að enginn fótbolti verður spilaður í Hollandi fyrr en í fyrsta lagi 1. september næstkomandi. „Ég er að skoða það,“ sagði Anna aðspurð hvort hún ætlaði að spila á Íslandi í sumar. „Ég er að tala við einhver lið. Ætla ekki að henda því fram núna þar sem þetta er komið svo stutt á veg þar sem það er ekki langt síðan ég frétti það að deildinni yrði slaufað úti. Þá fór ég aðeins að hugsa hvað ætti að taka við næst,“ sagði Anna þegar Hulda þrýsti á hana með hvaða lið hún væri að tala við. Það er samt sem áður ljóst að Anna Björk myndi styrkja öll lið Pepsi Max deildarinnar. „Fór að hugsa hvort það væri ekki sniðugt að koma heim og spila þar sem óvissuástand er í heiminum núna. Um leið og ég fór að hugsa um það varð ég spennt fyrir því. Fékk smá fiðring í magann en það eru mörg lið á Íslandi að gera flotta hluti og eru með frábæra umgjörð.“ Að lokum var Anna spurð hvort hún hefði spilað sinn síðasta landsleik en hún lék síðast með liðinu á síðasta ári. Alls hefur hún leikið 43 landsleiki. „Ég vil ekki meina það. Mér líður vel í líkamanum og finnst ég eiga mörg ár eftir. Stefni á að halda mér í landsliðinu og set metnað minn í það.“ „Er ekkert bara að hugsa um að vera í landsliðinu heldur vill ég komast aftur í byrjunarliðið. Er að hugsa um hvernig ég get bætt mig og minnt á mig. Er ekki að koma til Íslands því ég er södd eða neitt þannig. Sé alveg fyrir mér að spila á Íslandi í sumar og sjá svo hvað tekur við eftir það,“ sagði Anna Björk að lokum. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira
Anna Björk Kristjánsdóttir, atvinnumaður hjá PSV í Hollandi, stefnir á að spila á Íslandi í sumar. Þetta staðfesti hún í hlaðvarpsþættinum Heimavöllurinn. Þar fór hún yfir víðan völl og ræddi feril sinn hér á landi sem og erlendis. Alls lék miðvörðurinn knái 168 leiki fyrir KR og Stjörnuna áður en hún fór í atvinnumennsku. Fyrst til Svíþjóðar en þaðan fór hún til Hollands á síðasta ári. Nú er ljós að hún mun spila á Íslandi í sumar. Hulda Mýrdal, annar þáttastjórnanda Heimavallarins og fyrrum leikmaður KR, ÍR, Fram og Einherja, ræddi mögulega heimkomu Önnu í sumar í ljósi þess að enginn fótbolti verður spilaður í Hollandi fyrr en í fyrsta lagi 1. september næstkomandi. „Ég er að skoða það,“ sagði Anna aðspurð hvort hún ætlaði að spila á Íslandi í sumar. „Ég er að tala við einhver lið. Ætla ekki að henda því fram núna þar sem þetta er komið svo stutt á veg þar sem það er ekki langt síðan ég frétti það að deildinni yrði slaufað úti. Þá fór ég aðeins að hugsa hvað ætti að taka við næst,“ sagði Anna þegar Hulda þrýsti á hana með hvaða lið hún væri að tala við. Það er samt sem áður ljóst að Anna Björk myndi styrkja öll lið Pepsi Max deildarinnar. „Fór að hugsa hvort það væri ekki sniðugt að koma heim og spila þar sem óvissuástand er í heiminum núna. Um leið og ég fór að hugsa um það varð ég spennt fyrir því. Fékk smá fiðring í magann en það eru mörg lið á Íslandi að gera flotta hluti og eru með frábæra umgjörð.“ Að lokum var Anna spurð hvort hún hefði spilað sinn síðasta landsleik en hún lék síðast með liðinu á síðasta ári. Alls hefur hún leikið 43 landsleiki. „Ég vil ekki meina það. Mér líður vel í líkamanum og finnst ég eiga mörg ár eftir. Stefni á að halda mér í landsliðinu og set metnað minn í það.“ „Er ekkert bara að hugsa um að vera í landsliðinu heldur vill ég komast aftur í byrjunarliðið. Er að hugsa um hvernig ég get bætt mig og minnt á mig. Er ekki að koma til Íslands því ég er södd eða neitt þannig. Sé alveg fyrir mér að spila á Íslandi í sumar og sjá svo hvað tekur við eftir það,“ sagði Anna Björk að lokum.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira